Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 16

Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 16
16 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Fjöldi trúfélaga á Íslandi hefur tvöfaldast á tæpum tuttugu árum. Gyðingar á Íslandi hafa ekki formlegt trúfélag. Forsvarsmaður þeirra segir lítinn áhuga á stofnun trúfélags enda sé erfitt að iðka hér trú sína eftir reglum gyðinga. Fjöldi trúfélaga hefur tvöfaldast á Íslandi frá árinu 1990. Þá voru þau fjórtán talsins en 29 í fyrra. Á þessum sextán árum hafa bæst við trúfélög á borð við Heimsfriðar- samtök fjölskyldna, Baptistakirkj- una og Félag múslíma á Íslandi. Enginn gyðingur hefur hins vegar verið skráður í sérstakt trúfélag gyðinga á þessum tíma. Michael Levin hefur verið í for- svari fyrir gyðinga á Íslandi. Hann segir að gyðingarnir hafi með sér lauslegan og mjög óformlegan félagsskap en þeir séu svo fáir á Íslandi að ekki sé hægt að skrá sér- stakt trúfélag fyrir þá. Til þess þurfi ákveðinn lágmarksfjölda og þótt undanþága fengist hjá Hag- stofunni sé áhuginn ekki nægur. Það hafi verið kannað. „Ég hef búið hér í tuttugu ár og það er einhver starfsemi í gangi en fólk kemur og fer,“ segir hann. „Trúfélagið starfar mjög lauslega í dag og það hefur breyst lítið.“ Michael segir að á Íslandi séu til- tölulega fáir menn gyðingatrúar og engin hjón, aðeins einhverjir sem eru giftir Íslendingum. Enginn þeirra hafi menntun eða leyfi til þess að vera rabbíni. „Það er líka mjög erfitt að vera gyðingur á Íslandi og sinna trúnni. Það eru vissar reglur sem þarf að fara eftir, til dæmis í mataræði, og það er voðalega erfitt. Það er helst ef maður er grænmetisæta. Hér eru heldur engin samkomuhús þannig að þetta vindur upp á sig,“ segir hann og telur nánast ógjörn- ing fyrir heittrúaða gyðinga að búa á Íslandi og sinna trúnni. Þeir hljóti að gefast upp. Michael segir gyðingana hafa reynt að sinna siðum og reglum gyðinga við sérstök tækifæri, til dæmis við andlát. „Við höfum farið eftir okkar reglum og reynt að standa okkur í því. Svo hefur verið ein og ein ferming og það er kannski allt í lagi að það sé hægt að fermast samkvæmt trúnni. En þetta er allt mjög lauslegt og mjög tarkmarkaður áhugi,“ segir hann. Þegar listi yfir trúfélög lands- manna er skoðaður kemur í ljós að félagafjöldinn var mjög misjafn og nokkur félög með innan við fimm- tíu trúfélaga í fyrra. Þannig voru til dæmis Heimsfriðarsamtök fjöl- skyldna með fjóra trúfélaga, Reykjavíkurgoðorð með átján og Samfélag trúaðra með 40. Rúmlega 350 eru skráðir í Félagi múslíma á Íslandi. Tæplega átján þúsund voru skráðir í öðrum trúfélögum og ótil- greindum og átta þúsund utan trú- félaga. ghs@frettabladid.is Ekkert trúfélag gyðinga á Íslandi FÁIR GYÐINGATRÚAR Michael Levin, forsvarsmaður gyðinga á Íslandi, segir að fáir séu gyðingatrúar á Íslandi. MATARÆÐI GYÐINGA Gyðingar hafa sitt eigið mataræði. Þeir borða ekki svínakjöt eða afurðir sem innihalda dýrafitu. Þeir blanda fæðutegundum ekki saman og meðhöndla matinn eftir sérstakri hefð sem kölluð er „kosher“. Þeir leggja áherslu á grænmeti, ávexti og fisk í mataræði sínu, snæða ekki skeldýr og blanda ekki saman blóði og mjólkurmat. Þeir hafa sérstakar reglur sem gilda um brauð og notkun hnífapara. Gyðingar hafa sérstakar hefðir, til dæmis um nafngjöf. Faðir gefur barni nafn á áttunda degi eftir fæðingu og er sonur umskorinn við það tækifæri. Trúarlíf gyðinga stjórnast af almanaki með fjölda hátíða. Hvíldardagur er á laugardögum. Miðstöð trúarathafna er sýnagógan en guðsþjónustu er hægt að halda í heimahúsi. Alls staðar þar sem tíu gyðingar koma saman er hægt að halda fullgilda guðsþjónustu, eftir því sem fram kemur á Wiki- pediu. MINNSTU TRÚFÉLÖGIN Fjöldi trúfélaga 2006 Heimsfriðarsamtök fjölskyldna 4 Reykjavíkurgoðorð 18 Baptistakirkjan 