Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 64
40 10. desember 2007 MÁNUDAGUR SUND Allar íslensku sundkonurn- ar á Dutch Swim Cup í Eindhoven í Hollandi settu annaðhvort Íslandsmet eða stúlknamet á mót- inu og var Sigrún Brá Sverris- dóttir úr Fjölni síðust til að bæta met þegar hún setti stúlknamet í 100 metra skriðsundi á loka- deginum í gær. Sigrún bætti þá met sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir átti frá árinu 1998 um tæplega hálfa sekúndu. Þessi tími hjá Sigrúnu er einnig undir lágmarki á EM-50 sem fram fer í mars á næsta ári. Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona úr KR varð í 12. sæti af 78 í undanrásum í 100 metra skriðsundi í gærmorgun en hún synti á 57,05 sekúndum og var tæpri sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Ragnheiður tók ekki þátt í b-úrslitunum en framundan hjá henni er ferðlag til Ungverja- lands og Evrópumeistaramót í stuttri laug. Hrafnhildur Lúthersdóttir SH var alveg við sinn besta tíma í b-úrslitum í 100 metra bringusundi í gær en hún lenti í 12. sæti þegar hún synti á tímanum 1:12,65 sem er aðeins 0,12 sekúndum lakari en stúlkna- metið sem hún á sjálf. Í undan- rásunum í morgun synti Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB í 100 metra bringusundi og bætti sig um 3 hundraðshluta úr sekúndu þegar hún synti á tímanum 1:13,23 og lenti í 17. sæti. Ragnheiður tvíbætti Íslands- metið í 50 metra skriðsundi á mótinu og náði með því Ólympíu- markinu en hún er nú komin með keppnisrétt í bæði 50 og 100 metra skriðsundi í Peking. Erla Dögg sló fimmtán ára Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í 50 metra bringusundi á laugardag- inn og þá setti Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH einnig stúlknamet í þeirra grein. Það féllu því þrjú Íslandsmet og tvö stúlknamet á mótinu. Erla Dögg, Hrafnhildur og Sigrún Brá eru allar á leiðinni heim en Ragnheiður er hins vegar á leiðinni til Debrecen til að keppa á EM-25 sem hefst á fimmtudagsmorguninn í næstu viku. Þar syndir hún ásamt Jakobi Jóhanni Sveinssyni og Erni Arn- arsyni. - óój Opna hollenska meistaramótið í sundi í Eindhoven fór fram um helgina: Allar stelpurnar settu met á mótinu ÍSLANDSMETHAFAR Ragnheiður Ragnarsdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir settu báðar Íslandsmet í Hollandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Það voru óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni annan dag- inn í röð þegar Middlesbrough vann topplið Arsenal. Þar með hafa öll lið deildarinnar tapað leik í vetur þar sem Liverpool tapaði fyrir Reading í gær. Tap Arsenal þýðir að Manchest- er United náði að minnka forskot Lundúnaliðsins í eitt stig og Chelsea getur jafnað Arsenal að stigum vinni liðið innbyrðisleik liðanna um næstu helgi. Það hefur lítið gengið hjá Midd- lesbrough í vetur en það var ekki sjáanlegt í leiknum gegn Arsenal þar sem lærisveinarnir hans Gareths Southgate unnu sannfær- andi sigur. Liðið hafði leikið tíu leiki í röð án sigurs og vann síðast 2-0 sigur á Birmingham í byrjun september. Þetta var enn fremur fyrsta deildartap Arsenal í 23 leikj- um eða síðan liðið tapaði fyrir West Ham 7. apríl síðastliðinn. Stewart Downing skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu eftir að fyrr- verandi leikmaður Arsenal, Jerem- ie Aliadiere, hafði verið felldur. Það var síðan Tyrkinn Sanli Tuncay sem skoraði seinna mark- ið 17 mínútum fyrir leikslok áður en Tomás Rosický minnkaði mun- inn. Þetta var ekki góð vika fyrir Arsenal-menn í Norður-Englandi því liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle á miðvikudaginn. „Við töpuðum þessum leik af því að við áttum skilið að tapa honum. Þetta er einfalt, Middlesbrough var miklu frískara liðið. Við gáfum þeim of mikið pláss í byrjun sem gaf þeim víti og síðan dró af okkar liði þegar leið á enda var þetta fjórði útileikur okkar í röð,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn. Það fór ekkert fram- hjá neinum að liðið má ekki vera án manna eins og Cesc Fabregas. „Við söknum margra manna sem spila á hans svæði og það háir okkur örugglega í að skapa eitt- hvað í sóknarleiknum,“ bætti Wenger við. Gareth Southgate sagði hins vegar leikinn vera þann besta sem liðið hefði spilað undir hans stjórn en hann tók við fyrir átján mánuðum. „Ég sá hvað Newcastle gerði á móti þeim og vissi að við máttum ekki gefa þeim neitt pláss til að ná