Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 2
2 10. desember 2007 MÁNUDAGUR Þú vilt ekki fá hvaða jólasvein sem er inn um gluggann hjá þér! Hringdu núna í 570 2400 og fáðu frekari upplýsingar. www.oryggi.is Jólatilboð á Heimaöryggi. Prófaðu endurgjaldslaust í 3 mánuði. Svanhildur, er þá friðurinn úti? „Nei, ég held að friðurinn sé einmitt mjög inn þessa dagana og vonandi verður hann það til allrar framtíðar.“ Ljósin á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey voru slökkt um helgina og bíða þess að verða kveikt aftur á afmælisdegi John Lennon í október á næsta ári. Svanhildur Kon- ráðsdóttir er sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur. FRÆÐSLUMÁL „Því miður endurtekur biskup að málflutningur Siðmenntar sé hatrammur,“ segir í tilkynningu frá Siðmennt, félagi siðrænna húman- ista á Íslandi. Í tilkynningu Siðmenntar segir að orðið „hat- rammur“ þýði samkvæmt orðabókum „sá sem hatar sterkt“. „Siðmennt fær ekki skilið hvernig gagnrýni félagsins á afskipti trúfélaga í opinber- um skólum geti talist hatrömm eða hvernig hún getur talist niðrandi tal um trú,“ segir í tilkynning- unni sem er athugasemdir við opið bréf frá Karli Sigurbjörnssyni biskupi. Siðmennt segist taka undir með biskupi að trúarbragðafræðsla fari fram á faglegum forsend- um skólans. Að mati félagsins sé það hins vegar trúboð þegar prestar, djáknar og guðfræðingar koma í reglubundnar heimsóknir í skóla. Kennsla í trúarbragðafræði, heimspeki og siðfræði eigi að vera í höndum fagmanna – kennara. „Kirkjan hefur húsnæði, starfsfólk og fjármagn til að sinna boðunarstarfi í kirkjum sínum. Trúarlegt uppeldi barna er á ábyrgð foreldra þeirra og geta þeir sem það vilja sótt aðstoð kirkju sinnar án þess að það gerist í opinberum skólum. Trúarlegi þátturinn á ekki að vera hluti af skóla- starfi. Skólar eru ekki trúboðsstofnanir,“ segir í tilkynningu Siðmenntar sem undirrituð er af Hope Knútsson, formanni félagsins. - gar Telja miður að biskup fullyrði að málflutningar Siðmenntar sé hatrammur: Siðmennt vill frið í skólunum HOPE KNÚTSSON Formaður Siðmenntar segir kennara en ekki presta eiga að sjá um trúbragðafræðslu í skólum. FJARSKIPTI Fjarskiptasjóður mun ekki taka tilboði sviss- neska fyrirtækisins Amitelo AG í svonefndan síðari áfanga GSM-þjónustu á landinu, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Amitelo átti lægsta tilboðið í verkið en gögn frá fyrirtækinu um fjárhagslegt og tæknilegt hæfi munu ekki hafa fullnægt settum skilyrðum. Amit- elo fékk fyrr á árinu úthlutað tíðnisviðum fyrir rekstur GSM-kerfis á Íslandi. Þrjú fyrirtæki, Síminn, Og fjarskipti og Amitelo, buðu í verkið, sem snýst um að koma upp og reka far- símaþjónustu á völdum svæðum á landinu, einkum á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Öll tilboðin voru undir kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs, sem hljóðaði upp á 732 milljónir. Tilboð Amitelo var þeirra lægst, 468 milljónir, en tilboð Og fjarskipta var litlu hærra. Óskað var eftir upplýsingum um fjárhagslegt og tæknilegt hæfi Amitelo. Meðal annars var gerð krafa um bankaábyrgð fyrir tilboðsupphæðina. Fyrirtækið mun ekki hafa fullnægt öllum skilyrðum og því er nær útilokað að hægt verði að ganga að tilboði þess. Því verður gengið að næstbesta tilboðinu í staðinn. Amitelo AG er annað