Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 60
36 10. desember 2007 MÁNUDAGUR SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 7 16 10 12 7 14 12 16 14 DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 - 8 SAW 4 kl. 8 - 10 HITMAN kl. 6 - 10 7 16 16 16 14 14 SAW 4 kl.6 - 8 - 10 BUTTERFLY ON A WHEEL kl.5.45 - 8 - 10.15 DAN IN REAL LIFE kl.5.45- 8 - 10.15 LA VIE EN ROSE/LÍF RÓSARINNAR kl. 8 - 10.40 ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ 6.-12. DESEMBER APNEA kl. 6 DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 4 - 6 - 8 - 10 DUGGHOLUFÓLKIÐLÚXUS kl. 4 - 6 BEE MOVIE ÍSL. TAL kl. 4 - 6 - 8 HITMAN kl. 5.50 - 8 - 10.10 HITMANLÚXUS kl. 8 - 10.10 DAN IN REAL LIFE kl. 8 - 10.15 WEDDING DAZE kl. 3.40 - 5.50 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 4 THE HEARTBREAK KID kl. 10 DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 - 8 - 10 BUTTERFLY ON A WHEEL kl. 5.45 - 8 - 10.15 ACROSS THE UNIVERSE kl. 5.20 - 8 - 10.40 RENDITION kl. 8 -10.30 VEÐRAMÓT SÍÐUSTU SÝN. kl. 5.40 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu NÝTT Í BÍÓ! FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! 5% 5% 5% Hvað myndir þú gera til að vernda fjölskyldu þína? Pierce Brosnan heldur hjónunum Gerald Butler og Maria Bello í heljargreipum! En ekki er allt sem sýnist í þessari mögnuðu spennumynd! Kalli er sendur á afskekktan sveitabæ til pabba síns þar sem hann villist, lendir í snjóbyl og hittir fyrir bæði ísbjörn og dularfullar verur ofl! Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum! 5% - bara lúxus Sími: 553 2075 SAW IV kl. 8 og 10 16 BEE MOVIE - ENSKT TAL kl. 4, 6 og 8 L BEE MOVIE - ÍSLENSKT TAL kl. 6 L HITMAN kl. 8 og 10 16 ÆVINTÝRAEYJA IBBA kl. 4 L MR. WOODCOCK kl. 10 L LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR Þreföld safnplata með einum ástsælasta dægurlagasöngvara Íslands fyrr og síðar, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, er nýkomin út. Jónatan Garðarsson skrifar inngangsorðin í um- slagi plötunnar og fer þar fögrum orðum um Vilhjálm. „Ég hitti hann nokkrum sinnum þegar ég var strákur. Hann virkaði mjög kurteis og ljúfur maður,“ segir Jónatan, sem er fram- kvæmdastjóri Félags hljómplötu- útgefenda. „Ég var að vinna í bygg- ingarvinnu þegar verið var að stækka húsið sem Hljóðriti (í Hafn- arfirði) var í. Ég var handlangari og var stundum beðinn um að hætta að berja og djöflast þegar upptök- ur voru í gangi. Ég settist stundum í stúdíóið og fékk mér kaffi með þeim. Þetta var svolítið áhuga- verður tími.“ Bílslys í Lúxemborg Vilhjálmur lést á sviplegan hátt í bílslysi í Lúxemborg árið 1978, aðeins 33 ára gamall. „Það var mikil dramatík í kringum það. Þá rann það upp fyrir mér að hann hafði verið talsvert mikið yngri en ég hafði gert mér grein fyrir. Hann var að vinna með sér eldri mönnum og virkaði eins og hann væri eldri á alla sem voru í kringum hann. Þá kviknaði minn áhugi því hann hafði verið í báðum heimunum, í tónlist sem var vinsæl á undan honum og svo steig hann eiginlega yfir í sína kynslóð alveg undir lokin,“ segir Jónatan, sem segir að Vilhjálmur hafi verið afkastamikill með ein- dæmum. „Hann hljóðritaði gríðar- lega mikið á stuttum tíma og var í fullu námi og að fljúga. Hann afkastaði eiginlega því sem flestir gera á heilli mannsævi á mjög stuttum tíma.“ Músíkalskur og ljóðrænn Á nýju safnplötunni eru öll bestu lög Vilhjálms á borð við Söknuður, Bíddu pabbi og Lítill drengur. Jónatan segir að Vilhjálmur hafi tvímælalaust verið einn af bestu söngvurum okkar tíma. „Hann var með hreina og klingjandi rödd og hann var mjög músíkalskur og ljóð- rænn. Það var greinilega mjög mikil músík í þessari ætt, enda var hann bróðir Ellýjar Vilhjálms. Hann var ábyggilega stór áhrifa- valdur á söngvarana sem á eftir honum komu og hafði til dæmis örugglega áhrif á Björgvin (Hall- dórsson), þótt Björgvin hafi eflaust ekki verið að spá mikið í hann á þessum tíma,“ segir hann. „Þessi vandaði textaflutningur Vilhjálms er líka áberandi, hversu vel hann tekur utan um setningarnar og orðin, eins og til dæmis Björgvin hefur gert. Á þessum tíma voru ekki margir yfirburðasöngvarar í hans aldursflokki og hann sker sig svolítið úr hvað það varðar.