Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 38
BLS. 6 | sirkus | 23. NÓVEMBER 2007 „Stíllinn minn er afar skrautlegur. Ég elska skæra liti og finnst gaman að blanda þeim saman á óvenjulegan hátt,” segir Sigríður Friðriksdóttir lit- ríka leik- og söngkonan, sem forðast svart og grátt eins og heitan eld- inn. Sigríður situr ekki auðum höndum þessa dagana en hún er á fullu við æfingar á jólafrumsýningu Borgarleikhússins „Jesus Christ Superstar“. Sigríður leikur jafnframt í sýning- unni Gretti en verkið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í tæpt ár. Sigríður á mikið og stórt kjólasafn í öllum regnbogans litum sem hún hefur viðað að sér í gegnum tíðina. „Mér líður best í kjólum og vantar alltaf fleiri í safnið. Ef aðstæður og vöxtur leyfðu væri ég klædd eins og Audrey Hepburn hvern einasta dag,“ bætir Sigríður við sem er heilluð af fatatísku 5. áratugarins. „Ég hef aldrei dottið í þá gildru að snobba fyrir einhverjum ákveðnum merkjum eða búðum en aftur get ég verið sérvitur þegar kemur að fataefnum. Ég reyni að forðast gerviefni og legg áherslu á að efnin séu í senn praktísk og þægileg,” svarar Sigríður aðspurð hvort hún stjórnist af einhverjum hleypidómum í fatakaupum. Sigríður viður- kennir þó að eiga sér sínar uppáhaldsbúðir og segist alltaf fara fyrst í Topshop og Gyllta köttinn þegar hana vanti eitthvað í fataskápinn. En hver eru henn- ar verstu kaup? „Fatakaupin mín í gegnum tíðina hafa ekki gengið slysa- laust fyrir sig. Ég hef þurft að sitja uppi með ýmis tískuslys sem hefðu betur orðið eftir í búðinni,“ svarar Sigríður hlæjandi. Oftar en ekki hafa þó fatakaup Sigríðar slegið í gegn og er afrakstur Lundúnaferðar hennar í sumar ofarlega á lista yfir bestu verslunarferðina. „Ég og vinkona mín þræddum þar markaðina og ég fann æðislegan rauðan kjól sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Pallíettutoppurinn minn á sömuleiðis rætur að rekja til sama leiðangurs og er algjörlega ómissandi í fataskápinn.“ Segir glitrandi leikkonan að lokum. Bergthora@frettabladid.is SKRAUTFJÖÐURIN SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR Gefur lífi nu lit SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR Uppáhaldsflíkin: Fiðrildatoppurinn minn sem ég keypti á markaði í London í sumar. Bestu kaupin: Blái kjóllinn minn sem ég fann í Kolaportinu. Dýrmætasta í fataskápnum: Ullarpeysa frá Handprjónasam- bandinu. Eftirlætis listaverkið: Maí-málverkið eftir Lilju Gunnarsdóttur vinkonu mína. Fyrir hverju ertu veikust: Skóm, ég fæ ekki nóg af þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.