Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 30
[ ]Smákökur er skynsamlegt að byrja að baka vel fyrir jólin. Tíminn líður oft hraðar en mann grunar og þá er gott að vera búinn að baka kökurnar ef það er ætlunin. Svo má alltaf kaupa þær tilbúnar. Á Café París er alltaf svolítið frönsk stemning þótt kokkarnir séu ekki franskir. „Hér er alltaf nóg að gera,“ segir Denis Potapcik, þjónn á kaffihús- inu Café París, sem hefur verið fastapunktur í tilveru Reykvík- inga í fjölmörg ár. Kaffihúsið stendur í hjarta miðborgarinnar við Austurvöll og er því kjörinn staður til að mæla sér mót eins og svo margir gera. Denis segir ekki farið að bera mikið á jólaösinni enn sem komið er, hins vegar sé ekki skortur á viðskiptavinum. Margir þeirra eru erlendir ferðamenn sem njóta alþjóðlegra kræsinga. Einnig eru nýta margir starfsmenn fyrir- tækjanna í miðborginni sér kaffi- húsið til að borða hádegismat eða skella sér í stutt kaffi. Þá segir Denis að oft megi sjá þekkt andlit innan um gesti staðarins. Denis útskýrir að rétturinn sem hann býður lesendum Fréttablaðs- ins hafi verið fiskur dagsins þann dag sem ljósmyndarinn mætti á staðinn. „Kokkarnir okkar eru frá Ítalíu og Belgíu og þeirra hug- myndir um rétti dagsins koma alls staðar að úr heiminum,“ segir Denis og ítrekar að einungis sé notast við ferskar vörur. Þó að kokkarnir séu ekki frá Frakklandi ríkir frönsk stemning á Café París. Boðið er upp á croissant og franskar pönnukökur og líkt og frönskum kaffihúsum sæmir eru gluggar stórir og hægt að sjá til allra átta. solveig@frettabladid.is Ferskur fiskur á París Þjónninn Denis með rétt dagsins; pönnusteikta lúðu með kúrbít, gulrótum og lime-smjörsósu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fiskur dagsins PÖNNUSTEIKT LÚÐA MEÐ KÚRBÍT, GULRÓTUM OG LIME- SMJÖRSÓSU 200 g beinlaus lúða 20 g smjör gulrætur og kúrbítur fínt skorin og gufubökuð. Lúðan er steikt á báðum hlið- um og síðan bökuð í ofni í um 10 mínútur við 180°. Á pönnuna er sett smjör og nokkrir dropar af lime-safa. Kryddað með pipar og steinselju eftir þörfum. Borið fram með djúpsteiktum sneiðum af rauðum kartöflum. Ávaxtastangir í nestisboxið SCHOOL BARS- ÁVAXTASTANGIR HAFA VERIÐ VINSÆLAR Í NESTIS BOXIÐ Í BRET- LANDI OG ERU NÚ FÁANLEGAR Í ÍSLENSK- UM VERSLUNUM. Hugmyndin með School Bars var að gera girnilegt og góm- sætt stykki úr hollu hráefni sem höfðaði til barna. Hver stöng er unnin úr þrefaldri þyngd sinni af ávöxt- um, öll bragð- og lit- arefni eru náttúruleg og engum sykri er bætt við. Stangirnar eru seldar fimm saman í pakka og hér á landi er hægt að fá stang- ir með þrenns konar bragði; epla-, sól- berja- og jarð- arberja- bragði. - eö
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.