Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 10. desember 2007 25
BRÉF TIL BLAÐSINS
UMRÆÐAN
Heilbrigðismál
Vitneskja foreldra um skyn-samlega notkun sýklalyfja
skiptir höfuðmáli ef árangur á að
nást til að draga úr óþarfa notkun
sýklalyfja og frekari þróun sýkla-
lyfjaónæmis. Þetta eru m.a. hluti
af niðurstöðum doktorsritgerðar
undirritaðs sem nýlega hefur
verið til ítarlegrar umfjöllunar
erlendis.
Vakin er athygli á hvað aðrar
þjóðir geti lært af reynslu Íslend-
inga. Alþjóðlega heilbrigðisstofn-
unin (WHO) leggur áherslu á að
ekki þurfi alltaf að meðhöndla
vægar sýkingar sem lagast af
sjálfu sér með sýklalyfjum svo
sem vægar miðeyrnabólgur til að
sporna gegn hratt vaxandi þróun
sýklalyfjaónæmis. Sýklalyfja-
notkunin hefur engu að síður auk-
ist hér á landi um 18% að meðal-
tali á hvert mannsbarn á aðeins
þriggja ára tímabili sem síðustu
sölutölur ná yfir til ársins 2006 á
sama tíma og verulega hefur
dregið úr sýklalyfjanotkun í
flestum öðrum löndum. Almennt
hefur verið talið að íslensk börn
séu mjög heilbrigð og að íslenska
heilbrigðiskerfið sé með
því besta sem þekkist.
Samt hefur sýklalyfja-
notkun verið meiri á
Íslandi en hinum Norður-
löndunum svo og sýkla-
lyfjaónæmið. Í dag þurfa
börn stundum að leggjast
inn á sjúkrahús til sér-
tækrar sýklalyfjameð-
ferðar í æð þar sem venju-
leg sýklalyf virka ekki
alltaf lengur til að ráða
niðurlögum sýkinga sem
áður var auðvelt að meðhöndla.
Mikið hefur verið rætt um
slæma heilsu tengda þjóðfélags-
breytingum og því ekki fjarri lagi
að leita skýringa þar einnig á
úrlausnum á algengasta
heilsuvanda íslenskra
barna sem eru eyrna-
bólgurnar. Gæðaþróun-
arverkefnið sem dokt-
orsritgerðin byggir á um
notkun sýklalyfja hjá
börnum var framkvæmt
innan heilsugæslunnar í
samstarfi við Sýkla-
fræðideild LSH yfir 10
ára tímabili á höfuð-
borgarsvæðinu, í Vest-
mannaeyjum, á Egils-
stöðum og í Bolungarvík með það
að aðalmarkmiði að draga úr
óþarfa sýklalyfjanotkun. Niður-
stöðurnar sýndu að þriðjungur
barna bera sýklalyfjaónæmar
bakteríur eftir hvern sýklalyfja-
kúr sem smitast auðveldlega milli
barna og vísbendingar eru um að
sýklalyfjameðferð við vægum
eyrnabólgum geti aukið hættu á
endurteknum sýkingum og þörf á
hljóðhimnurörum síðar. Leitað var
eftir skýringum tengdri búsetu og
viðhorfum foreldranna sjálfra til
ávísana á sýklalyf. Á Egilsstöðum
var skilningur foreldra á skyn-
samlegri notkun sýklalyfja áber-
andi bestur og þar dró úr sýkla-
lyfjanotkun barna um 2/3
jafnframt sem börnum fækkaði
sem þurftu að fá hljóðhimnurör.
