Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 38

Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 38
BLS. 6 | sirkus | 23. NÓVEMBER 2007 „Stíllinn minn er afar skrautlegur. Ég elska skæra liti og finnst gaman að blanda þeim saman á óvenjulegan hátt,” segir Sigríður Friðriksdóttir lit- ríka leik- og söngkonan, sem forðast svart og grátt eins og heitan eld- inn. Sigríður situr ekki auðum höndum þessa dagana en hún er á fullu við æfingar á jólafrumsýningu Borgarleikhússins „Jesus Christ Superstar“. Sigríður leikur jafnframt í sýning- unni Gretti en verkið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í tæpt ár. Sigríður á mikið og stórt kjólasafn í öllum regnbogans litum sem hún hefur viðað að sér í gegnum tíðina. „Mér líður best í kjólum og vantar alltaf fleiri í safnið. Ef aðstæður og vöxtur leyfðu væri ég klædd eins og Audrey Hepburn hvern einasta dag,“ bætir Sigríður við sem er heilluð af fatatísku 5. áratugarins. „Ég hef aldrei dottið í þá gildru að snobba fyrir einhverjum ákveðnum merkjum eða búðum en aftur get ég verið sérvitur þegar kemur að fataefnum. Ég reyni að forðast gerviefni og legg áherslu á að efnin séu í senn praktísk og þægileg,” svarar Sigríður aðspurð hvort hún stjórnist af einhverjum hleypidómum í fatakaupum. Sigríður viður- kennir þó að eiga sér sínar uppáhaldsbúðir og segist alltaf fara fyrst í Topshop og Gyllta köttinn þegar hana vanti eitthvað í fataskápinn. En hver eru henn- ar verstu kaup? „Fatakaupin mín í gegnum tíðina hafa ekki gengið slysa- laust fyrir sig. Ég hef þurft að sitja uppi með ýmis tískuslys sem hefðu betur orðið eftir í búðinni,“ svarar Sigríður hlæjandi. Oftar en ekki hafa þó fatakaup Sigríðar slegið í gegn og er afrakstur Lundúnaferðar hennar í sumar ofarlega á lista yfir bestu verslunarferðina. „Ég og vinkona mín þræddum þar markaðina og ég fann æðislegan rauðan kjól sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Pallíettutoppurinn minn á sömuleiðis rætur að rekja til sama leiðangurs og er algjörlega ómissandi í fataskápinn.“ Segir glitrandi leikkonan að lokum. Bergthora@frettabladid.is SKRAUTFJÖÐURIN SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR Gefur lífi nu lit SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR Uppáhaldsflíkin: Fiðrildatoppurinn minn sem ég keypti á markaði í London í sumar. Bestu kaupin: Blái kjóllinn minn sem ég fann í Kolaportinu. Dýrmætasta í fataskápnum: Ullarpeysa frá Handprjónasam- bandinu. Eftirlætis listaverkið: Maí-málverkið eftir Lilju Gunnarsdóttur vinkonu mína. Fyrir hverju ertu veikust: Skóm, ég fæ ekki nóg af þeim.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.