Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2007 29 UMRÆÐAN Orkumál Samkvæmt heimasíðu Orkustofnunar dugar nýtanlegur hitaforði í jarðskorpu landsins okkur í fjörutíu þúsund ár. Algengt viðmið segir okkur að það teljist 1.333 kynslóðir. Íslendingabók – þessi á netinu – fullyrðir að ég sé 27. ættliður frá Agli Skallagríms- syni. Orkuforðinn endist okkur því fimmtugfalt kynslóðabilið milli mín og Egils á Borg. Fyrir rúmri öld var jarðhitinn tal- inn til tjóns á jörðum. Í hverina álp- aðist fénaður og stundum fólk og óslægja gat verið umhverf- is þá. Nú er jarðhitinn tal- inn til hlunninda. Fyrst nýttu menn heitar lindir, þá hveri á yfirborðinu, síðan boranir í lághita- svæðin og loks boranir á háhitasvæðum. Við frum- stæða tækni var auðlindin lítil en mat á stærð hennar hefur vaxið, ekki bara með aukinni tækni heldur ekki síður með aukinni þekkingu. Nú standa yfir tilraunir með djúpbor- anir eftir orku. 40.000 árin gætu því orðið 400.000 eða 4.000.000. Umhverfis sjónarmið draga veru- lega úr stærð hinnar nýtanlegu auð- lindar og sú spurning vaknar í þeirri umræðu sem nú stendur um virkj- anir almennt hvort það sé útbreitt mat meðal þjóðarinnar að auðlindin sé hreinlega ekki fyrir hendi. Ég nefni þetta hér því eitt af þeim atriðum sem nefnd voru í grein Láru Hönnu Einarsdóttur hér í blað- inu í gær voru efasemdir um sjálf- bærni jarðhitanýtingar. Sjálfbær nýting auðlindar er sú nýting sem ekki skerðir möguleika komandi kynslóða til að nýta hana. Þekkingin sem aflað er með nýtingu jarðhit- ans nú tel ég auka möguleika kom- andi kynslóða til að nýta þessa sömu auðlind, ekki skerða hana. Það er leitt ef ég hef misboðið Láru eða öðrum með því að finnast það síðra að 80 prósent athuga- semdanna, sem bárust við frum- matsskýrslu um fyrirhugaða Bitru- virkjun, reyndust samhljóða. Orkuveita Reykjavíkur lítur svo á að mat á umhverfisáhrifum eigi að betrumbæta hugsanlegar fram- kvæmdir. Þess vegna eru allar ábendingar jafngildar og fjölbreyti- leiki þeirra eykur líkurnar á því að leiðir til betrumbóta finnist. Þá vil ég drepa á það atriði greinar Láru sem hún kýs að kalla hótun mína eða blekkingu. Þar vísar hún til þeirra ummæla minna að það geti verið að aðrir aðilar en Orkuveita Reykjavíkur geti haft áhuga á að virkja jarðhitann á Hengilssvæðinu. Það sem ég átti við er að Hveragerðisbær og Ölfus ásamt Rarik hafa farið með virkj- ana áform í Grændal rétt norðan Hveragerðis í gegnum umhverfis- mat. Þá er landið sem fyrirhuguð Bitruvirkjun stendur á ríkisjörð og ríkið á þrjú orkufyrirtæki. Skipulagsvald er í höndum sveitar félaganna í landinu og kjósi sveitarstjórn að skjóta stoðum undir atvinnulíf með því að skipu- leggja virkjunarsvæði er ekki hægt að gefa sér að eitthvert tiltekið fyrir tæki eigi þar nýtingarrétt um aldur og ævi. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er lögum samkvæmt sam- keppnismarkaður og stjórnarskrá- in segir okkur að hér sé atvinnu- frelsi. Það eru staðreyndir málsins og hvorki hótun né blekking felst í því að benda á þær. Höfundur er upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Fjörutíu þúsund ár EIRÍKUR HJÁLMARSSON UMRÆÐAN Umhverfismál Í gær var gefin út viðvörun því stillt var í veðri og kalt en það eru kjörað- stæður fyrir svif- ryks- mengun – svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur umsjón með loftmælingum og gefur út slíkar viðvaranir til almennings ef talið er að fólk með viðkvæm öndunarfæri, astma eða lungna- sjúkdóma þurfi að forðast fjöl- farnar umferðargötur. Í Reykja- vík stafar loftmengun fyrst og fremst af vegasamgöngum. Nokkrir þættir hafa áhrif á loft- gæðin í Reykjavík og tengjast þeir margir áherslum yfirvalda og borgarbúa. Reykjavíkurborg veitir m.a. ökumönnum sem velja bifreiðar sem menga minna tæki- færi til að leggja ókeypis í gjald- skyld stæði borginni. Umhverfis- svið borgarinnar vill einnig sýna gott fordæmi með því að leigja visthæfar bifreiðar og kaupa reið- hjól til að starfsmenn geti skroppið á þeim á fundi eða í eftirlit í nágrenni. Í hjólreiðaáætlun sem borgin vinnur nú að er gert ráð fyrir að reiðhjólið verði alvöru samgöngutæki. Umhverfissvið hefur látið hanna vefmæli þar sem almenn- ingur getur séð hver loftgæðin eru hverju sinni. Þennan mæli má sjá á heimasíðu Reykjavíkur- borgar, umhverfissviðs, mennta- sviðs og leikskólasviðs. Þá er skólastjórum í grunnskólum og leikskólum tilkynnt um það í tölvupósti ef ástæða þykir til að gefa út við vörun vegna svifryks- mengunar. Reykjavíkurborg vill finna leiðir til að draga úr mengun og er skuldbundin til þess samkvæmt reglugerð (nr. 521/2002) en þar segir að svifryksmengun megi ekki fara oftar en 23 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári. Dregur úr þessum skiptum til árs- ins 2010 en þá verða skiptin aðeins sjö. Bæði borgaryfirvöld og íbúar þurfa því að leggja sitt af mörk- um til að ná þessu mikilvæga markmiði. Fjölmargt er hægt að gera til að draga úr svifryksmengun, m.a. að breyta ferðavenjum, nota almenn- ingssamgöngur, ganga og hjóla úr og í skóla og vinnu og nota góð vetrardekk í stað nagladekkja. Höfundur er formaður umhverfis- ráðs Reykjavíkurborgar. Spornað gegn svifryki ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON D i g i t a l S o u n d P r o j e c t o r Yamaha heimabíó fæst hjá söluaðilum um land allt. Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is P IP A R • S ÍA • 7 2 3 2 0 Með einum Yamaha YSP heimabíóhátalara færðu hljóðið úr öllum áttum, fyrir framan þig, aftan - frá öllum hliðum. Aðeins einn hátalari, engir bakhátalarar eða snúrur um allt gólf. Yamaha er leiðandi í heimabíóum og með tækni, sem er upprunnin frá Yamaha (Digital Sound Projector), er hljóðbylgjunum beint á nákvæman hátt í ólíkar áttir úr einum hátalara. YSP heimabíó frá Yamaha er til í mismunandi stærðum, þú velur þá sem hentar þér best. Komdu í Hátækni og fáðu svarið við því hvaðan hljóðið kemur með Yamaha YSP. Hvaðan kemur hljóðið? YSP-1100YSP-900 Komdu og heyrðu í YSP-línunni frá Yamaha YSP-4000YSP-3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.