Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 22
22 10. desember 2007 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
Umræðurnar um Biblíuþýðing-una að undanförnu sýna styrk
kristninnar. Deilur um það hvort
skrifað skuli um „bræður“ eða
„systkini“, hvort Kristur sé
„eingetinn“ eða „einkasonur“,
hvort skrifað standi „þeir“ eða
„þau“, „vér“ eða „við“ og svo
framvegis – þessar umræður
hljóta að vera kirkjunnar mönnum
fagnaðarefni því að hvað sem öðru
líður sýna þær að Biblían er hið lif-
andi orð en ekki dauður bókstafur.
Biblían er texti sem er í sífelldri
mótun og á í eilífri samræðu við
það fólk sem hann notar.
Biblían er með öðrum orðum
opinn texti – kristni er opið kerfi,
sem er ein skýringin á velgengni
hennar og þeirra þjóðfélaga sem
gegnsýrð eru af henni, þó að hún
sé fráleitt eina trúarkerfið sem
þannig háttar um, eins og stundum
mætti ætla af tali drýldnustu
talsmanna hennar: ýmis fjölgyðis-
trúarbrögð, eins og til að mynda
hindúasiður með Indverjum eða
heiðinn siður Íslendinga hafa
þennan opna og gagnvirka
eiginleika líka svo að kerfið getur
sogað allt í sig og tilbeiðslu-,
kerfis- og leyndardómaþörf
manneskjunnar er fullnægt án
þess að fólk þurfi að undirgangast
boð og bönn úr allt öðrum veru-
leika á borð við bann við
svínakjötsneyslu.
Samhengið í íslenskum
bókmenntum
Fyrir utan bókstafstrúarmenn sem
vilja breyta Biblíunni í nokkurs
konar Kóran og nýhaldsmenn sem
æpa felmraðir „pólitísk rétthugs-
un!!“ þegar þeir sjá virkilega
ógnvænleg orð á borð við „systir“
þá hafa einkum guðfræðingar og
málfræðingar tekið þátt í umræð-
unni um nýju Biblíuþýðinguna. Það
er dálítið kynlegt hve lítið
bókmenntafræðingar hafa tjáð sig
um þessa þýðingu. Hvar eru nú
allir þýðingafræðingarnir? Margt
ágætt fólk virðist hafa lagt hönd á
plóg við gerð þýðingarinnar – en
voru bókmenntafræðingar, skáld
og rithöfundar þar með í ráðum?
Full ástæða hefði verið til þess.
Biblían hefur nefnilega að geyma
sjálft samhengið í íslenskum
bókmenntum, frá Gunnlaugi
munki og Brandi ábóta gegnum
Odd Gottskálksson og Sveinbjörn
Egilsson, til Gerðar Kristnýjar og
Þórbergs, Svövu og Hannesar
Péturssonar... svo fáein nöfn af
handahófi séu nefnd. Allt fikt við
stílsnið Biblíunnar gæti reynst
varasamt. Ég kom í hús um daginn
og skoðaði fyrstu síðuna í þessari
miklu gersemi sem bókin er frá
útgefandans hendi og tók strax
eftir því að búið er að taka út flest
öll „og“-in í upphafi fyrstu
Mósebókar og rjúfa þar með
flæðið sem verður strax til. En
þegar ég fletti upp í Bréfi Páls til
Korintumanna og bar í fljótheitum
saman við eldri gerð virtist mér að
samhenginu væri sýnd virðing og
hljómandi málmur og hvellandi
bjalla á sínum stað eins og hjá
Oddi.
Raunalegar deilur
Viðtökurnar við Biblíunni eru
eflaust gremjulegar fyrir aðstand-
endur því það er þreytandi að lesa
einungis misgáfulegt tuð eftir
margra ára strit við eitthvað. En
þær sýna styrk kristninnar.
Stundum virðist manni að
kirkjunnar menn átti sig ekki á
þessum styrk, þeir tala eins og í
eilífri nauðvörn. Hálf raunalegt
hefur verið að fylgjast með
deilunum um það hvort prestar
skuli venja komur sínar í skóla og
ræða við börnin um trúmál.
Sennilega er það satt sem Stefán
Pálsson sagnfræðingur sagði á vef-
síðu sinni um daginn að slíkar
heimsóknir hefðu ekki tíðkast
forðum tíð, og að hér væri kirkjan
að seilast inn á ný svið í trúboði
sínu. Það er að vísu ekki að marka
mig því að í mínum skóla kenndu
þeir báðir séra Árelíus og Sigurður
Haukur og báru hvor með sínum
hætti fagurt vitni um kristin gildi,
en þeir voru ekki þarna sem
prestar, þannig lagað. Við búum
kannski í fjölmenningarsamfélagi
– en umfram allt í sekúlaríseruðu
samfélagi og almennt talað hlýtur
það að vera í verkahring heimil-
anna að annast trúarlegt eða
siðrænt uppeldi barnanna. Þegar
foreldrar sem eru beinlínis
andsnúnir kenningum kirkjunnar
um til dæmis fórnardauða eða
heilaga þrenningu – já eða
meyfæðinguna – amast við trúboði
kirkjunnar í skólum verður að
sýna því fólki þá lágmarks
virðingu að hlusta á þann málflutn-
ing í stað þess að hafa í frammi
upphrópanir um að hann sé
hatrammur. Tíð trúræðis á Íslandi
er liðin. Nýlegar kannanir á
frammistöðu íslenskra ungmenna í
til dæmis náttúrufræði sýna líka
að ekki veitir af því að verja tíma
barnanna í það að fjalla um það
sem mennirnir vita nú best um
heiminn fremur en það sem
einhverjir menn héldu einu sinni
um heiminn...
