Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 10. desember 2007 3 Á aðventu og jólum þykir mörgum auka á hátíðleikann að hafa lifandi blóm í híbýlum sínum á borð við hýasintur, jólastjörnu og amaryllis. Stefanía Unnarsdóttir, eigandi Hlíðablóma, segir jólablómin koma fyrr nú en áður og að sum þeirra séu notuð á annan hátt en venja er. Stefanía segir að ekki séu ný jóla- blóm að koma fyrir þessi jól held- ur séu þessi klassísku í gildi nú sem fyrr. „Aftur á móti komu hýasinturnar fyrr núna en venju- lega og þær eru notaðar dálítið öðruvísi. Nú eru þær settar í blómavasa eða gler og skreyttar en áður fyrr voru þær alltaf sett- ar í körfuskreytingar með mosa,“ segir Stefanía sem hefur á til- finningunni að nú séu þær notað- ar eins og afskorin blóm. „Þegar þær eru settar í glervasa með vatni þá fá ræturnar og laukur- inn að njóta sín,“ segir hún og bætir því við að hýasintur fáist í fjórum litum; rauðar, hvítar, bláar og bleikar en þær standa alla jafna í tíu daga til tvær vikur. „Amaryllis-laukurinn er líka kominn núna en hann er vinsæll fyrir jólin núna eins og hefur verið undanfarin ár. Amaryllis er á háum stilkum með fjórar eða fimm klukkur á hverjum stilk og fæst yfirleitt í rauðu og hvítu,“ segir Stefanía og bendir á að eins séu túlípanar alltaf mikið notaðir jólin. „Yfirleitt hefur verið hægt að fá túlípana afskorna um viku fyrir jól og þá settir í gler eða potta og skreyttir. Aftur á móti er voðalega mikið um laukblóm núna á aðventunni sem eru sett í vatn með lauknum og öllu saman.“ Stefanía segir jólastjörnuna vera fyrr á ferðinni en laukblóm- in því hún var komin um mánaða- mótin október, nóvember og háannatími hennar er í raun liðinn. Spurð hvort hún eigi einhver ráð til að halda jólastjörnunni á lífi fram yfir hátíðarnar, segir Stefanía: „Já, hún má ekki vera í kulda og ekki í trekki eða drag- súg. Svo þarf að vökva hana hóf- lega, kannski tvisvar í viku og hafa hana á notalegum stað þar sem ekki er mikil umferð.“ Loks nefnir Stefanía að hinar ýmsu tegundir af barrtrjágrein- um séu vinsælar fyrir jólin og tekur þá silfurfuru og eini sem dæmi. „Það er rosalega fallegt að setja saman ílex-berjagreinar og fallega grenitegund,“ segir Stefanía. sigridurh@frettabladid.is Jólablómin sett í gler Stefanía segir að jólablómin séu notuð á ýmsan hátt í ár sem hefur ekki tíðkast áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ný jólakúla komin JÓLAKÚLAN 2007 EFTIR ÓLÖFU ERLU BJARNADÓTTUR ER KOMIN Á MARKAÐ. „Ég sæki hugmyndirnar að mynstri jólakúlanna jafnan í íslenskan vetur. Þetta árið minnir munstrið á fyrsta brumið eða gróðursprota sem gægjast upp úr snjónum að vori,“ segir keramikerinn Ólöf Erla sem nú hefur gert enn eina hvíta handgerða postulínskúlu fyrir jólin. Þessi er sú fimmta í röðinni. Hún kveðst ætla að láta staðar numið þegar sjö árgerðir verði komn- ar. Þó stefni hún að því að halda áfram að gera hannaðan jólagrip eftir það en þá einhverja nýja línu. Ólöf Erla hefur rekið Kirsuberja- tréð að Vesturgötu 4 í tólf ár ásamt tíu öðrum konum sem allar selja eigin hönnun í versluninni. Þar er nýja jólakúlan til sölu og einnig í Saltfélaginu Grandagarði 2, Epal Skeifunni 6 og Epal design í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Jólakúlur fyrri ára fást einnig í takmörkuðu upplagi. - gun Mini hafrafitness Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólum fyrir viðkiptavini okkar. A WATCH YOU CAN COUNT ON. UP TO 1/1000 OF A SECOND. . . THE NEW G-7700 WITH 1/1000- STOP WATCH AND DUAL DISPLAY TOUGH TESTED BY EXPERTS: THE G-SHOCK TOUGH TEST TEAM. TICKS JUST LIKE YOU. autumnw i n t e r ’07 g-shock.eu Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRANNBETRA G O LF Arnar M ár Ó lafsson og Úlfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.