Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 56
32 10. desember 2007 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Bæði núverandi og fyrrverandi leikarar í rokkóper- unni Jesus Christ Superstar hittust í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu í tilefni af frumsýningu nýjustu uppfærslunnar 28. desember. Rokkóperan Jesus Christ Superstar, sem er eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice, var fyrst sýnd hérlendis í Austurbæjarbíói árið 1973. Þá fór Guð- mundur Benediktsson með hlutverk frelsarans en á væntanlegri sýningu í Borgarleikhúsinu bregður Krummi úr Mínus sér í það hlutverk. Leikstjóri er Björn Hlynur Haraldsson og með önnur stór hlutverk fara Jens Ólafsson, Lára Sveinsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Jóhann G. Jóhannsson. Rokkóperan var síðast sýnd á Íslandi árið 1995 þar sem Pétur Guðmundsson, sonur Guðmundar Bene- diktssonar, lék aðalhlutverkið. Var hún sýnd fyrir fullu húsi og sáu hana um tuttugu þúsund manns, sem er svipaður fjöldi og sá fyrstu uppfærsluna 1973. Þrír frelsarar hittust PÉTUR OG UNNUR Pétur Einarsson, sem leikstýrði fyrstu sýning- unni árið 1973 og er í kórnum í nýju sýning- unni, hitti kollega sína í Borgarleikhúsinu. Með honum á myndinni er danshöfundurinn Unnur Guðjónsdóttir. RÆDDU MÁLIN Steinþór Sigurðsson, sem hannaði leikmyndina árið 1973, Ragnar Hólmarsson leikmyndasmið- ur og Erna, kona Steinþórs, ræddu málin. >VISSIR ÞÚ? Leikkonan Queen Latifah þolir ekki þegar fjölmiðlar fjalla um kynhneigð hennar. Hún er samkynhneigð og stefnir brátt á hjónaband með kærustu sinni síðastliðin fjögur ár, Jeanette Jenkins. Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35% ÞRÍR FRELSARAR Frelsararnir þrír, Guðmundur Benediktsson, Krummi og Pétur Guðmunds- son, báru saman bækur sínar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM Björgvin Halldórsson blés til mikillar veislu í Laugar- dalshöllinni þegar söngvar- inn hélt sína fyrstu jólatón- leika. Björgvin hélt þrenna tónleika um helgina, tvo á laugardeginum og eina á sunnudeginum. Óhætt er að segja að Bó hafi verið í miklu stuði en hann viðurkennir að hafa verið pínulítið stressaður fyrir þá fyrstu. „En það hvarf allt þegar ég sá að allt var á sínum stað,“ sagði Björgvin í gær, skömmu áður en hann hóf undirbúning fyrir sunnu- dagstónleikana. „Ég var því furðu afslappaður og leið bara vel,“ bætir hann við. Söngvarinn var himinlifandi með tónleikana á laugardeginum og segir þetta hafa verið ákaflega hátíðlegt. „Þetta var bara alveg æðislegt, troðfullt og allir stóðu sig með það mikilli prýði að það vötnuðu hvarmar,“ útskýrir Björgvin sem var dyggilega studd- ur af tólf gestasöngvurum, barna- kór, Gospelkór Reykjavíkur, 20 manna strengjasveit og úrvalsliði annarra tónlistarmanna. „Þetta var mjög heimilislegt og fólkið tók vel á móti okkur,“ segir Björgvin en hápunktinum var náð þegar tók að snjóa á sviðinu. - fgg Jólasnjór hjá Bó ALDREI BETRI Björgvin fór á kostum í Laugardalshöllinni þegar hann söng öll sín bestu jólalög. HITAÐ UPP Þeir Sigurður Flosason, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson komu tónleikagestum í rétta jólagírinn. ANNA OG GULLA Voru meðal þeirra þrjú þúsund gesta sem lögðu leið sína í Höllina á fyrri tónleika Björgvins. Í HÖLLINNI Guðmundur Sigurjónsson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir skemmtu sér vel í Höllinni. SIGRÚN, EGILL OG LILJA KRISTÍN Sigrún, Egill og Lilja Kristín voru í hátíðarskapi í Laugardalshöllinni. MÚGUR OG MARGMENNI Rúm sex þúsund manns lögðu leið sína í Laugar- dalshöll á laugardaginn þegar Björgvin Halldórsson hélt tvenna jólatónleika. Garðar Thor Cortes syngur fyrir Camillu Parker Bowles og Karl Bretaprins í dag þegar nýju skipi Cunard-skipasmíðafyr- irtæksins verður gefið nafnið Queen Victoria í Southhampton. Um er að ræða gríðarlega mikla sýningu og mun Katherine Jenkins einnig koma fram auk tveggja tenóra og Garð- ars. Fastlega má gera ráð fyrir mik- illi fjölmiðlaumfjöllun enda þykir bresku pressunni fátt jafnskemmtilegt og fréttir af kóngafólkinu og hefur lagt það í vana sinn að túlka hverja hreyfingu og sér- hvert bros á sinn einstaka hátt. Ekki er algengt að Camilla og Karl komi fram við svo opinberar athafnir og því verður kastljósinu eflaust beint að þessum umdeildustu hjónakornum Bucking- ham-hallar í háa herrans tíð. Reiknað er með því að athöfnin verði sýnd í beinni útsendingu á Sky-sjónvarpsstöðinni en það fékkst ekki stað- fest. Ekki lá fyrir í gær hvort Elísa- bet Bretadrottn- ing eða synir Karls, Harry og Vilhjálmur, yrðu viðstödd en það verður hins vegar að teljast afar líklegt að einhver af þeim mæti á svæðið. Yrði það þá síst til þess að minnka fjölda ljós- myndara. En í það minnsta er reiknað með því að forsætisráðherrann Gordon Brown og ríkisstjórn hans verði í hópi þeirra tvö þús- und fyrirmenna sem fylg- ist með nafngiftinni og Garðari. Garðar syngur fyrir kóngafólkið UMDEILD Hjónaband Karls og Camillu hefur alltaf verið á milli tann- anna á fólki í Bretlandi enda var hún ástkona Karls á meðan hann var giftur Díönu. STÓRVIÐBURÐUR Garðar syngur fyrir Camillu Parker og Karl Bretaprins í dag þegar nýju skipi Cunard-skipasmíðafyrir- tækisins verður gefið nafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.