Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 12
 10. desember 2007 MÁNUDAGUR ALÞINGI Franskar orrustuþotur sem væntanlegar eru hingað til lands til eftirlits og æfinga í vor munu fljúga eftirlitsflug vopnað- ar fallbyssum og flugskeytum. Þetta kom fram í svari Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð- herra við fyrirspurn á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði enga þörf fyrir boðaða komu erlendra orrustuþota. Hann spurði ráð- herra hvort til stæði að þessar orrustuþotur bæru vopn, og þá hvernig vopn, og hvort beiting vopna yrði æfð. Ingibjörg Sólrún sagði mismun- andi eftir löndum hvort orrustu- þotur sem stunda myndu eftirlits- flug yrðu vopnaðar. Breskar og bandarískar þotur flygju til dæmis óvopnaðar, en franskar og spænskar þotur bæru flugskeyti og hlaðnar fallbyssur á eftirlits- ferðum sínum. Norskar og danskar þotur væru aðeins vopnaðar þegar þær flygju til móts við óþekkt loft- för. Ingibjörg sagði að ekki yrði heimilt að æfa vopnabeitingu hér á landi. Fastaráð Atlantshafsbandalags- ins lagði áherslu á að yrðu þotur sem hingað koma til eftirlits ekki vopnaðar yrðu vopn til staðar til að fullnægja varnarþörf, sagði Ingibjörg. Geymslur væru til staðar til að geyma vopnin flygju vélarnar óvopnaðar. Steingrímur sagði miður að ekki væri til sjálfstæð varnarstefna, stjórnvöld settu það í hendur erlendum ríkjum hvort þoturnar yrðu vopnaðar. Ekki væri eftir- sóknarvert að þessar flugvélar bæru vopn, enda líklegt að þær vildu bæði æfa lágflug og aðflug að flugvöllum. brjann@frettabladid.is Franskar orrustuþot- ur verða vopnaðar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra upplýsir að herþotur sem væntan legar eru til landsins til æfinga verði vopnaðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir miður að ekki sé til sjálfstæð varnarstefna. VOPNAÐAR Stefnt er að því að franskar orrustuþotur af gerðinni Mirage 2000 fljúgi eftirlitsflug hér á landi næsta vor. Þær fá ekki að æfa beitingu vopna hér á landi. NORDICPHOTOS/AFP FRÍTT Í BÍÓ P IP A R • S ÍA • 7 2 4 0 4 Gáfaðar græjur Nýju HP Photosmarttækin tala saman, milliliðalaust. Engin tölva! Þú einfaldlega tengir myndavélina beint í prentarann eða stingur minniskortinu í hann og prentar út myndirnar þínar. SÖLU- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Omnis - Reykjanesbæ, Akranesi, Borgarnesi • TRS - Selfossi Eyjatölvur - Vestmannaeyjum • Verslun Opinna kerfa - Reykjavík SÖLUAÐILAR: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar - Húsavík • Hátíðni - Höfn • Kaupfélag Skagfirðinga - Sauðárkróki • Netheimar - Ísafirði • A4 • Start tölvuverslun - Kópavogi • Tölvutækni - Kópavogi • Office 1 • Munus - Hafnarfirði • Snerta Ísland - Vogum Aseta ehf Tunguháls 17 110 Reykjavík sími: 533 1600 aseta@aseta.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA - 9 0 7 1 4 7 5 Gíraffinn 10 ára! Einstakt afmælistilboð Í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan Flex hóf framleiðslu á „gíraffa“ fyrir sandpappír, til að slípa sparsl á veggjum og í lofti, verða gíraffa- vörur á sérstöku tilboðsverði til 14. desember. Með öllum Flex-gíröffum sem keyptir eru fram til 14. des., gefum við 1400W gripmattara, 1200W grip-hjámiðjuslípara, gíraffatösku og gíraffahúfu frá Flex. Gildir meðan birgðir endast!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.