Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 54
BLS. 14 | sirkus | 23. NÓVEMBER 2007 Þ órhallur er fæddur 11.11 1963. Þar sem hann fær fjóra ása í fæð- ingardegi sínum er hann ókrýndur leiðtogi,“ segir spákonan Sigríður Klingenberg um Þórhall Gunnarsson í Kastljósinu. „Þórhallur er óhræddur við að fara sínar eigin leiðir og óhræddur við að taka það á sig sem hann á ekki. Hann verður því að passa að í kringum hann verði sterk fram- varðasveit sem vinnur verk sín vel. Hann er óvenju næmur og mun það koma í ljós eftir því sem hann verður eldri að hann gæti búið yfir skyggni- gáfu. Það má líkja Þórhalli við bamb- us, ekkert brýtur hann, þú getur í mesta lagi beygt hann en hann verður bara beinni og sterkari fyrir vikið. Þórhallur er rosalega trygglyndur og þeir sem eru það heppnir að njóta vináttu hans verða öruggir því hann passar sína. Hans starfsframi er rétt að byrja, honum munu ekki halda nein bönd. Hann verður áfram í sjón- varpinu og á eftir langan tíma þar og þótt hann yrði sjónvarpsstjóri þá yrði hann áfram á skjánum. Þórhallur er fimma, eins og undirrituð, og er þar af leiðandi með munninn alveg hreint fyrir neðan nefið og er orðheppinn með ólíkindum en hlýr, ástríkur og góður kærasti. Þórhallur er búinn að vera á erfiðu ári, það er búið að vera of mikið að gera og hann þarf að finna ráð til að slaka meira á. Hann er að fara á ár lítilla breytinga en hann mun finna einhvern í byrjun næsta árs sem gæti orðið hans hægri hönd og tekið af honum mesta ómakið. Það kæmi mér ekki á óvart að Þórhallur yrði forseti einn góðan veður- dag.“ Gæti orðið forseti SPURNINGAKEPPNI sirkuss ■ Bragi Valdimar 1. La vie en rose. 2. Pass. 3. Get ekki munað það. 4. Hef ekki hugmynd. 5. Megas og Senuþjófarnir. Hannes Heimir bar sigur af hólmi og hampar því níunda sigri sínum. Hannes hlaut sex stig af tíu möguleg- um á móti þremur stigum Braga Valdimars, Bragi skorar á hinn alvitra Guðmund Kristin Jónsson, hljómsveitarmeðlim Hjálma, að slá út „Buffið“ Hannes. 1. Hvað heitir kvikmyndin sem byggist á lífi frönsku leikkonunnar Edith Piaf sem frumsýnd var á dögunum? 2. Hvaða íslenski myndlistarmaður sýnir verk sín af alheimsfegurðardrottingum á Kjarvalsstöðum? 3. Hvað heitir skáldsaga Árna Þórarinssonar sem kom nýverið út? 4. Í síðustu viku hóf fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson, betur þekktur sem Ási, sölu á hönnun sinni á netinu, en línan er samstarfverkefni þeirra Ása, Ástu Kristjánsdóttur og Andreu Brabin. Hvað heitir fatamerkið? 5. Hverjir sendu frá sér plötuna „Hold er mold“? 6. Hvaða fyrirtæki stendur á bak við íslensku bjartsýnis- verðlaunin sem Guðný Halldórsdóttir leikstjóri hlaut fyrir nokkru? 7. Hver leikstýrir verkinu Konan áður eftir Roland Schimmelpfenning sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku? 8. Nýlega átti sér stað allsérstakt brúðkaup manns og tíkar. Hvar í heiminum var brúðkaupið? 9. Hvaða þrír tenórar leggja hinum íslensku Frostrósum lið á tónleikum þeirra í desember? 