Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 24
24 10. desember 2007 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 4 02 25 1 2/ 07 Bílaútsala Hertz hjá Toppbílum Kletthálsi 2 Komdu áður en þeir fara! Gerðu frábær kaup á notuðum bíl frá Hertz Hvers vegna notaðan bílaleigubíl frá Hertz? Hertz er alþjóðleg keðja sem leggur mikinn metnað í öryggi og gæði. Öflugt viðhald er á bílunum og eru þeir yfirfarnir fyrir hverja leigu. Sölutímabil: Takmarkað magn Komdu strax! Ótrúlegt verð! 100% lán frá TM Toppbílar Suzuki Grand Vitara Árgerð: 2005 Sjálfskiptur Ekinn: 47.000 Ásett verð: 2.080.000 Tilboð: 1.570.000 Afsláttur: 510.000 Kletthálsi 2 Sími: 587-2000 Suzuki Liana Árgerð: 2005 Sjálfskiptur Ekinn: 40.000 Ásett verð: 1.390.000 Tilboð: 990.000 Afsláttur: 400.000 Suzuki Grand Vitara Árgerð: 2006 Beinskiptur Ekinn: 65.000 Ásett verð: 2.190.000 Tilboð: 1.690.000 Afsláttur: 500.000 Suzuki Jimny Árgerð: 2006 Beinskiptur Ekinn: 34.000 Ásett verð: 1.470.000 Tilboð: 1.090.000 Afsláttur: 380.000 VERÐD ÆMI VERÐD ÆMI VERÐD ÆMI VERÐD ÆMI SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLU NNAR Föstudagur 7. des. Opið 10-18 Laugardagur 8. des. Opið 12-16 Mánudagur 10. des. Opið 10-18 UMRÆÐAN Málefni Reykjavíkur- borgar Já ef og hefði, kannski á maður ekki að velta sér upp úr því sem hefði orðið ef við sjálfstæðis- menn hefðum nú borið gæfu til þess að vera áfram í meirihluta í Reykjavík. Engu að síður langar mig að segja borg- urunum frá því sem var í pípun- um hjá okkur að framkvæma. Sviptingar síðustu vikna komu í veg fyrir að við gætum klárað þessi verk. Átak í húsnæðismálum fyrir eldri borgara Við höfðum þegar skipulagt íbúðir fyrir eldri borgara við Sléttuveg og úthlutað lóðum til Hrafnistu og Eirar. Við höfðum ákveðið byggingu þjónustumið- stöðvar við Sléttuveg og bygg- ingu þjónustu- og menningarmið- stöðvar í Spöng. Auk þess voru í farvatninu uppbyggingarsvæði fyrir þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Gerðuberg og við Skógarbæ í Mjódd. Þau tvö svæði voru langt komin í skipulagningu og stóð til að úthluta þeim til Félags eldri borgara ásamt byggingarfélagi fyrir lok þessa árs. Þannig vorum við sjálfstæðimenn í Reykjavík búin að leggja grunn að 350 þjón- ustu- og öryggisíbúðum. Forvarnir fyrir aldraða Við vorum tilbúin að skrifa undir samning við forvarnahús Sjóvá um þjónustu við eldri Reykvík- inga. Markmið samningsins var: ■ Að vinna saman að öflugum forvörnum á sviði slysavarna aldr- aðra. ■ Auka þekkingu og reynslu þeirra einstakl- inga sem vinna með aldraða hjá Reykjavík- urborg í slysavörnum. ■ Upplýsa og fræða eldri borgara um slysa- varnir á heimilum og í umferðinni svo að þeir geti átt ánægjuleg efri ár. Sameining heimahjúkrunar og heimaþjónustu Viðræður við Heilbrigðisráðu- neytið voru komnar vel á veg varðandi sameiningu heimahjúkr- unar og heimaþjónustu. Niður- staða okkar hefði vafalítið orðið sú að fara í tilraunarverkefni með að bjóða út sameiginlega þjón- ustu í tveimur hverfum borgar- innar. Ætlunin var að það til- raunaverkefni væri til eins árs og hefði það getað hafist á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Í fram- haldi af því hefði svo næsta skref verið stigið í átt til enn frekari sameiningar í öllum hverfum borgarinnar. Með því að bjóða sameiginlega þjónustu út er auð- velt að fá þessi tvö kerfi til þess að vinna saman undir sameigin- legri stjórn. Með því móti sitja allir við sama borð og hjúkrunar- heimili, þjónustumiðstöðvar, heilsugæslustöðvar, fyrirtæki og heimahjúkrun geta boðið í þjónustuna. Heildarstefnumótun í málefnum utangarðsfólks Allt að 60 manns eru taldir heimilislausir á hverjum tíma. Við tryggðum áframhaldandi rekstur Konukots og opnuðum heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn. Við settum af stað tilraun með sér- hannaðar gámaíbúðir fyrir heimilislausa sem ættu nú að vera tilbúnar. Þetta var þó aðeins liður í því að bæta þjónustuna við þenn- an hóp