Mikilvægi skilnings foreldra á
úrlausnum er því augljós og skipt-
ir þjóðfélagið allt miklu máli sér-
staklega þegar afleiðingarnar geta
verið alvarlegar, svo sem aukin
tíðni sýkinga og aukið
sýklalyfjaónæmi. Mikilvægar
ályktanir til úrbóta sem draga má
af niðurstöðunum eru að gefa þarf
foreldrum veikra barna góðan
aðgang að heilsugæslu þar sem
lögð er áhersla á möguleg önnur
úrræði en ávísun á sýklalyf af
minnsta tilefni, fræðslu og eftir-
fylgni. Tímaskortur foreldra
vegna vinnuálags og takmarkaður
réttur til að geta verið heima hjá
veiku barni á daginn ræður hins
vegar einnig miklu hvaða úrlausna
er leitað í heilbrigðisþjónustunni.
Höfundur er heilsugæslulæknir.
Ofnotkun sýklalyfja á Íslandi
Umburðarlyndi
Séra Sighvatur Jónsson, sóknar-
prestur á Húsavík, skrifar:
„Ég er alveg fordómalaus.“ Þessi
fullyrðing er í sjálfu sér mikill hleypi-
dómur.
Á unglingsárum mínum stundaði
ég nám í enskuskóla í Englandi. Ég
bjó hjá fjölskyldu sem hýsti nokkra
nemendur skólans. Þar var múslimi
sem tók fram bænateppið sitt fimm
sinnum á dag og baðst fyrir með því
að snúa sér í átt til Mekka. Eitt kvöld-
ið fórum við saman á krá og drukkum
nokkrar ölkrúsir. Hann sagðist ekki
mega drekka áfengi samkvæmt
siðum múslima en nú væri hann
fjarri heimalandinu. Því gæti hann
drukkið. Síðar kom í ljós að hann var
samkynhneigður.
Ég sat mörgum árum síðar á bekk í
Minneapolis og beið eftir strætisvagn-
inum. Við hliðina á mér sat svartasti
maður sem ég hafði séð. Blásvart
andlitið var rúnum rist, óþefurinn lá
í loftinu. „Nú er það svart, maður“,
hugsaði ég. Hann ávarpaði mig en ég
svaraði honum ekki vegna fordóma
minna.
Ég fór á landsleik á Laugardals-
vellinum. Sætið í gömlu stúkunni
var betra en bekkurinn í Minnesota
forðum. Stemningin stigmagnaðist.
Áhorfendur gátu vart haldið vatni af
hrifningu eða vandlætingu yfir gangi
leiksins. Ég hreifst með og lét ýmis-
legt yfir mig ganga, t.d. kaffislettur.
Brátt fór ég að hrópa í vandlætingar-
tóni með áhorfendaskaranum: „Út af
með dómarann!“
Það er erfitt að vera múslimi og
eiga líflát yfir höfði sér fyrir samkyn-
hneigð. Það er torvelt að vera litinn
hornauga vegna húðlitar. Það er örð-
ugt að vera dómari í knattspyrnu. Það
er erfiðast að dæma sjálfan sig.
Á vegferð minni hef ég komist í
kynni við fólk af öllum kynþáttum
með ólíkan menningarbakgrunn, trú
og siði. Þessi kynni hafa laðað fram
jákvætt hugarfar í mínu dagfari. Ég
hef jafnan litið í eigin barm og barist
við mína hleypidóma. Ég á töluvert
langt í land með að verða fordóma-
laus en ég leitast við að bera virðingu
fyrir fólki í ljósi gullnu reglunnar.
Sjálfsskoðunin hefur aukið dóm-
greind mína. Fyrir það er ég þakklátur.
Það er lífstíðarverkefni að sigrast á
eigin hleypidómum.
Jólatilboð fraktflugs
Flugfélags Íslands gerir þér
kleift að senda pakka frá
1–10 kg, af hverju sem er,
á alla áfangastaði
fyrir aðeins 700 kr.
Tilboðið gildir frá
10. til 18. desember.
SENDU JÓLAPAKKANA
HRATT OG ÖRUGGLEGA
flugfelag.is
Akureyri 460 7060
Egilsstaðir 471 1210
Ísafjörður 456 3000
Reykjavík 570 3400
Vestm.eyj. 481 3300
sími:
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
4
01
72
1
2/
07
1-10 KG Á
VILHJÁLMUR
ARI ARASON