Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 62
30 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Þennan dag árið 2005 var Ellen Johnson-Sir- leaf kosin forseti Líber- íu. Hún er fyrsti kven- forseti landsins og auk þess fyrsti kvenleið- togi Afríkuríkis. Hún er einnig annar kvenleið- togi heims af afrískum uppruna og er oft köll- uð járnkonan, sem á að vísa til vilja hennar og staðfestu. Í kosn- ingabaráttunni sögðu stuðningsmenn henn- ar hana hafa það fram yfir keppinauta sína að vera betur mennt- uð og að vera kona. Meðal keppinauta hennar var fótboltahetjan og goðsögnin George Weah. Óháðir aðilar, erlend- ir sem innlendir, full- yrtu að kosningarnar hefðu verið frjálsar, sanngjarnar og gagn- sæjar en Johnson- Sirleaf fékk 20 pró- sent fleiri atkvæði en næsti frambjóðandi. Í mars 2006 bað hún Bandaríkjaþing um aðstoð við að koma Líberíu í fremstu röð Afríkuríkja hvað lýð- ræði varðar. Hún á þó á brattann að sækja því stuðnings- menn Charles Taylor, fyrrverandi forseta landsins, eru margir áhrifa- menn innan ríkisstjórnarinnar. ÞETTA GERÐIST: 23. NÓVEMBER 2005 Ellen Johnson-Sirleaf kosin forseti Líberíu MERKISATBURÐIR 1838 Kirkjugarðurinn við Suður- götu í Reykjavík, Hóla- vallagarður, ver vígður og fyrsta greftrunin fór fram. 1939 Fyrsta orrusta herskipa í seinni heimsstyrjöldinni er háð undan suðaustur- strönd Íslands. Þýsku skipin Scharnhorst og Gneisenau sökkva breska skipinu Rawalpindi. Um 270 manns fórust en 23 var bjargað. 1990 Íslenska alfræðiorðabókin kemur út hjá Erni og Ör- lygi. í bókinni eru um 37 þúsund uppflettiorð. 1990 Fyrsti kvenleiðangurinn á suðurpólinn heldur af stað frá Suðurskautsland- inu. Leiðangurinn tók 70 daga og spannaði 1.287 kílómetra. Málþing til heiðurs Herði Kristinssyni grasafræðingi verður haldið á Hótel KEA í dag. Hörður verður sjötugur næstkomandi fimmtu- dag og hættir störfum hjá Akureyrar setri Náttúru- fræðistofnunar Íslands um næstu mánaðamót. Á málþinginu, sem hefst klukkan 14, verða flutt nokkur erindi og farið í gegnum stöðu íslenskrar grasafræði með hliðsjón af ævistarfi Harðar en hann hefur stundað grasafræði- rannsóknir í hálfa öld. Hörður segir áhugann á plöntum hafa vaknað mjög snemma. „Það vitnaðist á meðal ættingja að Magnús bróðir minn hefði gaman af blómum og fékk hann Flóru Íslands í afmælisgjöf. Hann var ekki mjög hár í loftinu og kom því í minn hlut að aðstoða hann við að greina plönturnar,“ segir Hörður. Hann er er alinn upp á Arnarhóli í Eyjafjarðar- sveit og þegar þeir bræður voru búnir að kanna sitt næsta nágrenni fóru þeir á fjöll til að finna fleiri teg- undir. „Sem unglingur var ég farinn að þekkja mest alla flóruna,“ segir Hörður og var því snemma ljóst hvert hann stefndi. Hörður hefur sérhæft sig í fléttu rannsóknum og nam hann grasafræði í Þýska- landi. Þar voru einnig þeir Helgi Hallgrímsson og Bergþór Jóhannsson við nám. Hörður segir þá þrjá hafa gert sér grein fyrir því að flestir íslenskir grasa- fræðingar hefðu fengist við blómplöntur. „Við ákváðum því að raða okkur á lág- plönturnar og í kjölfarið fór ég að fást við fléttur,“ útskýrir Hörður. Hann segir að í kringum Surtseyjargosið hafi banda- rískir sérfræðingar komist á snoðir um að hann væri að rannsaka fléttur og fengið hann til að skoða landnám þeirra á eyjunni. Fyrst þurfti þó að rannsaka til- vist þeirra á landinu og fékk Hörður það verkefni. Hann hefur því farið mjög þétt um Ísland til að safna sýnum. Þá lagðist hann einnig í mikla rannsóknarvinnu í tengsl- um við gerð Íslensku plöntu- handbókarinnar sem kom út árið 1986 og tók auk þess allar ljósmyndirnar í bók- inni. Hörður stendur einnig