Lifandi Orðið
Guðs kristni í landinu
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG |
Sannleikanum er hver sárreiðastur
UMRÆÐAN
Lóðaúthlutanir í Kópavogi
Bæjarstjóri Kópavogs gerir máttlitla til-raun til að draga Samfylkinguna til
ábyrgðar vegna lóðaúthlutana í Vatnsenda-
hlíð í Fréttablaðinu þann 7. desember. Mig
langar að leiðrétta bæjarstjórann í örfáum
orðum. Í fyrsta lagi var fulltrúum Samfylk-
ingarinnar aldrei boðið til neins af þeim
undirbúningsfundum þar sem meirihlutinn
flokkaði lóðaumsóknir, hvorki í fundargerð-
um, tölvupósti eða símtölum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar sáu tillögur meiri-
hlutans í bæjarráði á föstudegi og höfðu laugardags-
morgun til að kynna sér málið þar sem boðað var til
aukafundar í bæjarráði strax á mánudeginum.
Þennan laugardagsmorgun sem við höfðum til að
fara yfir umsóknirnar kallar bæjarstjóri fullan
vinnudag. Ég veit ekki með hann, en ég vinn meira
daglega en 4 klst. Á þeim fundi fórum við aðallega
yfir þá sem voru EKKI í úthlutunarpottinum og
miðuðust okkar tillögur við að fjölga þeim sem komu
til greina við úthlutun.
Það var augljóst að við gerðum almennt ekki eins
strangar kröfur um fjárhagsstöðu og meirihlutinn.
Þannig var okkar huglæga og persónlega mat ekki
eins og huglægt persónulegt mat meirihlutans. Það
er mér reyndar til efs að það hefði skilað okkur
einhverri niðurstöðu þótt við hefðum sest
saman yfir þessar umsóknir. Síðast þegar
við settumst niður með það að markmiði að
ná sátt um úthlutunarreglurnar endaði sá
fundur með því að bæjarstjóri gekk á dyr
með fúkyrðum. Hvers vegna? Jú við vorum
ekki sammála. Við afgreiðslu bæjarstjórnar
á úthlutuninni færðum við til bókar: „Enn er
talsvert í land með að sú aðferð, sem hér er
notuð við lóðaúthlutanir verði gegnsæ og
sanngjörn. Vinnubrögð hafa batnað, en þau
verða ekki viðunandi fyrr en reglurnar
verða það skýrar að tryggt sé að hver og
einn umsækjandi njóti sannmælis. Við
minnum þá á fyrri tillögur Samfylkingarinnar að
breyttum úthlutunarreglum, þar sem m.a. er fjallað
nafnlaust um umsóknir.“
Bæði í minni tíð og forvera minna hefur Samfylk-
ingin lagt til að úthlutunarreglum Kópavogsbæjar
verði breytt. Í tíð forvera Gunnars í stóli bæjar-
stjóra hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar tekið
þátt í lóðaúthlutunum og unnið af heilindum skv.
gildandi reglum á hverjum tíma. En nú eru breyttir
tímar. Gunnar Birgisson er stjórnmálamaður af
gamla skólanum. Nútíma stjórnmálamenn hafa sagt
skilið við fyrirgreiðslupólitík og sérhagsmunagæslu
sem betur fer, það er líklega það sem bæjarstjórinn
er svo ósáttur við!
Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
GUÐRÍÐUR
ARNARDÓTTIR
M
eðal umtöluðustu frétta utan úr heimi í liðinni viku
var að hinar sextán leyniþjónustustofnanir Banda-
ríkjanna hefðu komizt að þeirri niðurstöðu í sam-
eiginlegri skýrslu, að stjórnvöld í Íran ynnu ekki
markvisst að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum
og hefðu raunar hætt því þegar árið 2003. Þessi niðurstaða er í
hrópandi mótsögn við málflutning George W. Bush forseta og ann-
arra talsmanna Bandaríkjastjórnar í deilunni við Íran. Og reyndar
í mótsögn við það sem þessar sömu leyniþjónustustofnanir hafa
haldið fram á undanförnum árum. Sjálfur hefur Bush gengið svo
langt að segja að þriðja heimsstyrjöldin sé fyrirsjáanleg og í henni
muni Íran leika eitt aðalhlutverkið.
