Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 4
4 10. desember 2007 MÁNUDAGUR GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,0918 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,50 61,80 125,00 125,60 89,98 90,48 12,063 12,133 11,215 11,281 9,569 9,625 0,5514 0,5546 97,16 97,74 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SAGA AF BLÁU SUMRI ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR KRABBAR Í KERI, APPELSÍNUR Í POKA, KLUKKUSAFN Þórdís Björnsdóttir „EINS OG VIÐVARANDI FANTASTÍSKT AUGNABLIK" –ÁHH, VÍÐSJÁ D Y N A M O R E Y K JA V ÍK BANDARÍKIN, AP Joe Biden, sem fer fyrir þingflokki demókrata í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, sagði í gær að dómsmálaráðherrann væri vanhæfur til að hafa yfirum- sjón með rannsókn á því hvernig stóð á því að myndbandsupptökur af yfirheyrslum leyniþjónustunn- ar CIA yfir tveimur grunuðum hryðjuverkamönnum var eytt. Biden, sem er formaður utan- ríkismálanefndar öldungadeildar- innar og sækist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs á næsta ári, vitnaði til þess er núver- andi dómsmálaráðherra, Michael Mukasey, neitaði því er hann sat fyrir svörum þingnefndar í október síðastliðnum að kalla það pyntingar þegar sá sem er yfir- heyrður er látinn fá á tilfinning- una að hann sé að drukkna. Tilkynnt var á laugardag að dómsmálaráðuneytið og innra eftirlit myndu sameinast um rann- sókn á málinu. „Hann er sami maður og gat ekki skorið úr um það hvort „vatnsaðferðin“ væri pyntingar og hann á nú að fara fyrir þessari rannsókn,“ sagði Biden og tók fram, að hann hefði sem fulltrúi í nefndinni sem sá um þingyfir- heyrslurnar til staðfestingar Mukaseys í embætti, greitt atkvæði gegn staðfestingunni. - aa MICHAEL MUKASEY Ber sem dómsmála- ráðherra ábyrgð á rannsókninni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Deilt á Bandaríkjaþingi um rannsókn á eyðingu CIA-yfirheyrslumyndbanda: Biden segir ráðherra vanhæfan SJÁVARÚTVEGUR Síldveiðar hafa gengið nokkuð vel það sem af er vertíð að sögn Ólafs Á. Einars- sonar, skipstjóra Álseyjar frá Vestmannaeyjum. Álsey landaði nýlega um 800 tonnum af síld. Ólafur segist nær eingöngu hafa veitt í Grundarfirði síðustu vikur. Staðan sé því önnur en undanfarin ár þegar leita þurfti víðar að síldinni. Nú taki skip í leit að síld ávallt stefnuna beint á Grundarfjörð. Ólafur vonar að þessi góða veiði haldi sér þótt auðvitað sé ómögulegt að segja nokkuð til um það. - eá Síldveiðin gengur vel: Álsey landar 800 tonnum LÖGREGLUMÁL Fernt var handtekið á Akureyri í gær eftir innbrot í þrjár vinnuvélar á nýbygginga- svæði við Goðanes. Tilkynnt var um innbrotið í gær- morgun og um hádegisbilið voru fjórmenningarnir handteknir. Þýfi úr vélunum fannst í fórum þeirra og var það fært í hendur réttmæts eiganda sem færði lögreglu kökur og bakkelsi í þakklætisskyni. Að sögn lögreglu var fólkinu sleppt í gær og málið telst upplýst. - þo Fernt handtekið á Akureyri: Brutust inn í vinnuvélar ÞÝSKALAND, AP Innanríkisráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, segir starfsemi Vísindaspekikirkj- unnar (Church of Scientology) brjóta í bága við þýsku stjórnar- skrána og hann muni fela þar til bærri undirstofnun ráðuneytis síns