á bak við vefinn floraislands. is þar sem upplýsingar um plöntur á Íslandi og út- breiðslukort er að finna. Flestar myndirnar á síðunni eru eftir Hörð. Þrátt fyrir að Hörður sé formlega að hætta störfum er hann síður en svo sestur í helgan stein. Hann ætlar að snúa sér að ritstörfum og er handbók um fléttur í sigtinu. vera@frettabladid.is HÖRÐUR KRISTINSSON GRASAFRÆÐINGUR: MÁLÞING Í TILEFNI SJÖTUGSAFMÆLIS Þekkir hverja þúfu landsins GRASAFRÆÐINGURINN Hörður hefur stundað grasafræðirannsóknir í hálfa öld og lagt mikið til fagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A .IS SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR söngkona er 67 ára í dag. STURLA BÖÐVARSSON, forseti Alþingis, er 62 ára í dag. JÓHANN G. JÓHANNSSON leikari er 36 ára í dag. Ný lög Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) voru samþykkt 4. nóvember síðastliðinn en félagið var stofnað fyrir skemmstu. Forsendur fyrir stofnun SÍF eru í grundvallaratriðum þær að hagsmunamál allra nema á framhaldsskólastigi séu þau sömu, hvort sem um ræðir starfs-, iðn-, eða bók- námsnema. Það þótti tíma- bært að skapa eina sterka heild sem myndi beita sér fyrir því að rödd fyrrnefnds hóps myndi heyrast og að réttinda hans yrði gætt. Hlutverk félagsins er meðal annars að hafa for- ystu í hagsmunamálum framhaldsskólanema, að vera upplýsandi um kjara- mál framhaldsskólanema og að hafa forystu í félags- starfi og félagsmálafræðslu. Þá mun SÍF leitast við að vera leiðandi í upplýsinga- gjöf um nám á framhalds- kólastigi. Samband íslenskra framhaldsskóla- nema stofnað FRAMHALDSSKÓLANEMAR Hlutverk félagsins er meðal ann- ars að hafa forystu í hagsmuna- málum framhaldsskólanema. AFMÆLI KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ALÞINGISKONA ER 33 ÁRA Í DAG „Í þessu frumvarpi liggur sú framtíðarsýn að táknmálið muni njóta sömu virðingar og önnur mál hér á landi, sömu virðingar og íslenska tungan.“ Katrín Júlíusdóttir á Alþingi nýlega þegar hún mælti fyrir frumvarpi um að táknmál yrði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnar- skertra og daufblindra. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, Þórarinn Kjartansson Forstjóri Bláfugls, Mýrarási 15, Reykjavík, sem lést laugardaginn 17. nóvember, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnst hans er vinsamlegast bent á að láta hjálpar- og björgunarsveitir, Hjartavernd, Reykjalund eða aðrar hjálparstofnanir njóta þess. Guðbjörg A. Skúladóttir Kjartan Þórarinsson Skúli Þórarinsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristján J. Þorkelsson vélstjóri, áður búsettur að Boðahlein 5, Garðabæ. lést á Hrafnistu miðvikudaginn 21. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 28. nóvember nk. kl. 15.00. Kristján E. Kristjánsson Áslaug Gísladóttir Brynhildur Kristjánsdóttir Stefán Sigurðsson Auður Kristjánsdóttir Roger Olofsson Alfa Kristjánsdóttir Sigmar Þormar Bárður Halldórsson Grétar Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður, mágs og afa, Erlings Bertelssonar Unnarbraut 13b, Seltjarnarnesi. Marga Thome, Katrín Erlingsdóttir, Kristján Freyr Einarsson, Erlingur Snær Kristjánsson, Sigríður Bertelsdóttir, Alfons Thome, Agathe Hahn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Lilju Ingimarsdóttur, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Auðbjörg Díana Árnadóttir Jón Hermannsson Ingimundur Árnason Jónína Þórarinsdóttir Ingvi Jens Árnason Ása Helga Halldórsdóttir Ingimar Arndal Árnason Dace Rumba Rakel Árnadóttir Bjarni Vestmann og ömmubörn. HLÍN AGN- ARSDÓTTIR leikstjóri og rithöfundur er 54 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.