og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að endur- hæfa þessa einstaklinga og virkja þá í samfélaginu. Við ákváðum auk alls þessa að móta heildar- stefnu í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum og er sú vinna á lokastigi. Átaksverkefni og forvarnir Við settum aukið fjármagn í átaks- verkefni af ýmsu tagi. Við settum líka aukið fé í forvarnir og var þetta liður í því að efla einstakl- inga og auka sjálfstraust þeirra og þátttöku í samfélaginu. Það er sannfæring mín að með virkum forvörnum og endurhæfingu megi fækka þeim sem þurfa á fjárhags- aðstoð að halda og auka lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna í okkar ágæta samfélagi. Það er réttur hvers einstaklings að fá að taka þátt í samfélaginu, leggja sitt af mörkum og samfélagið hefur þörf fyrir alla. Höfundur er borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður Velferðarráðs. Þessu hefðum við sjálfstæðis- menn komið í gegn UMRÆÐAN Trúmál Að undanförnu hefur mikið verið rætt um aðkomu presta að skóla- starfi. Þessi umræða hefur að mestu snúist um trúmál. Í henni hafa stór orð fallið um ein- dregnar skoðanir minni- hlutahópa, aðför að íslensku kirkjunni og svo framvegis. Ég sjálfur er skráður í þjóðkirkjuna og uni hag mínum vel í þeim félagsskap. Nú langar mig til að bæta við sjónarhorni sem mér finnst hafa vantað í umræðuna. Í starfi mínu sem kennari hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast nemendum úr ýmsum þjóðfélagshópum. Á Íslandi búum við við þau forréttindi að í skólan- um er leitast við að gefa öllum jöfn tækifæri til náms þrátt fyrir mismunandi efni og aðstæður á heimilum. Samstaða hefur verið um þetta fyrirkomulag skóla- kerfisins hingað til. En samfélagið stendur ekki í stað. Á undanförn- um árum hefur nemendahópur- inn orðið fjölbreyttari en áður og hlutfall fjölskyldna með fjöl- menningarlegan bakgrunn hefur aukist sem og hlutfall þeirra fjöl- skyldna sem hafa kosið að taka upp nýja siði. Í stað þess að horfa á málin út frá trúfélögum langar mig til að horfa á málin út frá nemendunum. Nem- endurnir sækja skólann í þeirri góðu trú að þeim sé ekki mismunað á nokk- urn hátt, hvorki á grund- velli kynferðis, efnahags, trúarskoðana eða ann- arra hluta. Hvaða skila- boð eru þessi börn að fá þegar þau eru aðskilin frá félögum sínum innan veggja skólans vegna ólíkra trúarskoðana? Ég efast ekki á nokkurn hátt um að trúbræðrum mínum og systrum gengur gott eitt til með því að kynna kristin gildi innan veggja skólanna. En þarna er á skýran hátt verið að mismuna einstaklingum á grund- velli trúarskoðana og það stenst ekki gagnvart stjórnarskrá landsins. Ég mæli með því að kirkjan haldi áfram að bjóða upp á öflugt barnastarf en noti til þess sínar kirkjur og safnaðarheimili. Jafn- framt mæli ég með því að önnur trúfélög geri slíkt hið sama og for- eldrar almennt gefi sér tíma til að ræða við börn sín um hvað í því felst að vera manneskja, trúuð eða ekki. Skólinn sinnir nú þegar þessu hlutverki af hlutleysi eins og skýrt er kveðið á um í aðal- námskrá í kristnum fræðum, sið- fræði og trúarbragðafræði en þar segir: Skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun og er því fyrst og fremst ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á krist- inni trú og öðrum trúarbrögðum. Grundvallaratriðið er að stjórn- endur skólanna virði ákvæði aðal- námskrár og falli ekki í þá gryfju að mismuna nemendunum á grundvelli trúarskoðana þeirra. Höfundur er kennari og situr í stjórn Ungra vinstri-grænna. Prestar í skólastarfi JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR Við tryggðum áframhaldandi rekstur Konukots og opnuðum heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn. KRISTJÁN KETILL STEFÁNSSON Nemendurnir sækja skólann í þeirri góðu trú að þeim sé ekki mismunað á nokkurn hátt, hvorki á grundvelli kyn- ferðis, efnahags, trúarskoð- ana eða annarra hluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.