Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 24
24 10. desember 2007 MÁNUDAGUR
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
4
02
25
1
2/
07
Bílaútsala Hertz hjá Toppbílum Kletthálsi 2
Komdu áður en þeir fara!
Gerðu frábær kaup
á notuðum bíl frá Hertz
Hvers vegna notaðan bílaleigubíl frá Hertz?
Hertz er alþjóðleg keðja sem leggur mikinn metnað í öryggi og gæði.
Öflugt viðhald er á bílunum og eru þeir yfirfarnir fyrir hverja leigu.
Sölutímabil:
Takmarkað magn
Komdu strax!
Ótrúlegt verð!
100% lán frá TM
Toppbílar
Suzuki Grand Vitara
Árgerð: 2005 Sjálfskiptur
Ekinn: 47.000 Ásett verð: 2.080.000
Tilboð: 1.570.000 Afsláttur: 510.000
Kletthálsi 2
Sími: 587-2000
Suzuki Liana
Árgerð: 2005 Sjálfskiptur
Ekinn: 40.000 Ásett verð: 1.390.000
Tilboð: 990.000 Afsláttur: 400.000
Suzuki Grand Vitara
Árgerð: 2006 Beinskiptur
Ekinn: 65.000 Ásett verð: 2.190.000
Tilboð: 1.690.000 Afsláttur: 500.000
Suzuki Jimny
Árgerð: 2006 Beinskiptur
Ekinn: 34.000 Ásett verð: 1.470.000
Tilboð: 1.090.000 Afsláttur: 380.000
VERÐD
ÆMI
VERÐD
ÆMI
VERÐD
ÆMI
VERÐD
ÆMI
SÍÐASTI
DAGUR
ÚTSÖLU
NNAR
Föstudagur 7. des. Opið 10-18
Laugardagur 8. des. Opið 12-16
Mánudagur 10. des. Opið 10-18
UMRÆÐAN
Málefni Reykjavíkur-
borgar
Já ef og hefði, kannski á maður ekki að velta
sér upp úr því sem hefði
orðið ef við sjálfstæðis-
menn hefðum nú borið
gæfu til þess að vera
áfram í meirihluta í
Reykjavík. Engu að síður
langar mig að segja borg-
urunum frá því sem var í pípun-
um hjá okkur að framkvæma.
Sviptingar síðustu vikna komu í
veg fyrir að við gætum klárað
þessi verk.
Átak í húsnæðismálum
fyrir eldri borgara
Við höfðum þegar skipulagt
íbúðir fyrir eldri borgara við
Sléttuveg og úthlutað lóðum til
Hrafnistu og Eirar. Við höfðum
ákveðið byggingu þjónustumið-
stöðvar við Sléttuveg og bygg-
ingu þjónustu- og menningarmið-
stöðvar í Spöng. Auk þess voru í
farvatninu uppbyggingarsvæði
fyrir þjónustuíbúðir fyrir aldraða
við Gerðuberg og við Skógarbæ í
Mjódd. Þau tvö svæði voru langt
komin í skipulagningu og stóð til
að úthluta þeim til Félags eldri
borgara ásamt byggingarfélagi
fyrir lok þessa árs. Þannig vorum
við sjálfstæðimenn í Reykjavík
búin að leggja grunn að 350 þjón-
ustu- og öryggisíbúðum.
Forvarnir fyrir aldraða
Við vorum tilbúin að skrifa undir
samning við forvarnahús Sjóvá
um þjónustu við eldri Reykvík-
inga. Markmið samningsins var:
■ Að vinna saman að
öflugum forvörnum á
sviði slysavarna aldr-
aðra.
■ Auka þekkingu og
reynslu þeirra einstakl-
inga sem vinna með
aldraða hjá Reykjavík-
urborg í slysavörnum.
■ Upplýsa og fræða
eldri borgara um slysa-
varnir á heimilum og í
umferðinni svo að þeir
geti átt ánægjuleg efri
ár.
Sameining heimahjúkrunar og
heimaþjónustu
Viðræður við Heilbrigðisráðu-
neytið voru komnar vel á veg
varðandi sameiningu heimahjúkr-
unar og heimaþjónustu. Niður-
staða okkar hefði vafalítið orðið
sú að fara í tilraunarverkefni með
að bjóða út sameiginlega þjón-
ustu í tveimur hverfum borgar-
innar. Ætlunin var að það til-
raunaverkefni væri til eins árs og
hefði það getað hafist á fyrsta
ársfjórðungi næsta árs. Í fram-
haldi af því hefði svo næsta skref
verið stigið í átt til enn frekari
sameiningar í öllum hverfum
borgarinnar. Með því að bjóða
sameiginlega þjónustu út er auð-
velt að fá þessi tvö kerfi til þess
að vinna saman undir sameigin-
legri stjórn. Með því móti sitja
allir við sama borð og hjúkrunar-
heimili, þjónustumiðstöðvar,
heilsugæslustöðvar, fyrirtæki og
heimahjúkrun geta boðið í
þjónustuna.
Heildarstefnumótun
í málefnum utangarðsfólks
Allt að 60 manns eru taldir
heimilislausir á hverjum tíma. Við
tryggðum áframhaldandi rekstur
Konukots og opnuðum heimili
fyrir átta heimilislausa karlmenn.
