Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 42
 23. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● miðborgin Kirkjugarðurinn við Suðurgötu er tilvalinn til gönguferða enda má þar finna falleg gömul leiði sem öll segja sína sögu. Hólavallagarður heitir kirkjugarðurinn við Suðurgötu sem vígður var árið 1838. Garð- urinn rammast inn af Ljósavallagötu, Hring- braut, Suðurgötu, Hólatorgi og Kirkju- garðsstíg. Garðurinn er um þrír hektar- ar að stærð en teknar hafa verið rúmlega tíu þúsund grafir þar. Fáar hafa bæst við í seinni tíð enda var land í garðinum á þrot- um strax árið 1932. Síðan þá hafa einung- is verið teknar fráteknar grafir en auk þess duftkersgrafir því duftker má grafa ofan á kistu og þannig lengi hægt að bæta við gröf- um í garðinum. Í tilefni af 150 afmæli kirkjugarðsins árið 1988 skrifaði Björn Th. Björnsson bók- ina Minningarmörk í Hólavallagarði. Þar sagði hann garðinn vera „stærsta og elsta minjasafn í Reykjavík“, sem væri „lifandi safn og saga þeim sem kunna að lesa í hand- bragð steinhöggvara, ráða í tákn og letur- gerðir, hug og verk þess er hvílir undir“. Enda er yndislegt að ganga þrönga stíga innan um fallega legsteina og gömul, stæði- leg tré. Segja má að í Hólavallagarði sé heill skóg- ur. Þó var ekki farið að planta þar trjám fyrr en upp úr aldamótum 1900 og almenn varð gróðursetning ekki fyrr en á árunum milli heimsstyrjalda. Í garðinum ber mest á birki, ilmreyni og silfurreyni. Auk þess talsvert af sitkagreni og alaskaösp. Einnig má sjá lerki og víði, auk ýmiss konar runnategunda. Legsteinar í Hólavallagarði eru margvís- legir og grafskriftir eru margbreytilegar. Þar liggja einnig margir frægir menn sem gaman er að leita uppi í garðinum. Þeirra á meðal eru Jón Sigurðsson forseti, Muggur listmálari, Sigurður Breiðfjörð skáld, Þor- steinn Erlingsson skáld, Hannes Hafstein ráðherra og Guðrún Oddsdóttir sem fyrst allra var grafin í garðinum árið 1838. Boðið hefur verið upp á gönguferðir um garðinn með leiðsögumanni en upplýsingar fást á skrifstofu Kirkjugarðanna í síma 585-2700. - sgi Stærsta og elsta minjasafn í Reykjavík Marga fallega og áhugaverða staði má finna í garðinum. Klukknaport í miðjum garðinum er einn þeirra. Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur. Eitt þekktasta minnismerki Hólavallagarðs er leiði Jóns Yfir tíu þúsund grafir hafa verið teknar í garðinum en lítið hefur bæst við frá árinu 1932. Kirkjugarðurinn við Suðurgötu þjónar sem nokkurs konar útivistarsvæði fyrir miðborgarbúa. Enda yndislegt að labba um þrönga stíga innan um falleg leiði og stæðileg tré. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Unga fólkið hefur löngum átt athvarf í Hinu húsinu í Reykjavík. Þar er vetr- ardagskráin hafin sem er fjölbreytt að venju. Hitt húsið var opnað árið 1991 eftir að hug- myndin að tómstundaaðstöðu fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára hafði legið á borð- um Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um nokkurt skeið. „Húsið var í fyrstu í gamla skemmti- staðnum Þórskaffi í Brautarholti og var að mestu leyti rekið sem dansstaður fyrir ungt fólk. Fljótlega kom þó í ljós að ungt fólk vildi aðstöðu fyrir innihaldsríkari og upp- byggilegri starfsemi á sviði lista, menning- ar og fræðslu,“ segir Ása Hauksdóttir, deild- arstjóri menningarmála í Hinu húsinu. Í dag er Hitt húsið í Pósthússtræti og síð- astliðin sextán ár hefur starfsemin smám saman breyst í menningar- og upplýsinga- miðstöð þar sem ungu fólki er veitt ýmis að- stoð og ráðgjöf. „Það vill svo skemmtilega til að Hitt húsið hefur í ár náð 16 ára aldri eins og unga fólk- ið sem sækir húsið og í tilefni tímamótanna verður blásið til fyrirmyndarteitis í jóla- mánuðinum,“ útskýrir Ása sem segir vetr- ardagskrána þegar vera í fullum gangi. „Vetrardagskráin hófst í haust með tón- leikaröðinni fimmtudagsforleikur sem er alla fimmtudaga í vetur frá kl. 20.00 til 23.30. Nú hafa hátt í þrjátíu hljómsveit- ir stigið á svið og einnig má nefna að Hitt húsið var „off venue“ sena á Icelandic Air- waves þar sem ung og upprennandi bönd spiluðu,“ segir Ása og nefnir einnig nýaf- staðna Unglist, listahátíð ungs fólks ásamt Gallerí tukt þar sem myndlistarsenan á sitt athvarf. Einnig tekur Hitt húsið þátt í Vetr- arhátíð Reykjavíkur í febrúar og í mars tekur rokkið við með Músíktilraunum. Unga fólkið vantar heldur ekki hugmyndir og að sögn Ásu tekur Hitt húsið vel á móti ungu og hugmyndaríku fólki. Nánari upplýsing- ar: www.hitthusid.is rh@frettabladid.is Kúnstir í miðbænum Dansarar í Hinu húsinu búa til dansmyndband. Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningardeildar Hins hússins, segir unga fólkið mjög hugmyndaríkt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.