Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 69

Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 69
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2007 37 Sýning á verkum Kristjáns Guð- mundssonar verður opnuð í Safni, samtímalistasafni á Laugavegi 37, í kvöld kl. 20. Kristján Guð- mundsson er meðal virtustu og áhrifamestu samtímalistamanna Íslendinga. Frá því hann sýndi verk sín fyrst með SÚM-hreyf- ingunni árið 1969 hefur Kristján ögrað fyrirframgefnum hug- myndum um daglegt líf og fjallað um hversdagsleg fyrirbæri á ljóð- rænan og nýstárlegan hátt. Myndlist Kristjáns á sterkar rætur í hugmyndalist og um það bera til dæmis „Teikningar“ hans vott, en í þeim eru grafít og pappír, undirstöðuefni hefðbund- inna teikninga, sett saman á margvíslegan hátt. Þá hefur Kristján unnið töluvert með tíma- hugtakið og naumhyggju, svo sem í teikningum sínum og gler- verkum. Á sýningunni í Safni verður áhersla lögð á að sýna verk úr safneign Safns, en henni tilheyra 32 verk og telst það stærsta safn verka Kristjáns í heiminum. Kristján vinnur einnig verk sér- staklega fyrir sýninguna. Sýning Kristjáns verður síð- asta sýning Safns þar sem það lokar um áramótin. Enn er óvíst hvort Safn á sér framtíð í öðru húsnæði og því ljóst að lokunin er mikill missir fyrir íslenska sam- tímalist. - vþ Kristján á lokasýningu Safns Sýningin Songs with dirty words verður opnuð á morgun kl. 18 í gall- erí BOXi, Kaupvangsstræti 10 á Akureyri. Listamennirnir sem sýna þar að þessu sinni koma alla leiðina frá Skotlandi og heita Niall Mac- Donald og Ruth Barker. Á sýning- unni verða til sýnis prentverk, skúlptúrar og teikningar. Niall MacDonald stundar meist- aranám við Glasgow School of Art. Hann vinnur með prentverk, skúlptúra og innsetningar. Ruth Barker útskrifaðist með meistaragráðu frá Glasgow School of Art árið 2004. Hún er einn af sýn- ingarstjórum Washington Garcia Gallery í Glasgow. Ruth vinnur með teikningar, skúlptúra og texta. Allir sem áhuga hafa eru vel- komnir á opnunina. Sýningar- gestum verður boðið upp á íslenska kjötsúpu, grænmetissúpu og skoskt viskí. - vþ Dónaleg orð frá Skotlandi MYNDLIST Verk eftir Kristján Guðmunds- son. SKOTAR Listamennirnir Ruth og Niall. Vatnsendahvarf – Tónahvarf II Atvinnuhúsnæði Úthlutun á byggingarétti Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á lóðum 1, 3, 5 og 7 við Tónahvarf II* undir atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum. Lóðirnar eru frá u.þ.b. 4800 m2 til 6400 m2. *Athugið að götuheitið Tónahvarf II er ekki endanlegt. Smáralind Vatnsendahvarf Kópavogskirkja 1 3 5 7 Kambavegur Tónahvarf Tónahvarf II Skipulagssvæðið er hluti af heildarskipulagi Vatnsenda og verður ýmis þjónusta sameiginleg. Ætlast er til að atvinnuhúsnæðið falli vel að umhverfi svæðisins og fyrirhugaðri og núverandi byggð í Vatnsendahvarfi. Af lóðunum greiðast gatnagerðar– og yfirtökugjöld. Yfirtökugjöld vegna lóða eru kr. 14.300 á m2 í lóð en gatnagerðargjöld kr. 9.988 á m2 í húsnæði. Gjöldin taka mið af byggingavísitölu sem er 376,7 stig og breytast með henni. Gert er ráð fyrir að ofangreindar lóðir verði byggingar- hæfar í september–október 2008. Úthlutunargögn fást afhent á Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð. Einnig er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu Kópavogs www.kopavogur.is. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15.00 mánudaginn 3. desember 2007. Vakin er athygli á að fyrirtækjum sem sækja um er skylt að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2006. Byggingarétti á lóðum verður úthlutað með fyrirvara um samþykkt aðal- og deiliskipulags. Bæjarstjórinn í Kópavogi P IP A R • S ÍA • 7 23 27

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.