10. Hvaða framleiðslufyrirtæki keypti kvikmyndaréttinn að fyrstu glæpasögu Óttars M. Norðfjörð, „Hnífur Abrahams“? SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. TRYMBILLINN OG MEGA „BUFFIГ HANNES HEIM- IR HELDUR ÁFRAM SIGURGÖNGU SINNI. HANNES JAFNAÐI MET HELGA SELJAN MEÐ ÁTTUNDA SIGRI SÍNUM Á MÓTHERJANUM ÁSGRÍMI SVERRISSYNI DAGSKRÁRGERÐARMANNI OG KVIK- MYNDASPEKÚLANT Í SÍÐUSTU VIKU. ÁSGRÍMUR SKORAÐI Á BAGGALÚTINN BRAGA VALDIMAR SKÚLASON TIL AÐ BINDA ENDA Á SIGURGÖNGU HANNESAR. HÉR MÆTIR HANNES BRAGA. 6 RÉTT SVÖR 3 RÉTT SVÖR■ Hannes Heimir 1. La vie en rose. 2. Birgir Snæbjörn Birgiss. 3. Dauði trúðsins. 4. Ég man það ekki. 5. Hjálmar. 6. Ekki hugmynd. 7. Einar Falur. 8. Á Indlandi. 9. Kolbeinn Ketilsson, Gunnar Guðbjörnsson og Jóhann Friðgeir. 10. Zik Zak. 6. Icelandair. 7. Pass. 8. Á Indlandi. 9. Það get ég munað. 10. Saga film. Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is ÓKRÝNDUR LEIÐTOGI „Það má líkja Þórhalli við bambus, ekkert brýtur hann, þú getur í mesta lagi beygt hann en hann verður bara beinni og sterkari fyrir vikið,“ segir Sigríður Klingen berg um Þórhall Gunnars- son. Í kringum þingkosningarnar í vor var ég búinn að vera lengi slappur, ég var alltaf þreyttur og syfjað- ur. Á mjög skömmum tíma missti ég 6 kg en tengdi þessi dæmigerðu einkenni sykursýki meira við álag- ið sem var á mér á þessum tíma. Eftir erfiðan kosn- ingaslag ætlaði ég að taka því rólega og ná mér af síþreytunni og slappleikanum sem hafði hrjáð mig, en ekkert gerðist,“ segir Birkir Jón Jónsson, þing- maður Framsóknarflokksins, um aðdraganda veik- inda sinna. Birkir Jón er aðeins 28 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hefur honum skotið hratt upp á stjörnuhimin Framsóknarflokksins. Birkir hefur gegnt störfum fyrir flokkinn í tæpan áratug og verður að teljast framsóknarmaður í húð og hár. Birkir hefur setið í mörgum nefndum fyrir Alþingi og gegndi meðal annars stöðu aðstoðarmanns félagsmálaráðherra á árunum 2001-2003. „Fyrirhuguð ferð mín til Úkraínu í júní síðastliðn- um ýtti við mér að leita læknishjálpar. Ég gat ekki hugsað mér að lenda á austur-evrópsku sjúkrahúsi ef eitthvað út af brygði og ákvað því að fara í læknis- skoðun áður en ég héldi út fyrir landsteinana. Í kjöl- farið fór í ég rannsóknir og var greindur með insúl- ínháða sykursýki.“ Í tilfelli Birkis er sykursýkin ættgeng og hafa margir í fjölskyldunni hans glímt við þessa sömu tegund af sykursýki. Insúlínháð syk- ursýki, sem er oft kölluð sykursýki 1, verður til þegar brisið framleiðir ekki insúlín í nægilegu magni og án insúlíngjafar getur sjúkdómurinn leitt til dauða. Það sem kom Birki einna mest á óvart eftir að hann greindist með sykursýkina er hversu margir glíma við sykursýki á Íslandi en talið er að í kringum 4.700 Íslendingar þjáist af sykursýki. Í tilfelli Birkis skaut sykursýkin seint upp kollin- um en það er algengt að þessi týpa sykursýki grein- ist hjá börnum og unglingum. „Frá því að sjúk- dómsgreiningin lá fyrir hef ég reynt að nálgast sjúkdóminn með jákvæðum hætti. Líf mitt hefur svo sannarlega tekið stakkaskiptum frá því að ég greindist og margar jákvæðar