Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 66
34 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Júlíkvartettinn heldur tónleika í bíósal Duus-húsa í Reykja- nesbæ á sunnudaginn kemur. Tónleikarnir hefjast stundvís- lega kl. 16. Júlíkvartettinn er skipaður þeim Júlíönu Elínu Kjartans- dóttur og Rósu Hrund Guð- mundsdóttur fiðluleikurum, Sesselju Halldórsdóttur víólu- leikara og Auði Ingva dóttur sellóleikara. Þær starfa allar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hafa líka leikið saman sem kvartett í mörg ár. Sérstakir gestir Júlíkvartettsins á tónleikunum verða þau Aðalsteinn Axelsson gítarleikari, Bjarni Benediktsson saxófónleikari, Rúnar Þór Guð- mundsson tenór, Sigtryggur Kjartansson píanó- leikari og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir sópransöng- kona, en þau eru öll nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Auk þess munu nokkrir kennarar skólans koma fram með kvartettinum og nemend- unum. Efnisskráin er fjölbreytt að þessu sinni og má á henni finna verk eftir jafn ólíka höfunda og Andrew Lloyd Webber, Antonín Dvorák, Hoagy Carmi- chel, Wolfgang Amadeus Mozart og Joaquin Rodrigo. Tónleikarnir eru liður í sam- starfi Félags íslenskra tónlistarmanna og Félags íslenskra hljómlistarmanna við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Tónlistarfélag Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Samstarfið hlaut styrk úr Tónlistarsjóði. Suðurnesjamenn og aðrir eru eindregið hvattir til að mæta á þessa tónleika, sem verða mjög fjölbreyttir og sérstakir. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan að húsrúm leyfir. - vþ Fjölbreytt efnisskrá og góðir gestir JÚLÍKVARTETTINN Kemur fram með góðum gestum á sunnudag. > Ekki missa af … Sýningunni „Daagblaðið Víísir“ í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en henni lýkur á sunnudaginn. Á sýningunni má sjá íslenskar fréttaljósmyndir frá árunum 1960-2000. Ljósmyndasafn Reykjavíkur er í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15, og er aðgangur ókeypis. Kl. 17 Þeir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Guðni Ágústsson kynna bók sína „Guðni – Af lífi og sál“ í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 í dag kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir. Tilkynnt var í gær við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands sem Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar stóð fyrir að Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður með meiru, yrði fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Fen- eyjum 2009. Í þann mund sem athöfnin stóð yfir voru menn í óða önn að pakka saman í Feneyjum sýningu Steingríms Eyfjörð Kristmundssonar sem staðið hefur frá í vor og á fjórða tug þúsunda gesta sótti. Framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar, Christian Schoen, stýrði athöfninni í gær og flutti þakkarorð þeim mörgu sem lögðu sýningunni í Feneyjum lið í sumar, sýningarstjóranum Hönnu Styrmisdóttur, styrktaraðilum öllum og ráðuneytinu. Christian stóð að baki þeirri ákvörðun að draga sýningarhald Íslands að Stóra kanal, býsna langt frá aðalsýningar- svæðinu í austurhluta Feneyja þar sem sýningarhald tvíæringsins er jafnan. Var sýningu Steingríms komið fyrir í Palazzo Bianchi Michiel þar sem grunn- hæðin gaf möguleika á talsvert góðu rými til sýningar- haldsins. Sýningin vakti talsverða athygli, fékk lof- samlega dóma í meðal annars Observer og Kunstforum