Við settum af stað tilraun með sér-
hannaðar gámaíbúðir fyrir
heimilislausa sem ættu nú að vera
tilbúnar. Þetta var þó aðeins liður í
því að bæta þjónustuna við þenn-
an hóp og gera allt sem í okkar
valdi stendur til þess að endur-
hæfa þessa einstaklinga og virkja
þá í samfélaginu. Við ákváðum
auk alls þessa að móta heildar-
stefnu í málefnum utangarðsfólks
af báðum kynjum og er sú vinna á
lokastigi.
Átaksverkefni og forvarnir
Við settum aukið fjármagn í átaks-
verkefni af ýmsu tagi. Við settum
líka aukið fé í forvarnir og var
þetta liður í því að efla einstakl-
inga og auka sjálfstraust þeirra
og þátttöku í samfélaginu. Það er
sannfæring mín að með virkum
forvörnum og endurhæfingu megi
fækka þeim sem þurfa á fjárhags-
aðstoð að halda og auka lífsgæði
einstaklinga og fjölskyldna í
okkar ágæta samfélagi. Það er
réttur hvers einstaklings að fá að
taka þátt í samfélaginu, leggja sitt
af mörkum og samfélagið hefur
þörf fyrir alla.
Höfundur er borgarfulltrúi
og fyrrverandi formaður
Velferðarráðs.
Þessu hefðum við sjálfstæðis-
menn komið í gegn UMRÆÐAN
Trúmál
Að undanförnu hefur mikið verið rætt um
aðkomu presta að skóla-
starfi. Þessi umræða
hefur að mestu snúist
um trúmál. Í henni hafa
stór orð fallið um ein-
dregnar skoðanir minni-
hlutahópa, aðför að
íslensku kirkjunni og svo
framvegis. Ég sjálfur er skráður í
þjóðkirkjuna og uni hag mínum
vel í þeim félagsskap. Nú langar
mig til að bæta við sjónarhorni
sem mér finnst hafa vantað í
umræðuna.
Í starfi mínu sem kennari hef
ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast nemendum úr ýmsum
þjóðfélagshópum. Á Íslandi búum
við við þau forréttindi að í skólan-
um er leitast við að gefa öllum
jöfn tækifæri til náms þrátt fyrir
mismunandi efni og aðstæður á
heimilum. Samstaða hefur verið
um þetta fyrirkomulag skóla-
kerfisins hingað til. En samfélagið
stendur ekki í stað. Á undanförn-
um árum hefur nemendahópur-
inn orðið fjölbreyttari en áður og
hlutfall fjölskyldna með fjöl-
menningarlegan bakgrunn hefur
aukist sem og hlutfall þeirra fjöl-
skyldna sem hafa kosið að taka
upp nýja siði.
Í stað þess að horfa á málin út
frá trúfélögum langar
mig til að horfa á málin út
frá nemendunum. Nem-
endurnir sækja skólann í
þeirri góðu trú að þeim sé
ekki mismunað á nokk-
urn hátt, hvorki á grund-
velli kynferðis, efnahags,
trúarskoðana eða ann-
arra hluta. Hvaða skila-
boð eru þessi börn að fá
þegar þau eru aðskilin
frá félögum sínum innan
veggja skólans vegna
ólíkra trúarskoðana? Ég efast ekki
á nokkurn hátt um að trúbræðrum
mínum og systrum gengur gott
eitt til með því að kynna kristin
gildi innan veggja skólanna. En
þarna er á skýran hátt verið að
mismuna einstaklingum á grund-
velli trúarskoðana og það stenst
ekki gagnvart stjórnarskrá
landsins.
Ég mæli með því að kirkjan
haldi áfram að bjóða upp á öflugt
barnastarf en noti til þess sínar
kirkjur og safnaðarheimili. Jafn-
framt mæli ég með því að önnur
trúfélög geri slíkt hið sama og for-
eldrar almennt gefi sér tíma til að
ræða við börn sín um hvað í því
felst að vera manneskja, trúuð eða
ekki. Skólinn sinnir nú þegar
þessu hlutverki af hlutleysi eins
og skýrt er kveðið á um í aðal-
námskrá í kristnum fræðum, sið-
fræði og trúarbragðafræði en þar
segir: Skólinn er fræðslustofnun
en ekki trúboðsstofnun og er því
fyrst og fremst ætlað að miðla
þekkingu og auka skilning á krist-
inni trú og öðrum trúarbrögðum.
Grundvallaratriðið er að stjórn-
endur skólanna virði ákvæði aðal-
námskrár og falli ekki í þá gryfju
að mismuna nemendunum á
grundvelli trúarskoðana þeirra.
Höfundur er kennari og situr í
stjórn Ungra vinstri-grænna.
Prestar í skólastarfi
JÓRUNN
FRÍMANNSDÓTTIR
Við tryggðum áframhaldandi
rekstur Konukots og opnuðum
heimili fyrir átta heimilislausa
karlmenn.
KRISTJÁN KETILL
STEFÁNSSON
Nemendurnir sækja skólann
í þeirri góðu trú að þeim sé
ekki mismunað á nokkurn
hátt, hvorki á grundvelli kyn-
ferðis, efnahags, trúarskoð-
ana eða annarra hluta.