að vinna að því að fá sett lögbann á hana. Þetta var haft eftir Schäuble í vikublaðinu Bild af Sonntag í gær. Áður höfðu innanríkisráðherrar þýsku sambandslandanna sextán ályktað einróma að starfsemin bryti gegn stjórnarskránni og bæri að banna. Vísindaspeki- kirkjan hefur um árabil verið undir eftirliti þýskra stjórnvalda á grundvelli gruns um að hún „stríði gegn friðsamlegri lýðræðisskip- an“ landsins. - aa Vísindaspeki í Þýskalandi: Ráðherra vill banna samtökin WOLFGANG SCHÄUBLE BRUNI „Þetta er náttúrlega ansi sárt enda er þetta tjón upp á að minnsta kosti 70 milljónir,“ segir Ragnar Magnússon, skemmti- staðaeigandi í Reykjavík og eig- andi bifreiðanna tíu sem brunnu til kaldra kola í porti við iðnaðar- húsnæði í Vogunum í gærmorgun. Bílarnir voru allir í dýrari kant- inum. Þarna var til dæmis stór Hummer, tveir bílar af gerðinni BMW auk Prowler og Dodge Charger sem Ragnar segir hálf- gerða safngripi. Bílarnir biðu þess að vera þrifnir og að því loknu hugðist Ragnar selja þá flesta. Félagi Ragnars, Annþór Karlsson sem býr í Vogunum, útvegaði honum geymsluplássið en eigandi lóðar- innar, Ólafur Ragnar Guðsteins- son, vissi ekki af veru bílanna þar. Ekki náðist í Annþór í gær. Lögreglan á Suðurnesjum rann- sakaði brunavettvanginn í gær en ekkert lá fyrir um upptök eldsins í gærkvöld. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að um íkveikju sé að ræða en við getum þó ekki úti- lokað að það hafi kviknað í á annan hátt, til að mynda út frá rafmagni,“ segir Jóhannes Jensson aðstoðar- yfirlögregluþjónn. Hann segir að lögregla telji ekkert grunsamlegt við veru bílanna í portinu en þeir höfðu aðeins staðið þar í örfáa daga. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins höfðu ýmsir bæjarbúar furðað sig á þessum dýru bílum í óvöktuðu portinu og þeir sem blaðið ræddi við í gær voru sam- mála um að það væri „skítalykt af málinu.“ Það voru íbúar í nágrenninu sem urðu varir við eldinn og slökkviliðið var kallað út á sjötta tímanum. „Portið virtist vera alelda þegar við komum á staðinn og það var töluvert um sprengingar,“ segir Sigmundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Greiðlega gekk að slökkva eldinn enda voru aðstæður eins og best var á kosið. Nokkrum klukkustundum fyrr slökkti slökkviliðið eld í gömlum torfkofa á hafnarsvæðinu skammt frá. Lögregla útilokar ekki að brunarnir tveir tengist og að kveikt hafi verið í á báðum stöðum. Ragnar á erfitt með að trúa því að kveikt hafi verið í bílunum af ásettu ráði. „Mér finnst líklegra að einhverjir hafi verið að leika með eld sem hafi farið úr böndunum,“ segir Ragnar. thorgunnur@frettabladid.is Líklegt að kveikt hafi verið í tíu lúxusbílum og báti Tugmilljóna króna tjón varð í Vogum á Vatnsleysuströnd í gær þegar tíu nýlegir bílar brunnu til kaldra kola. Lögregla segir margt benda til þess að kveikt hafi verið í. „Skítalykt af þessu,“ segja íbúar í Vogunum. LJÓT AÐKOMA Lítið er eftir af glæsikerr- unum tíu og spíttbátnum sem einnig var geymdur í portinu. MYND/VÍKURFRÉTTIR SÉÐ YFIR PORTIÐ Annþór, félagi Ragnars, útvegaði geymsluplássið í portinu en þar er algengt að fólk fái að geyma dót. MYND/SVERRIR GENGIÐ 07.12.2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.