Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Hinum fimmtán ára Finni Ólafssyni var kippt
inn af götunni og boðið starf hjá Kaffifélaginu
eftir að eigandi staðarins heyrði að hann hefði
meira vit á kaffi en faðir hans.
Finnur Ólafsson er líklega með yngstu kaffibarþjón-
um landsins. Hann er fimmtán ára nemandi í Haga-
skóla en vinnur sér inn dágóðan vasapening með því
að afgreiða kaffi í Kaffifélaginu við Skólavörðustíg
nokkur síðdegi í viku.
Það má segja að starfið hafi komið upp í hendurnar
á Finni en eigandi staðarins bauð honum vinnu eftir að
hafa heyrt á tal hans og föður hans þegar þeir voru að
kaupa kaffi. „Ég fór þarna inn með pabba í sumar og
eigandi staðarins heyrði okkur vera að spjalla. Ég hef
stundum verið að fikta í kaffivélinni hans pabba og
hún tók eftir því að ég vissi meira um kaffi en hann.
Henni fannst það sniðugt og spurði hvort ég vildi koma
að vinna á menningarnótt,“ segir Finnur. Hann sló til,
vaktin gekk vel og í kjölfarið var honum boðið áfram-
haldandi starf.
Finnur segist ekki mikill kaffisvelgur sjálfur en það
sé þó nauðsynlegt að drekka svolítið kaffi í tengslum
við vinnuna til að geta fundið mun. Hann segist tals-
vert vera búinn að fræðast um mismunandi kaffiteg-
undir og kaffimenningu ólíkra landa. „Ég veit ýmis-
legt um brennslu á baunum, mismunandi lögun eftir
löndum og svo um alls konar séreinkenni ítalskrar
kaffimenningar en Kaffifélagið er ítalskur kaffibar,“
segir Finnur.
Hann segist mjög ánægður í starfi og er að vonum
langyngsti starfsmaðurinn. „Ég hugsa að flestir séu
svona um þrítugt en mér finnst gott að starfa með
eldra fólki og hef lært mjög mikið af samstarfs-
mönnum mínum,“ segir hann.
Finnur segir misjafnt hvort krakkar á hans aldri séu
farnir að vinna. „Þeir eru að minnsta kosti fæstir í
svona störfum, meira í að passa eða að vinna í bíó-
húsum,“ segir hann. „Það er svolítið skrýtið að vera
bara kippt inn af götunni en mjög skemmtilegt,“ bætir
hann við. Finnur á von á því að kaffiáhuginn muni
fylgja honum áfram en er þó fyrir löngu búinn að
ákveða hvað hann ætlar að verða. „Ég ákvað að verða
flugmaður þegar ég var fjögurra ára og stefni á flug-
nám strax að loknum menntaskóla.“ vera@frettabladid.is
Yngsti kaffibarþjónninn
Finnur veit ýmislegt um brennslu á baunum og mismunandi lögun eftir löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRÖNSK STEMNING
Á Cafe París er meðal annars
boðið upp á pönnu-
steikta lúðu með
kúrbít, gulrótum
og lime-smjör-
sósu.
MATUR 2
ÍSLENSK SMÁLÚÐA
Verðlaunakokkurinn Brian
Abbott frá Nýfundna-
landi eldar ís-
lenska smálúðu.
MATUR 3
Göngugreining ehf.
Við erum búin að opna!
Finnurðu fyrir þreytu og pirringi í fótum? Eða óþægindum í:
• Baki
• Mjöðmum
• Kálfum
• Hásinum
• Tábergi
Sefur barnið þitt illa vegna þreytu og verkja í fótum?
Tímapantanir
Hringið í síma 8619028 til þess að panta tíma.
Við erum í Síðumúla 33 á 3. hæð.
Fagleg og góð þjónusta
www.gongugreining.is
Ragnheiður Ásta Einarsdóttir, sjúkraþjálfari B.sc.
rae@gongugreining.is
• Hnjám
• Ökklum
• Hælum
• Iljum
Auglýsingasími
– Mest lesið