international. Verður sýningin sett upp í heild í janúar hér í Listasafni Reykjavíkur en það kom að framkvæmdinni með tilleggi í hina myndar- legu sýningarskrá. Menntamálaráðherra lýsti vilja sínum til sóknar á þessum mikilvæga stað í hinum alþjóðlega myndlistar- heimi. Það væri einlægur vilji sinn að gera betur en í gær og fyrradag: síðan tilkynnti hún að Ragnar Kjartans son yrði fulltrúi Íslands í sumarbyrjun 2009. Það er valnefnd skipuð þeim Rúrí, Christian Schoen og Hafþóri Yngvasyni sem ræður þessari tilskipan en hún naut ráðgjafar máttarstólpa í íslensku mynd- listarlífi. Ragnar var að vonum ánægður, nýkominn frá Fen- eyjum þar sem hann leit á Tvíæringinn og skoðaði aðstæður. Hann sagði að nú væri hann bara í fegurðar- drottningarfílingnum, hann vissi ekki hvað hann fengi af fjármagni til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, né heldur hvort enn yrði notast við höll hins bjarta Mikaels. Hann var reyndar mest í kossum og faðmlögum meðan blaðamaður reyndi að tala við hann. Viðbrögðin við sýningu Steingríms á alþjóða- vettvangi vekja með ungum myndlistarmanni vonir um að hann nemi ný lönd: Steingrímur sýnir í haust á Max Protetch Galleríinu í New York og mun koma til álita sem þátttakandi í Manifesta og tvíæringnum í Berlín. Ragnar sér því leik á borði. Ragnar er fæddur 1976 í Reykjavík. Hann er sonur þeirra Guðrúnar Ásmundsdóttur, leikskálds, leik- konu og leikstjóra, og Kjartans Ragnarssonar, leik- stjóra og leikskálds, og er alnafni afa síns, sem var mikill frumkvöðull í íslenskri myndlist. Ragnar byrj- aði ungur að koma fram, var um árabil kórdrengur í Landakoti, en sneri sér síðan á námsárum að tónlistar- flutningi í hinni geðþekku hljómsveit Kósý. Hann stundaði nám við Listaháskólann og hefur frá útskrift lagt sig eftir ýmsum listformum. Hann er þekktastur sem tónlistar maður með hljómsveitum á borð við Trabant og Funerals, en hefur sem myndlistarmaður tekið þátt í fjölda samsýninga, sett upp installationir eða innsetningar, framið gerninga, unnið með mynd- bönd, olíu, teikningar, ljósmyndir og fleira. Hann er nýkominn frá New York þar sem hann var við gern- inga og einkasýningu hans í Nýló er nýlega lokið. Hann vinnur nú við smíði á leikmynd fyrir sviðsetn- ingu Benedikts Erlingssonar á leikverkinu Sólarferð í Þjóðleikhúsinu. Þátttaka íslenskra myndlistarmanna í Feneyjum var lengi stopul og áttu þeir sér ekki annað skjól en gestasali uns gamli finnski skálinn var laus. Íslenskir arkitektar hafa aldrei tekið þátt í Feneyjatvíæringn- um sem haldinn er á móti myndlistartvíæringnum, né hefur Íslendingum tekist að komast á kvikmynda- hátíðina með verkefni. Við eigum því marga sigra óunna á eyjunum undan Pó. pbb@frettabladid.is Raggi fer til Feneyja MYNDLIST Ragnar fagnar ásamt samherjum í Listasafninu í gær. Nú tekur hugmyndavinna við og fjársöfnun til að hrinda í framkvæmd sýningu sem verður opnuð eftir tæp tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tón list arh átíð á Ga uki á St öng og O rga n í k völ d Org an G aukur á Stö ng Mot ion Boy s Ultr ame gat echn oba ndið Ste fán Blo odg rou p DJ Gho zt DJ Cue llar DJ Mat ti Spr eng juhö llin Hjal talí n Dikt a Tón leik arn ir hefj ast kl. 2 2.30 Hús in o pna kl. 22.0 0 Náðu þér í miða strax Forsa la á m idi.is Verð k r. 200 0 - arm bönd gilda á báða staði na P IP A R • S ÍA • 7 2 3 3 6 Gerðuberg • www.gerduberg.is • sími 575 7700 GERÐUBERG Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.