Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 77

Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 77
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2007 45 Owen Wilson hefur sett hús sitt í Santa Monica í Kali- forníu á sölu. Það var þar sem Owen gerði sjálfsmorðs- tilraun í ágúst, og var í kjölfarið fluttur á spítala. Talið er að hann vilji nú gleyma þeim degi sem allra fyrst og hugsi sér því til hreyfingar. Húsið, sem er með fjögur svefnherbergi, er metið á jafn- virði 140 milljóna íslenskra króna. Reese Witherspoon ku hafa afþakkað bónorð Jake Gyllenhaal, sem fór niður á hnéð í nýafstaðinni heimsókn skötuhjúanna til Rómar. Skilnaður Reese og Ryan Phillippe gekk í gegn í okt- óber, og heimildir herma að leikkon- unni finnist of snemmt að festa ráð sitt að nýju. „Reese vill stíga varlega til jarðar út af börnunum sínum. Hún vill ekki að neitt raski ró þeirra,“ segir heimildar- maður. Leikarinn Adrien Brody komst í hann krappan á Indlandi þegar litlu munaði að hann klessti á kú þar sem hann ók mótorhjóli sínu á hraðbraut. „Ég dó næstum því,“ segir leikarinn, sem kom ekki auga á kúna fyrr en á síð- ustu stundu. „Ég hugsaði bara: „Svona á fólk eftir að minnast mín – sem gaursins sem klessti á kú. Öll þessi ár af erf- iði og svo endar þetta svona …“,“ segir leikarinn. Naomi Watts mun fara með hlutverk Vitt- oriu Vetra í kvikmynd- inni Englar og djöflar, eftir samnefndri skáldsögu Dan Brown. Bókin er fyrirrennari Da Vinci Code, og mun Tom Hanks einnig snúa aftur sem Robert Langdon. Tökum hefur verið frestað fram í febrúar vegna verkfalls handritshöfunda og er myndin ekki væntan- leg fyrr en 2009. FRÉTTIR AF FÓLKI Yfirleitt berast fréttir af því að ásjóna einnar eða annarrar Holly- wood-stjörnunnar hafi verið greypt í vax á einhverju Madame Tussauds-safninu. Nú ber hins vegar svo til að teiknimyndahetj- an Shrek hefur fengið sinn stað á meðal þeirra á safninu í Lundún- um og tekur sig vel út ef marka má myndir. Hann er þó ekki einn á ferð því piparkökudrengurinn Gingy fékk líka sinn stað. Shrek er ekki bara ólíkur öðrum styttum hvað útlit varðar því hann getur bæði rekið við og ropað líkt og í kvikmyndunum. Gestir á safninu geta ekki bara hlustað á Shrek reka við því þeim gefst kostur á að prófa sérstakan „prumpumæli“ eða „fart-o- meter“. Vaxstyttan af Shrek er ógnar- stór, heilir 2 metrar og 13 sentí- metrar, eða um það bil jafnhá körfuboltarisanum Shaquille O’Neal. Gingy er hins vegar aðeins 24 sentímetrar á hæð, eða á stærð við chihuahua hund. Sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu Madame Tussaud‘s gæti það verið ein minnsta vaxstytta sem búin hefur verið til fyrir safnið. Rekur við og ropar á safni KOMINN Á VAXMYNDASAFN Shrek hefur loks náð þeim áfanga að fá að vera meðal hinna kvikmyndastjarnanna á Madame Tussaud‘s í London. Örfáir miðar eru eftir á tónleika Danans Kims Larsen og hljóm- sveitar hans, Kjukken, í Vodafone- höllinni á laugardaginn. Larsen og Kjukken ljúka umfangsmikilli tónleikaferð sinni hér á landi og eiga aðdáendur hans væntanlega von á góðu. „Hann kemur og labbar inn á sviðið og notar hvorki textablöð né textavélar og telur síðan í,“ segir skipuleggjandinn Grímur Atlason um Kim Larsen á sviði. „Þetta eru alltaf þrumandi tón- leikar enda er hann mjög góður gítarleikari og ótrúlegur söngvari. Ég hef séð hann bæði hér og úti og það er alltaf sami rosalegi krafturinn. Hann spilar í hundrað mínútur samfleytt og þetta er alltaf mjög sveitt og mikið stuð,“ segir hann. Larsen og félagar koma hingað til lands í dag og fara af landi brott strax á sunnudag. Miðaverð á tón- leikana er 4.900 krónur og fást miðar á midi.is. Kraftmikill Larsen KIM LARSEN OG KJUKKEN Daninn Kim Larsen þykir ákaflega skemmtilegur á tónleikum. PÍLU PÍNU PLATAN Loksins! Pílu pínu platan er loksins fáanleg á geislaplötu.!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.