“ freyr@frettabladid.is Ljúfur og kurteis maður VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Vilhjálmur lést á sviplegan hátt árið 1978 aðeins 33 ára. JÓNATAN GARÐARSSON Jónatan segir að Vilhjálmur hafi tvímælalaust verið einn af bestu söngvurum okkar tíma. Færeyska hljómsveitin Boys in a Band bar sigur úr býtum í alþjóð- legu hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands sem var haldin í London. Hljómsveitin Cliff Clavin, sem vann undankeppnina hér á landi, lenti í sjötta sæti. Boys in a Band er íslenskum tónlistaráhugamönnum að góðu kunn því hún spilaði á Iceland Air- waves-hátíðinni í október og þótti standa sig afar vel. Fær hún í verðlaun sex milljónir króna og tónleikaferð um heiminn. Undankeppnin hér heima þótti jafnframt takast með miklum ágætum. Bandarísku rokkararnir í Skid Row mættu óvænt á úrslita- kvöldið á Gauki á Stöng og afhentu sigurlaunin við góðar undirtektir viðstaddra. Færeyingar unnu BOYS IN A BAND Hljómsveitin Boys in a Band á tónleikum sínum á Lídó á Iceland Airwaves-hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nicky Wire úr hljómsveitinni Manic Street Preachers segir að Radiohead hafi gert lítið úr tónlistariðnað- inum með því að leyfa fólki að ráða hvort og þá hversu mikið það borgaði fyrir nýjustu plötu sveitarinnar, In Rainbows. „Það var gott hjá Radiohead að gera eitthvað öðruvísi. Þetta var augljóslega góð auglýsing fyrir þá en ég held að þetta uppátæki gerir lítið úr tónlist,“ sagði Wire. „Tónlist var eitt sinn hluti af markaði en núna er allt orðið stafrænt. Sala á kvikmyndum og tölvuleikjum gengur vel en ekki sala á tónlist. Þessi ókeypis niðurhöl eru að eyðileggja iðnaðinn.“ Ósáttir við Radiohead MANIC STREET PREACHERS „Ég er ekki frá því að þarna hafi tveimur pönkurum skotið upp á yfirborðið þrátt fyrir að hvorugur þeirra hafi verið fæddur á pönk- tímabilinu,“ segir Gunnar Helga- son en í gær stóð hann ásamt Þor- valdi Bjarna Þorvaldssyni fyrir opnum söngprufum fyrir söng- leikinn Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason. Auglýst var eftir ungum karl- mönnum sem gætu leikið og sung- ið. „Það skráðu sig um þrjátíu manns, bæði lærðir og ólærðir leikarar. Þeir þurftu að spila á gítar og trommur og syngja bæði diskó og pönk. Það var nauðsyn- legt að hafa diskóið með svo strák- arnir nýtist í önnur atriði sýning- arinnar.“ Gunnar segir að margir hafi uppfyllt kröfurnar þótt þær væru miklar. „Það var úr vöndu að ráða. Við störðum á hvern manninn á fætur öðrum skella sér á bak við trommusettið. Það var bara eins og allir ungir menn í dag kynnu á trommur,“ segir hann og hlær. Það var Þórir Sæmundsson sem hreppti aðalhlutverkið í sýning- unni eftir prufurnar á fimmtudag. Vigdís Pálsdóttir leikur aðalkven- hlutverkið, Rósu diskó, en Selma Björnsdóttir fer einnig með stórt hlutverk. „Þórir er að leika í Skila- boðaskjóðunni núna en eftir pruf- una var ljóst að hann er mjög pönkaður og tilvalinn í hlutverk Nonna pönk. Hann átti að leika annað og minna hlutverk en það má segja að hann hafi pönk- að sig upp í aðalhlut- verkið.“ Ástin er diskó, lífið er pönk verður frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu í apríl á næsta ári. Æfingar hefjast þann 18. febrú- ar. - sók Pönkaði sig upp í aðalhlutverk OPNAR PÖNKPRUFUR Gunnar Helgason fékk þrjátíu stráka í söngprufu fyrir söng- leikinn Ástin er diskó, lífið er pönk. „Það var bara eins og allir ungir menn í dag kynnu á trommur.“ FARA MEÐ AÐALHLUT- VERK Vigdís Hrefna Pálsdóttir fer með aðalhlutverkið í nýjum söngleik eftir Hallgrím Helgason. Selma Björnsdóttir fer einnig með stórt hlutverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.