Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 8
8 10. desember 2007 MÁNUDAGUR
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali.
Gæðaryksugur frá Siemens.
Virkilega þrífandi hrífandi.
Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn.
Er ekki upplagt
að fá sér ný ljós
fyrir jólin?
RV
U
N
IQ
U
E
12
07
02
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Opnu
nartí
mi í
versl
un RV
í des
embe
r:
Mánu
daga
til fö
studa
ga
frá kl.
8:00
– 18:0
0
Lauga
rdaga
frá kl.
10:00
– 16:
00
Ferkantaður diskur, 25cm
3 stk 3.185 kr.
Einar Kristjánsson,
framreiðslumaður
sölumaður hjá RV
Á tilboði í desember 2007
- Valdar gerðir af Pillivuyt postulíni
VARNARMÁL „Þetta er talsvert
merkileg yfirlýsing,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra um þá einhliða
yfirlýsingu Carls Bildt, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, að Svíar muni
ekki sitja aðgerðalausir hjá ef
annað ESB-ríki eða norrænt ríki
verður fyrir árás.
„Ég hef áður sagt að Svíþjóð
mun ekki vera óvirkt ef áfall eða
árás er gerð á annað ESB-land. Nú
nær þetta líka til Noregs og
Íslands,“ hefur norska dagblaðið
Aftenposten eftir Carl Bildt og
hefur eftir honum að þetta hljóti
að vera gagnkvæmt.
Ingibjörg Sólrún segir að yfir-
lýsing Bildt sé til marks um þá
þróun sem eigi sér stað í sænskum
stjórnmálum á sviði utanríkismála.
Svíar ætli sér að auka hlut sinn í
samstarfi á sviði öryggis- og
varnarmála í Evrópu.
„Ég var búin að skynja þessa
þróun en yfirlýsingin sem slík
kemur mér nokkuð á óvart, ekki síst
vegna þess að það virðist ekki vera
það breiður stuðningur við hana,“
segir utanríkisráðherra. - ghs
SKYNJAÐI ÞRÓUNINA „Ég var búin að skynja þessa þróun en yfirlýsingin sem slík
kemur mér nokkuð á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Svíar sitja ekki aðgerðalausir ef ráðist er á Ísland:
Yfirlýsingin kemur
ráðherra á óvart
1. Hver er höfundur nýrrar
bókar um málarann Erró?
2. Hvaða leikmaður Manchest-
er United skoraði sitt 100.
úrvalsdeildarmark um helgina?
3. Hvað heitir breski kajak-
ræðarinn sem fór huldu höfði í
þrjú ár?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
LISSABON, AP Leiðtogar aðildar-
ríkja Evrópusambandsins og Afr-
íkusambandsins luku fundi sínum
í Lissabon í gær án þess að
mjakast nær sátt um nýtt ramma-
samkomulag um viðskipti milli
grannálfanna tveggja. Að svo
skyldi fara bætti gráu ofan á
svart eftir að deilur um Simbabve
og Darfúrhérað settu mjög mark
sitt á fundinn.
Abdoulaye Wade, forseti Sen-
egals, sagði flesta Afríkuleiðtoga
hafa hafnað tillögum Evrópusam-
bandsins að fríverslunarsamn-
ingi, eða svonefndum EPA-samn-
ingum (European Partnership
Agreements). Fyrir leiðtoga-
fundinn hafði verið vonast til að í
samkomulagsátt myndi miða
varðandi þessa samninga en í
reiðilegum ummælum Wades á
blaðamannafundi mátti greina að
andrúmsloftið á fundinum hefði
ekki boðið upp á það.
Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár
sem ráðamenn allra 53 aðildar-
ríkja Afríkusambandsins og ESB-
ríkjanna 27 eiga með sér slíkt
samráð.
Á opnunardegi fundarins á
laugardag spöruðu Angela
Merkel, kanslari Þýskalands,
Anders Fogh Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, og fleiri
evrópskir leiðtogar ekki gagnrýni
sína í garð Roberts Mugabe, for-
seta Simbabve, sem mætti til
Lissabon þrátt fyrir að Evrópu-
sambandið beitti stjórn hans
þvingunaraðgerðum vegna mann-
réttindabrota og óstjórnar. Hann
svaraði gagnrýninni í gær og
sagði hina evrópsku gagnrýnend-
ur sína uppfulla af hroka. Þeir
væru ekki til þess bærir að gagn-
rýna þróun mála í Afríku. - aa
MUGABE SAMUR VIÐ SIG Simbabve-
forseti, hér til vinstri er hann yfirgaf
fundarstaðinn í Lissabon, vísaði gagnrýni
í sinn garð til föðurhúsanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Spennuþrungnum leiðtogafundi Evrópu- og Afríkuríkja í Lissabon er lokið:
Engin sátt náðist um viðskiptamál
VEISTU SVARIÐ?