lífsstílsbreytingar hafa orðið á lífi mínu í kjölfarið. Ég fór aftur að hreyfa mig og stunda núna reglulega líkamsrækt auk þess sem mataræðið hefur breyst til batnaðar. Ég má ekki neyta sykurs í miklu magni og því er sælgæti og súkkulaði ekki lengur á boðstólum og sömuleiðis er afar óhollt að drekka léttvín, það er því ýmislegt sem hefur þurft að víkja af matseðlin- um, “ segir Birkir aðspurður hvers hann sakni mest úr „gamla, góða“ mataræðinu. Birkir tekur þó fram að matseðill hans sé ekkert miklu frábrugðnari því sem áður var fyrir utan óhollustuna sem hefur þurft að víkja. „ Til að byrja með var erfitt að venj- ast því að þurfa að sprauta sig þrisvar á dag en það hefur komist upp í vana og í dag gæti ég varla verið hressari. Sykursýki er enginn dauðadómur og ef fólk hugsar vel um sig er lítið mál að lifa með sjúk- dómnum,“ segir Birkir að lokum. bergthora@frettabladid.is BIRKIR JÓN, ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS, LÆTUR ENGAN BILBUG Á SÉR FINNA BIRKIR JÓN JÓNSSON Greindist með sykursýki Rétt svör: 1. La vie en rose. 2. Birgir Snæbjörn Birgisson. 3. Dauði trúðsins. 4. E-label. 5. Megas og Senuþjófarnir 6. Alcan. 7. Hafliði Arngrímsson. 8. Á Indlandi. 9. Jóhann Friðgeir, Kolbeinn Ketilsson, Gunnar Guðbjörnsson. 10.Framleiðslufyrirtækið Zik Zak. Varist vinsæla veitingastaði og bari Það er fátt vandræðalegra en að lenda á næsta borði við fyrrverandi „félaga“ sem hefur deilt aðeins meiru með manni en einum drykk á Kaffibarnum þegar farið er á fyrsta deit. Því ber að varast 101 Reykjavík eins og heitan eldinn þegar kemur að því að ákveða stað fyrir stefnumótið. Hótelbarir eins og Loftleiðir og Hótel Saga koma sterkir inn og ætti að vera lítið mál að redda íverustað yfir nóttina ef út í það færi. Hverfisbarir eins og Kringlukráin, Nikkabar og Ölver eru vel geymd leyndarmál þar sem rómantík svífur yfir sveittum hamborgara, ódýru öli og einum Jolene slagara og ætti að vera fullkomin uppskrift að hressu stefnu- móti. Skildu bílinn eftir heima Eftir einn ei aki neinn. Einn drykkur á milli vina getur létt andrúmsloftið svo um munar á fyrsta stenfumótinu og létt um málbeinið, vandræðalegheitin fara á minnsta kosti á bið þangað til daginn eftir. Ekki prófa eitthvað nýtt Það er hvorki staður né stund að prófa eitthvað nýtt á fyrsta stefnumótinu. Hafir þú aldrei borðað með prjónum ættir þú að taka fálega öllum uppástungum um austurlenska veitingastaði og beina spjótunum á öruggari mið. Fatnaður sem veitir þér öryggi Veldu þér föt fyrir stefnumótið sem þér líður vel í. Ekki fara í þrengstu gallabux- unum sem þú getur varla setið í án þess að hneppa frá eða flegnasta bolnum sem krefst stöðugrar brjóstahagræðingar. Réttur farði Ekki vera of mikið máluð. Settu á þig hyljara frá Bobbi Brown svo að baugarnir komi ekki í gegn. Bobbi fæst í Lyfjum og heilsu og Hagkaupum. Maskari og gloss ættu svo að duga það sem eftir lifir kvölds, engar ban- anaskyggingar og engar meikklessur, takk. ■ 5 leiðir til að gera stefnumótið þolanlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.