uppi sínu frábæra spili. Þetta var gott kvöld til þess að ná góðum úrslitum gegn þeim því þeir voru án bæði Fabregas og [Alexanders] Hleb,“ sagði Southgate eftir leik. Jermain Defoe skoraði sigur- mark Tottenham gegn Manchest- er City á White Hart Lane sjö mín- útum fyrir leikslok aðeins sex mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður og mínútu eftir að Stephen Ireland, leikmaður City, hafði fengið að líta rauða spjaldið. Markið var afar mikilvægt því Tottenham hefði setið í fallsæti hefði leikurinn tapast. „Við þurfum á þessu að halda eftir tapið gegn Birmingham í síð- ustu viku. Markið hans Jermains skiptir alla miklu máli en sérstak- lega hann. Við vorum ánægðir með alla varamennina okkar í þessum leik,“ sagði Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham. Bolton vann 4-1 stórsigur á nágrönnum sínum í Wigan eftir að hafa fengið gjöf í upphafi leiks þegar Paul Scharner skoraði skrautlegt sjálfsmark. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Wigan sem var tveimur stigum á eftir Bolton fyrir leikinn en liðið hefur aðeins dregist aftur úr eftir sigra Middlesbrough og Bolton, liðanna fyrir ofan það í töflunni. Úrslitin í gær þýða að Sunderland er komið í fallsæti ásamt Wigan og Derby. Nicolas Anelka skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Bolton en hann skaut líka yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. ooj@frettabladid.is Fyrsta tap Arsenal síðan í apríl Forskot Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er aðeins eitt stig eftir leiki helgarinnar. Arsenal tapaði 1-2 í gær. Bolton vann stórsigur á Wigan og Jermain Defoe tryggði Tottenham sigur gegn Man. City. ÁTTA MÖRK Nicolas Anelka hefur skorað grimmt fyrir Bolton og hér skorar hann gegn Wigan í gær. NORDICPHOTOS/GETTY ÞAÐ VAR LAGIÐ Gareth Southgate fagnar Tucay Sanli eftir að hann hafði komið Midd- lesbrough í 2-0. NORDICPHOTOS/GETTY Ó, NEI Emmanuel Eboue getur ekki leynt vonbrigðum sínum frekar en félagi hans í Arsenal-liðinu. NORDICPHOTOS/GETTY Enska úrvalsdeildin BLACKBURN-WEST HAM 0-1 0-1 Dean Ashton (53.). BOLTON - WIGAN 4-1 1-1 Denny Landzaat (14.), 1-1 Denny Landzaat (15.), 2-1 Kevin Nolan (37.), 3-1 Kevin Davies (70.), 4-1 Nicolas Anelka (89.). TOTTENHAM-MAN. CITY 2-1 1-0 Pascal Chimbonda (45.), 1-1 Rolando Bianchi (61.), 2-1 Jermain Defoe (83.) Middlesbrough-Arsenal 2-1 1-0 Stewart Downing, víti (4.), 2-0 Sanli Tuncay (73.) 2-1 Tomás Rosický (90.) STAÐAN: Arsenal 16 11 4 1 33-14 37 Man. United 16 11 3 2 29-8 36 Chelsea 16 10 4 2 24-9 34 Liverpool 15 8 6 1 27-9 30 Portsmouth 16 8 6 2 28-14 30 Man. City 16 9 3 4 20-17 30 Everton 16 8 3 5 29-16 27 Aston Villa 16 8 3 5 27-19 27 Blackburn 16 7 5 4 20-19 26 West Ham 15 6 4 5 20-12 22 Newcastle 16 6 4 6 23-26 22 Reading 16 5 2 9 21-33 17 Tottenham 16 3 6 7 28-29 15 Bolton 16 3 5 8 16-23 14 Birmingham 16 4 2 10 17-26 14 Middlesbrough 16 3 5 8 15-28 14 Fulham 16 2 7 7 18-27 13 Sunderland 16 3 4 9 15-31 13 Wigan 16 2 3 11 12-30 9 Derby 16 1 3 12 6-38 6 ÚRSLITIN Í GÆR HETJAN Dean Ashton skoraði dýrmætt mark fyrir West Ham í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur gefið það út að hann sé búinn að ná samkomulagi um að framlengja samning sinn við Real Madrid. „Jólasveinninn kemur með nýjan samning til mín um þessi jól,“ sagði hinn 31 árs markaskor- ari í viðtali við Marca og bætti við: „Það vantar aðeins að leggja lokahöndina á samninginn en ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Van Nistelrooy en gamli samningurinn hans er til 2009. Van Nistelrooy skoraði sigurmark Real Madrid í Bilbao á laugardagskvöldið og hefur skorað 7 mörk í 12 leikjum á tímabilinu. - óój Ruud van Nistelrooy: Fær jólasvein- inn í heimsókn SIGURMARK Ruud Van Nistelrooy tryggði toppliði Real Madrid 3 stig. NORDICPHOTOS/AFP Varamaðurinn Dean Ashton: Tryggði West Ham sigurinn FÓTBOLTI Dean Ashton kom inn á sem varamaður í hálfleik og tryggði West Ham 1-0 útisigur á Blackburn en þetta var fjórði sigurleikur liðsins utan Upton Park á tímabilinu. Ashton potaði boltanum inn eftir fyrirgjöf frá George McCartney þegar hann var búinn að vera inn á í sjö mínútur. Blackburn pressaði í lokin en tókst ekki að jafna þrátt fyrir góðar tilraunir Santa Cruz og Tugay Kerimoglu en Robert Green varði meistaralega skot Tugay. West Ham komst í efri hluta deildarinnar með þessum sigri. - óój
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.