tveggja fyrirtækja sem fengu fyrr á árinu úthlutað tíðniheimild frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir rekstur GSM-kerfis á Íslandi. Hitt, IceCell, er einnig frá Sviss. Í kjölfarið bárust fregnir af því að Amitelo sætti rannsókn þýska fjármálaeftirlitsins grunað um að hafa keyrt upp hlutabréfaverð með villandi upplýsingum, og hefði verið kært fyrir að blekkja hluthafa sína. Í þýska fréttaskýringaþættinum Frontal 21 kom fram að höfuðstöðvar fyrirtækisins hefðu staðið tómar svo mánuðum skipti. Efasemdir kviknuðu þá um það hvort fyrirtækjun- um væri alvara með fyrirætlunum sínum eða hvort þau vildu einungis fá úthlutað leyfum til að efla ímynd sína. Forsvarsmenn Amitelo og IceCell hafa þó fullyrt að til standi að taka kerfin í notkun á næsta ári. stigur@frettabladid.is Lægstbjóðandi ekki traustsins verður Svissneska símafyrirtækið Amitelo AB fær ekki að taka að sér uppsetningu og rekstur síðari áfanga GSM-þjónustu á landinu þrátt fyrir að hafa boðið best í verkið. Það uppfyllir ekki kröfur um fjárhagslegt hæfi og fær ekki bankaábyrgð. TILBOÐIN ÞRJÚ Fyrirtæki Upphæð Verktími Síminn 655 milljónir 12 mánuðir Og fjarskipti 487 milljónir 22 mánuðir Amitelo AG 468 milljónir 12 mánuðir Kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs hljóðaði upp á 732 milljón- ir. Gert var ráð fyrir 22 mánuðum til verksins. Bílvelta í Óshlíð Tvær ungar stúlkur voru fluttar til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Ísafirði eftir að fólksbíll valt út af Óshlíðarvegi síðdegis í gær. Meiðsli þeirra voru minniháttar. Veittist að lögreglumanni Maður var handtekinn fyrir utan skemmtistaðinn Lukku-Láka í Grinda- vík í fyrrinótt. Lögregla reyndi að skilja tvo menn að sem slógust en annar þeirra brást við með því að veitast að lögreglumanni. Lögregluþjónninn hlaut áverka á hendi. SVEITARSTJÓRNIR Ekki verður boðið upp á ókeypis strætisvagnaferðir fyrir Kópavogsbúa frá næsta hausti eins og til stóð. Bæjarráð Kópavogs ákvað að fresta innleiðingu þessa fyrirkomulags eftir að áskorun um það barst frá stjórn Strætó bs. Fulltrúar minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarráði lýstu sig andsnúna frestuninni. Bentu fulltrúar Samfylkingar á að formaður stjórnar Strætó væri bæjarfulltrúi í Kópavogi. Bentu meirihlutamenn þá á að fulltrúi Kópavogs væri ekki einn í stjórn Strætó, þar væru einnig fulltrúar annarra sveitarfélaga, meðal annars frá Samfylkingu og VG. - gar Fara að áskorun Strætó: Fresta ókeypis strætóferðum ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Sautján ára á ofsahraða Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á 130 kílómetra hraða á Eyrarbakka- vegi í fyrrinótt. Ökumaðurinn var 17 ára og hafði haft ökuréttindi í tvo daga. Hann fær tvo refsipunkta og háa sekt. LÖGREGLUFRÉTTIR KARL SIGURBJÖRNSSON Biskup dregur ekki til baka ummæli um að hann teldi samtökin vera hatrömm. FARSÍMI Verkefnið snýst um að setja upp og reka farsíma- þjónustu á völdum svæðum á landinu, einkum á Vestfjörðum og Norðausturlandi. UMHVERFISMÁL Fyrirhuguð virkjun í Hverfisfljóti fer í lögformlegt umhverfismat hefur Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra úrskurðað. Skipulagstofnun hafði ákveðið að rask vegna Hverfisfljótsvirkjunar yrði svo lítið að ekki væri þörf á umhverfismati. Afl virkjunarinnar, sem ábúandi á Dalshöfa hyggst byggja, á að vera allt að 2,5 mega- vött. Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suður- lands, Landvernd og Fuglavernd auk einstaklinga kærðu ákvörðun Skipulagsstofnunar. Í úrskurði umhverfisráðherra kemur fram að ætlunin sé að gera sjö kílómetra veg að virkjuninni yfir Skaftáreldahraun, þar af verði tveir kílómetrar yfir úfið hraun sem njóti verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Ótvírætt sé að Skipulagsstofnun telji að veg- urinn muni marka varanlegt og óafturkræft sár í Skaftáreldahraun. Framkvæmd muni þó ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif og er vísað til áætlana um eins góðan frágang og unnt er. „Af ráðuneytisins hálfu er ekki efast um góðan vilja framkvæmd- araðila til vandaðs frágangs á fyr- irhuguðu framkvæmdasvæði. Þrátt fyrir slíkar mótvægisaðgerðir þykir þó með vísan til alls þess sem að framan hefur verið rakið ljóst að umhverfisáhrif framkvæmdanna geti orðið umtalsverð í skilningi laga,“ segir í úrskurði umhverfis- ráðherra. - gar Ákvörðun Skipulagsstofnunar ógilt og Hverfisfljótsvirkjun send í umhverfismat: Varanlegt sár í Skaftárhraun ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR Umhverfisráðherra telur að Hverfisfljóts- virkjun eigi að fara í umhverfismat. BRUSSEL, AP Viðleitni til að draga úr spennu í Kosovo, er kosovo- albanski meirihlutinn virðist staðráðinn í að lýsa yfir sjálf- stæði frá Serbíu, verður efst á dagskrá á fundi utanríkisráð- herra Evrópusambandsins í dag. Hugsanlegar nýjar refsiaðgerð- ir Sameinuðu þjóðanna gegn Íran og friðarumleitanir við botn Miðjarðarhafs verða einnig ofarlega á baugi, en ráðherra- fundurinn er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafundinn í lok vikunnar. Ráðamenn ESB vilja hindra að ofbeldi brjótist út í Kosovo eftir að málamiðlunartil- raunir fóru út um þúfur. - aa Utanríkisráðherrafundur ESB: Vilja tryggja frið í Kosovo VENESÚELA, AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur fært klukkuna aftur um hálftíma til að nýta daginn betur og forða börnum frá því að vakna fyrir dögun. Chavez segir vísindalega sannað að það hafi áhrif á virkni líkamans. Yfirvöld hafa unnið að tímabreytingunni síðan árið 1999 í leit að málamiðlun fyrir land sem nær yfir tvö tímabelti. Þó að sumir séu ánægðir með framtakið telja aðrir það aðeins nýjasta uppátæki forseta sem hafi gaman af breytingum. Chavez hefur þegar breytt nafni, þjóðfána og innsigli landsins. Á næsta ári mun Venesúela einnig taka upp nýjan gjaldmiðil. - eá Forseti Venesúela: Færir klukkuna um hálftíma FÓLK Uppátæki Vífils Atlasonar, sem hringdi í Hvíta húsið í Washington og þóttist vera forseti Íslands, hefur vakið athygli stórra fjölmiðla í Bandaríkjunum á borð við NBC og ABC. Síðarnefnda fréttastofan ræddi meðal annars við Vífil og móður hans. Í fréttinni er haft eftir fulltrúa Hvíta hússins að númerið sem Vífill hringdi í hafi alls ekki verið leynilegt símanúmer, heldur einungis opinbert númer á skiptiborð í húsinu. Harpa Hreinsdóttir, móðir Vífils, þvertekur hins vegar fyrir það. Þá er því gert skóna að að Vífill hafi séð númerið í þætti Ellen DeGeneres, þar sem Jenna Bush hringdi í George föður sinn. - sh Segja númerið ekki leynilegt: Fjölmiðlar ytra fjalla um Vífil VÍFILL ATLASON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.