Eftir ófarirnar í Írak er ekki fjarri lagi að álykta, að leyniþjón-
ustustofnanir Bandaríkjanna vilji nú freista þess að endurheimta
trúverðugleika með því að sýna að þær láti ekki sitjandi ríkis-
stjórn misnota sig – lengur. En slík kúvending á mati á meintri
kjarnorkuvígvæðingarhættu frá klerkunum í Íran kallar á frekari
skýringar.
Bandaríkjastjórn hefur á síðustu mánuðum lagt mikla áherzlu
á að þrýstingur alþjóðasamfélagsins á Írana verði aukinn; auk
þess að hvetja aðildarríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til
að samþykkja enn strangari ályktun um refsiaðgerðir en þegar
hefur verið gert, hefur Bandaríkjastjórn hert eigin einhliða refsi-
aðgerðir og látið skýrar í það skína að hún vinni að því að undir-
búa sprengjuárásir á kjarnorkustöðvar Írana til að ljá kröfunum í
þeirra garð meira vægi.
Frá bæjardyrum flestra Evrópubúa væru slíkar árásir á Íran
ævintýralegt gönuhlaup og því hafa fæstir á þeim bæ velt því
mikið fyrir sér. Í Bandaríkjunum er stemningin hins vegar allt
önnur, og ekki hefur skort þar á orðróm um að ákvörðun um að
Íranar yrðu beittir hervaldi sé skammt undan. Þó eru hernaðar-
sérfræðingar beggja vegna Atlantsála á einu máli um, að slík árás
myndi hafa geigvænlegar afleiðingar, bæði fyrir Bandaríkin sjálf,
öll Miðausturlönd og ekki sízt efnahagslíf heimsins. Erfitt er að
ímynda sér afleiðingarnar af því að bæta við einum vígvellinum
enn á þessum slóðum við Írak og Afganistan.
Undir þessum kringumstæðum lætur því nærri að spyrja, hvort
það sé ekki einfaldlega öryggis- og varnarmálaelíta Bandaríkjanna,
sem með skýrslunni nýju er að taka í nauðhemilinn til að freista
þess að hindra að Bush forseti grípi til þess að ákveða að ráðast á
Íran, skyldi hann vilja gera það áður en hann lætur af embætti að
ári. Að minnsta kosti plantar sú niðurstaða, að Íranar stefni ekki að
því að koma sér upp kjarnorkuvopnum, efasemdum meðal banda-
rísks almennings um að hagsmunum þeirra væri þjónað með enn
einu hernaðarævintýrinu í Austurlöndum nær.
Leyniþjónustuskýrsla um kjarnorkumál Írans:
Tekið í
nauðhemilinn
AUÐUNN ARNÓRSSON
Lætur nærri að spyrja, hvort það sé ekki öryggis- og
varnarmálaelíta Bandaríkjanna sem er að taka í
nauðhemilinn til að freista þess að hindra að Bush
forseti grípi til þess að ákveða að ráðast á Íran
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
issn 1670-3871
Ferðamálin heilla fimmtíu
Störf tengd ferðaþjónustu njóta
vinsælda sem aldrei fyrr. Skemmst
er að minnast gríðarlegrar ásóknar í
flugfreyjustörf í vor og nú hafa fimm-
tíu manns sótt um stöðu ferðamála-
stjóra, og það engir smá umsækj-
endur. Níu umsækjendur
bera titilinn
framkvæmda-
stjóri eða
aðstoð-
arfram-
kvæmda-
stjóri og fjórir
eru forstöðu-
menn.
Meðal annarra
umsækjenda
eru Ólafur
Örn Haraldsson, sem nýverið lét af
störfum sem forstjóri Ratsjárstofn-
unar, og rithöfundurinn Súsanna
Svavarsdóttir.
Ólafur ólíklegur
Þau Ólafur og Súsanna þykja
hins vegar harla ólíkleg til að
hreppa hnossið. Þrír umsækj-
endur hafa helst verið nefndir í
því sambandi, en allir eiga þeir
bakgrunn úr ferðaþjónustu,
sem þykir væntanlega góður
kostur. Þau eru Magnús
Ásgeirsson, sem um
árabil stýrði skrifstofu
Icelandair í París, Ársæll
Harðarson, forstöðu-
maður markaðssviðs
Ferðamálaráðs, og Dóra
Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferða-
mála hjá Reykjavíkurborg.
Langrækinn Árni
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja-
nesbæ, býsnast í grein í 24
stundum á laugardag enn
yfir ummælum sem Bjarni
Harðarson lét falla á þingi
á fimmtudag. Bjarni sagði
Árna eiga hluti í Þróunar félagi
Keflavíkur og Keili, en leiðrétti
sig skömmu síðar og bar
við mismæli. Sár Árna gróa
seint, að því er virðist, því
tveimur dögum síðar
kallar hann Bjarna enn
lygara.
stigur@frettabladid.is
greinar@frettabladid.is