Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 12
12 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR GÖTULEIKARI Í ASTEKABÚNINGI Á Zocolo-torgi í Mexíkóborg mátti nú í vikunni sjá þennan götuleikara skrýdd- an astekabúningi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Slæleg bílbeltanotkun Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af tíu ökumönnum á hálftíma í gær, sem ekki notuðu bílbelti við akstur. Lögreglan sinnti eftirliti með bílbelta- notkun á Engjavegi við Vallaskóla á Selfossi, en að sögn lögreglu gættu ökumenn þess að börn þeirra notuðu bílbelti. LÖGREGLUFRÉTTIR Hraðfundur öldungadeildar Öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman á þriðjudag, en fundi var slitið eftir aðeins 22 sekúndur. Með fund- inum kom meirihluti demókrata í veg fyrir að Bush forseti notfærði sér þing- hlé í tilefni af þakkargjörðardegi til að skipa umdeilda menn í laus embætti, eins og hann hefur áður gert. BANDARÍKIN Jólahressing í boði Íbúum á Selfossi og annars staðar í Árborg mun verða boðið upp á hressingu þegar jólasveinarnir birtast í byggð á aðventunni. Þetta er hluti af samstarfi sveitarfélagsins við ýmsa aðila um viðburði á komandi aðventu. ÁRBORG BANDARÍKIN, AP Tólf ára drengur réðst á þrettán ára bróður sinn með hníf og stakk hann vegna rifrildis um hvað horfa ætti á í sjónvarpinu. Eldri bróðirinn liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi og sá yngri er í haldi lögreglunnar í Phoenix. Bræðurnir höfðu verið að rífast yfir fjarstýringunni þegar sá yngri fór inn í eldhús og sneri til baka með tólf sentimetra langan hníf sem hann notaði til að stinga bróður sinn í kviðinn að sögn talsmanns lögreglunnar, Robs Howe. Sjö ára gömul systir bræðranna var í næsta herbergi. - sdg Rifrildi yfir fjarstýringunni: Stakk bróður sinn í kviðinn DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður á Blönduósi hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hóta að kyrkja, hengja og drepa lögreglumenn sem voru við skyldustörf. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á bílastæði á Blönduósi hótað lögreglumanni lífláti með orðun- um „Ég drep þig“. Þá ýtti hann við öðrum lögreglumanni á svæðinu og reyndi að slá til hans með krepptum hnefa. Nokkrum mánuðum síðar hótaði maðurinn tveimur lögreglumönn- um sem voru að flytja hann í lög- reglubifreið til Blönduóss. Hann hótaði þeim ítrekað lífláti og lík- amsmeiðingum, meðal annars með orðunum „Ég drep ykkur,“ og „ég ætla að lemja þig“. Þá hótaði hann að kyrkja og hengja lögreglu- mennina. Þá veittist hann að öðrum þeirra og sló ítrekað til hans með krepptum hnefa. Hann náði að kýla lögreglumanninn í höfuðið og í handleggina þegar sá síðarnefndi reyndi að verjast árásinni. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi. Hann á að baki nokkurn saka- feril, þar á meðal umferðarlaga- brot, fíkniefnabrot og líkamsárásir. Með afbrotum sínum nú rauf hann skilorð. Dómurinn var skilorðs- bundinn til þriggja ára. - jss Dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni: Hótaði að drepa lögreglumennina Í LÖGREGLUBIFREIÐINNI Atvikin sem maðurinn var dæmdur fyrir áttu sér meðal annars stað í lögreglubifreið. HEILBRIGÐISMÁL Svanur Sigur- björnsson lyflæknir segir að of mikið sé um að foreldrar neiti börnum sínum um bólusetningar. Ástæðuna fyrir því telur hann vera þá hve nýaldarfræði hafa hlotið mikinn hljómgrunn hér á landi. Talsmenn þeirra ali á ótta gagnvart læknisfræði en haldi að fólki lof- orðum um að blómadropar og hómópataremedíur geti gert sama gagn og lyf og bólusetningar. „Mér finnst þessi gervivísindi í mikilli sókn hér á landi. Það er erf- itt fyrir leikmanninn að greina á milli þess sem er rétt og rangt í þessum efnum,“ segir hann. Svanur segir að þótt hann hafi ekki viljað deila við þá foreldra sem hafi ákveðið að neita börnum sínum um bólusetningu telji hann það skyldu sína barnanna vegna að reyna að tala foreldrana af skoðun sinni. Hann hafi hlustað eftir þeim kenningum sem for- eldar báru við gegn bólusetning- um, kannað réttmæti þeirra og komist að því að ekki voru til nein- ar vísindalegar sannanir sem studdu skoðanir þeirra. „Það eru ekki til neinar haldbærar rannsóknir sem sanna tengsl einhverfu eða kvikasilfurs eitrunar sem mest er haldið á lofti,“ segir Svanur. Hann segist einnig hafa reynslu af því að þeir sérfræðingar sem mæli til að mynda með blómadropameðferð og hómópatíu virðist hvorki vita hvað bólusetning sé né hverju hún hafi komið til leiðar. Þær milljónir manna sem bólusetningar hafi bjargað frá dauða og örkumlum verði seint taldar. „Það er alvarlegt að fólki sé lofað bata og öryggi án þess að nokkrar sannanir liggi að baki,“ segir Svanur. - kdk Læknir segir nýaldarfræði varhugaverða: Foreldrar hafna bólusetningu barna BÓLUSETNINGAR Svanur segir of algengt að foreldrar neiti börnum sínum um þá vörn sem bólusetningar veita. Færist þetta enn frekar í vöxt geti faraldrar blossað upp að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR SVANUR SIGUR- BJÖRNSSON Félagsmálaráðuneytið Evrópuár jafnra tækifæra 2007 Kynbundinn launamunur Aðferðir til úrbóta Ráðstefna 23. nóvember 2007 Jafnréttisstofa í samstarfi við Ár jafnra tækifæra og félagsmálaráðuneytið efnir til ráðstefnunnar Kynbundinn launamunur - Aðferðir til úrbóta þann 23. nóvember kl. 13-16 í Sunnusal Hótel Sögu. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar á kynbundnum launamun sem unnin var upp úr gögnum Hagstofu Íslands um atvinnutekjur þjóðarinnar. Í rannsókninni voru skoðaðar atvinnutekjur og heildartekjur kynjanna, eftir hjúskaparstöðu, aldri og búsetu. Einnig verða ræddar ólíkar aðferðir sem notaðar hafa verið til að vinna bug á þeim vanda sem kynbundinn launamunur er. Dagskrá: 13:00 Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, setur fundinn 13:10 Tekjumunur karla og kvenna: Upplýsingar úr skattframtölum Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Jafnréttisstofu. 13:45 Kynjavöktun í aðdraganda kjarasamninga Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ 14:05 Áform og aðgerðir - til að greina og eyða kynbundnum launamun Sigríður Lillý Baldursdóttir, starfandi forstjóri Tryggingarstofnunnar 14:25 Kaffi hlé 14:45 Tala minna – gera meira Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr 15:05 Markvissar aðgerðir skila árangri Anna Jörgensdóttir, starfsmannastjóri Hafnarfjarðarbæjar 15:25 Pallborðsumræður Fundarstjóri: Mörður Árnason Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.