Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 49
ganga æ lengra til að koma sér áfram, græða og mylja undir eigin afturenda. Mig langaði til að taka þetta skrefinu lengra í bókinni. Þá fór ég að lesa mér til um fyrirtækjanjósnara, ég veit ekk- ert hvort það eru starfandi fyrirtækja- njósnarar á Íslandi í dag, ég bara veit það ekki. En þeir eru hins vegar starf- andi í útlöndum og mig langaði að staðsetja einn svoleiðis hér og sjá hvað hann myndi gera.“ Í bókinni er líka töluvert rætt um ríkidæmi og lúxus. Þegar hún er spurð út í útrásina og alla peningageggjunina segir hún að þessu fylgi mikill kraftur. „Það eru allir að kafna í athafnasemi og það er svo mikill kraftur í loftinu hérna. Ég var einn vetur í Wales og ég fann það svo vel þegar ég flutti heim hvað það var mikill kraftur hérna í loftinu. Vinkona mín var að flytja heim um daginn haf- andi búið í jafnaðarmannasamfélag- inu Svíþjóð þar sem enginn má eiga meira en annar eða skara fram úr. Vin- kona mín fann þetta líka og varð und- irlögð af þessum krafti. Svo er kostur hvað borgin er lítil og maður getur sinnt svo mörgum erindum á dag. Stuttar boðleiðir, stutt í sviðsstjórana og forstjórana og því auðvelt að ná til fólks.“ Er ekkert skrítið þegar þriðji hver maður keyrir um á Range Rover? „Nei, nei, við getum það. Ég meina þeir geta það, ég get það að vísu ekki,“ segir hún og hlær. „En auðvitað er það skrítið og það væri ægilega jákvætt ef þeir keyptu sér frekar Toyota Yaris og notuðu restina í Amnesty Internation- al. En svona er fólk, ég og flestir aðrir.“ Ógnvekjandi á skjánum Sumarið 2005 var Lóa á krossgötum. Henni var sagt upp sem ritstjóra Húsa og híbýla meðan hún var í fæðingaror- lofi. Eftir að uppsagnarfrestinum lauk vissi hún ekki alveg hvað hún vildi gera. En einn daginn fékk hún fjögur símtöl með atvinnutilboðum. Þar af eitt frá forsvarsmönnum NFS. „Mér fannst eins og ég hefði himin höndum tekið því þetta var nákvæmlega það sem ég vildi gera, þáttastjórnandi í sjónvarpi í spjallþætti um fréttatengd mál. Svo fór NFS eins og það fór en þetta var frábær reynsla.“ Hún segir að NFS hafi verið fullmikil bjartsýni. „Sem betur fer urðu ekki snjóflóð, eldgos, náttúruhamfarir eða hryðjuverk á Íslandi þetta tæpa ár sem NFS var til. En eitthvað slíkt hefði getað bjargað NFS. Það var alveg vitað mál að fólk færi ekki að stilla á NFS til að horfa á beina útsendingu af blaða- mannafundum um stýrivaxtaákvörð- un Seðlabankans sem við sýndum stundum beint frá,“ segir hún og hristir hausinn. Hún segist þó hafa verið full af áhuga og bjartsýni enda hafi öllu verið snúið á hvolf til að koma stöðinni í gang. „Og þetta var ókeypis skóli í sjónvarpsmennsku fyrir stóran hóp af fólki og þar á meðal mig.“ Lóa segist hafa verið drullustressuð til að byrja með. „Ég átti mjög bágt með að horfa á mig á skjánum en svo rakst ég á mig endursýnda á skjánum og fékk áfall. Ég hafði aldrei séð mig í sjónvarpinu, hef aldrei átt upptökuvél eða neitt svoleiðis. Ég vissi ekkert hvernig ég liti út nema uppstillt í spegli. Ég hélt að ég væri svo glaðleg og blíð í framan en þegar ég sá sjálfa mig í sjónvarpinu þá blasti við mér saman- hert norn og ég fékk algert áfall.“ Hún segist hafa þurft að breyta allhressi- lega um taktík. „Fólk hafði sagt við mig að ég væri svo illileg á svipinn. Ég skildi ekkert um hvað fólk var að tala fyrr en ég sá sjálfa mig,“ segir hún og er farin að skellihlæja að endurminningunni. „Svo fengum við þjálfun í því hvernig maður beitir andlitinu á skjánum og það kom sér mjög vel og ég lærði fullt af trixum. Hver hreyfing verður svo ýkt á skjánum. Ég hef þá tilhneigingu að setja í brýrnar og það verður svo yfir- þyrmandi þegar dökkbrýnd mann- eskja gerir það. Ég þurfti að læra að slaka á. Fyrsta ráðið sem ég fékk þegar ég byrjaði á NFS var að vera ég sjálf en það er bara rugl, maður á ekki að vera maður sjálfur. Maður verður að nota tækni,“ segir hún og hlær. Þegar hún er spurð hvort hún fái mikil viðbrögð segir hún svo ekki vera. „Ég hélt að maður yrði böggaður svo mikið og fólk væri hringjandi og kvartandi undan meðhöndlun á fréttum en það hefur verið mjög lítið. Ég er reyndar að mestu hætt að fara á barina, það gæti vel verið að maður yrði böggaður þar.“ Rit- dómar eru á næsta leiti og Lóa segist vera logandi hrædd við þá. En það er of seint að snúa við og aldrei að vita nema Lóa setji sig í stellingar rithöf- undarins á ný. En fyrst ætlar hún að taka nokkurra mánaða andlegt frí og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. martamaria@365.is 23. NÓVEMBER 2007 | SIRKUS | BLS. 9 Kíktu inn á nýja og enn flotta ri og tak tu þátt í la ufléttum leik snilld.is Þú gætir u nnið: iPod T ouch iPod Nano …auk fjölda ann arra glæsi legra vinn inga Snilld.is – Upplifðu snilldina Ný snilld k omin í loft ið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.