31 Samfélag trúaðra 40 Sjónhæðarsöfnuður 59 Zen á Íslandi - Nátthagi 63 Heimild: Hagstofa Íslands „Ég er farin að undirbúa aðventu og hlakka til jólanna. Í dag skrifaði ég pistil á www.tru.is um góðverkadaga- tal sem við hengjum upp heima í stað hefðbundins jóladagatals og ég fékk svona aðventufiðring,“ segir Adda Steina Björnsdóttir, verkefnisstjóri upplýsinga- og samkirkjumála hjá Biskupsstofu. „Annars hef ég undanfarið séð um námskeið hjá Leik- mannaskóla Þjóðkirkjunnar um trúarbrögð á Íslandi. Þar fæ ég meðal annars fulltrúa ýmissa trúfélaga til að koma og segja frá. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt því að oft fylgir hópur með frummælanda. Um daginn voru til dæmis fjölmargir múslimar og nokkrir Bahá´íar á námskeiðinu og mjög líflegar umræður. Næst verða fulltrúar Ásatrúarfélagsins og búddistar. Núna er ég að leggja lokahönd á fréttablað Þjóðkirkjunnar, Víðförla, sem kemur út fjórum sinnum á ári. Þá get ég strikað það út af verkefnalistanum sem liggur fyrir framan mig og inniheldur upplýsingamál, erlend samskipti, skýrslur og margt sem snertir samstarf við önnur kristin trúfélög og önnur trúarbrögð. Hér er alltaf meira en nóg að gera en það róast yfirleitt hér á skrifstofunni í desember því að þá fer allt í annan gír og hvorki starfsfólk kirknanna né aðrir hafa tíma til að tala við okkur vegna anna. Ég er að myndast við að vera í námi í Háskólan- um og nýti kvöld og helgar í það. Annars held ég að þessi hugmynd um nám með vinnu sé alls ekki góð – maður er alltaf á síðasta snúningi og þetta er ógurlegt stress. En ég trúi alltaf á betri tíð og núna er hún handan hornsins – aðventan og jólin.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ADDA STEINA BJÖRNSDÓTTIR, VERKEFNISSTJÓRI HJÁ BISKUPSSTOFU Farin að undirbúa aðventuna Söguslóðir róna „Ég mun sakna húsanna. Þetta er að mörgu leyti mjög sérstakt hverfi þarna þar sem nokkrir af frægustu rónum landsins bjuggu.” GUÐMUNDUR TÝR ÞÓRARINSSON Í GÖTUSMIÐJUNNI SÉR EFTIR HÚS- UNUM Í GUNNARSHOLTI. Visir.is 22. nóvember Ólympus auðmanna „Það ætti kannski frekar að búa til sérstakt friðland fyrir auðmenn, gefa þeim eins og eitt fjall, sem við getum horft upp til í aðdáun eða fyrirlitningu.“ VAL GUNNARSSYNI, RITHÖFUNDI, ÞYKIR AUÐMENN BEST GEYMDIR Á KÁRAHNJÚKUM. Fréttablaðið 22. nóvember ERFITT MEÐ MATARÆÐIÐ Gyðingar hafa ekki með sér formlegt trú- félag á Íslandi. Michael Levin, forsvarsmaður þeirra, segir að erfitt sé að vera virkur í trúnni á Íslandi því að hér séu engin samkomuhús og erfitt að fara eftir þeim reglum sem gilda, til dæmis í mataræði. „Það er engum blöðum um það að fletta að gengi íslenska landsliðsins hefur verið afar slakt og undir öllum vænt- ingum sem til þess eru gerðar,“ segir Gunnar Örlygsson, fyrrverandi alþingis- maður, sem nú er í feðraorlofi. Málefni karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið mikið til umræðu og hefur Gunnar, sem er fyrrverandi körfu- knattleiksmaður, fylgst vel með þeim. „Ég hef hins vegar fulla trú á því að Ólafur Jóhannesson nái að byggja upp gott landslið sem byggja mun á góðum varnarleik og svo skyndisókn- um. Ég sá nokkur batamerki í leik landsliðsins gegn Dönum en þó er allt of snemmt að fara að dæma verk þjálfarans svo skömmu eftir að hann tekur við.“ Gunnar hefur skoðun á því hvað veldur þessu slaka gengi landsliðsins. „Það er nú einu sinni þannig í íþrótt- unum að þegar mönnum gengur illa þá missa menn sjálfstraust og þá rúllar óheppnin eins og snjóbolti sem safnar utan á sig og erfitt er að stoppa hana.“ SJÓNARHÓLL GENGI ÍSLENSKA KARLA- LANDSLIÐSINS Í KNATTSPYRNU Misstu sjálfstraustið GUNNAR ÖRLYGSSON Það eru vissar reglur sem þarf að fara eftir, til dæmis í mataræði. MICHAEL LEVIN FORSVARSMAÐUR GYÐINGA Á ÍSLANDI. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.