Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 77
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2007 45 Owen Wilson hefur sett hús sitt í Santa Monica í Kali- forníu á sölu. Það var þar sem Owen gerði sjálfsmorðs- tilraun í ágúst, og var í kjölfarið fluttur á spítala. Talið er að hann vilji nú gleyma þeim degi sem allra fyrst og hugsi sér því til hreyfingar. Húsið, sem er með fjögur svefnherbergi, er metið á jafn- virði 140 milljóna íslenskra króna. Reese Witherspoon ku hafa afþakkað bónorð Jake Gyllenhaal, sem fór niður á hnéð í nýafstaðinni heimsókn skötuhjúanna til Rómar. Skilnaður Reese og Ryan Phillippe gekk í gegn í okt- óber, og heimildir herma að leikkon- unni finnist of snemmt að festa ráð sitt að nýju. „Reese vill stíga varlega til jarðar út af börnunum sínum. Hún vill ekki að neitt raski ró þeirra,“ segir heimildar- maður. Leikarinn Adrien Brody komst í hann krappan á Indlandi þegar litlu munaði að hann klessti á kú þar sem hann ók mótorhjóli sínu á hraðbraut. „Ég dó næstum því,“ segir leikarinn, sem kom ekki auga á kúna fyrr en á síð- ustu stundu. „Ég hugsaði bara: „Svona á fólk eftir að minnast mín – sem gaursins sem klessti á kú. Öll þessi ár af erf- iði og svo endar þetta svona …“,“ segir leikarinn. Naomi Watts mun fara með hlutverk Vitt- oriu Vetra í kvikmynd- inni Englar og djöflar, eftir samnefndri skáldsögu Dan Brown. Bókin er fyrirrennari Da Vinci Code, og mun Tom Hanks einnig snúa aftur sem Robert Langdon. Tökum hefur verið frestað fram í febrúar vegna verkfalls handritshöfunda og er myndin ekki væntan- leg fyrr en 2009. FRÉTTIR AF FÓLKI Yfirleitt berast fréttir af því að ásjóna einnar eða annarrar Holly- wood-stjörnunnar hafi verið greypt í vax á einhverju Madame Tussauds-safninu. Nú ber hins vegar svo til að teiknimyndahetj- an Shrek hefur fengið sinn stað á meðal þeirra á safninu í Lundún- um og tekur sig vel út ef marka má myndir. Hann er þó ekki einn á ferð því piparkökudrengurinn Gingy fékk líka sinn stað. Shrek er ekki bara ólíkur öðrum styttum hvað útlit varðar því hann getur bæði rekið við og ropað líkt og í kvikmyndunum. Gestir á safninu geta ekki bara hlustað á Shrek reka við því þeim gefst kostur á að prófa sérstakan „prumpumæli“ eða „fart-o- meter“. Vaxstyttan af Shrek er ógnar- stór, heilir 2 metrar og 13 sentí- metrar, eða um það bil jafnhá körfuboltarisanum Shaquille O’Neal. Gingy er hins vegar aðeins 24 sentímetrar á hæð, eða á stærð við chihuahua hund. Sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu Madame Tussaud‘s gæti það verið ein minnsta vaxstytta sem búin hefur verið til fyrir safnið. Rekur við og ropar á safni KOMINN Á VAXMYNDASAFN Shrek hefur loks náð þeim áfanga að fá að vera meðal hinna kvikmyndastjarnanna á Madame Tussaud‘s í London. Örfáir miðar eru eftir á tónleika Danans Kims Larsen og hljóm- sveitar hans, Kjukken, í Vodafone- höllinni á laugardaginn. Larsen og Kjukken ljúka umfangsmikilli tónleikaferð sinni hér á landi og eiga aðdáendur hans væntanlega von á góðu. „Hann kemur og labbar inn á sviðið og notar hvorki textablöð né textavélar og telur síðan í,“ segir skipuleggjandinn Grímur Atlason um Kim Larsen á sviði. „Þetta eru alltaf þrumandi tón- leikar enda er hann mjög góður gítarleikari og ótrúlegur söngvari. Ég hef séð hann bæði hér og úti og það er alltaf sami rosalegi krafturinn. Hann spilar í hundrað mínútur samfleytt og þetta er alltaf mjög sveitt og mikið stuð,“ segir hann. Larsen og félagar koma hingað til lands í dag og fara af landi brott strax á sunnudag. Miðaverð á tón- leikana er 4.900 krónur og fást miðar á midi.is. Kraftmikill Larsen KIM LARSEN OG KJUKKEN Daninn Kim Larsen þykir ákaflega skemmtilegur á tónleikum. PÍLU PÍNU PLATAN Loksins! Pílu pínu platan er loksins fáanleg á geislaplötu.!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.