Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 50
26 10. desember 2007 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
SÖLVI TRYGGVA-
SON FRÉTTA-
MAÐUR ER 29
ÁRA.
ÓSKAR ING-
ÓLFSSON TÓN-
LISTARMAÐUR
ER 53 ÁRA.
SIGURÐUR
SKÚLASON
LEIKARI ER 61
ÁRS.
BRAGI
HANNESSON
FYRRVERANDI
BANKASTJÓRI
IÐNAÐARBANK-
ANS ER 75 ÁRA.
MERKISATBURÐIR
1817 Mississippi verður 20. ríki
Bandaríkjanna.
1896 Alfred Bernhard Nobel
deyr í San Remo á Ítalíu.
1898 Bandaríkin og Spánn
skrifa undir friðarsam-
komulag í París.
1906 Theodore Roosevelt for-
seti er fyrstur Bandaríkja-
manna til að hljóta friðar-
verðlaun Nóbels.
1907 Bifreið er ekið í fyrsta sinn
norðanlands, frá Akureyri
inn að Grund í Eyjafirði.
1924 Rauði kross Íslands er
stofnaður í Reykjavík.
1964 Dr. Martin Luther King Jr.
fær friðarverðlaun Nóbels
í Osló.
1982 Íslendingar skrifa undir
hafréttarsáttmála Samein-
uðu þjóðanna.
Þó að Margrét Sigfúsdóttir, skóla-
stjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur,
eigi tugaafmæli þvertekur hún fyrir
að ætla að gera sér dagamun. „Ég verð
bara að vinna eins og venjulega,“ segir
hún. „Nóg er að gera í skólanum þessa
síðustu daga fyrir jól, fara yfir próf og
færa inn einkunnir. Svo þarf að þrífa
húsið hátt og lágt fyrir nýja nemendur
á nýrri önn.“ Þegar nánar er grennslast
kemur upp úr dúrnum að afmælisveisla
er fyrirhuguð milli jóla og nýárs. „Það
eru börnin mín tvö sem standa fyrir
því,“ segir Margrét. „Ester Ágústa og
Sigfús. Ég læt þau um þetta. Er búin að
halda upp á þrítugs-, fertugs- og fimm-
tugsafmælin, sjá um brúðkaupsveisl-
ur, útskriftarveislur og nefndu það.
Nú ætla ég ekkert að gera,“ segir hún
ákveðin.
Margrét sleit barnsskónum á Selfossi
og segir hafa verið yndislegt að alast
þar upp. „Selfoss var lítið sveitaþorp á
þeim tíma og allir þekktu alla. Þar voru
kýr á túnum, hestar úti í mýri og kind-
ur í kofa nær þorpinu en fjölbrauta-
skólinn er nú.“ Hún rifjar upp spenning
á haustin þegar fjárrekstrarnir voru að
koma austan úr sveitum, skautahlaup í
mýrinni þar sem Sólvellir eru í dag og
skíðabrun niður brekku þar sem Kaffi
Krús er. Aldrei kveðst hún hafa farið að
Ölfusánni. „Þegar ég var lítil hélt ég að
ljóti karlinn ætti heima við ána og var
ekkert að þvælast þar,“ segir hún og
bætir við. „Það er allt í lagi að hræða
krakka með svona. Þau fara sér ekki
að voða á meðan.“ Skátastarfið heillaði
Margréti þegar hún varð eldri og sund-
laugin eftir að hún var byggð. „Ég var
í lauginni öllum stundum. Merkilegt að
ég skyldi ekki leysast upp, segir hún
hlæjandi.
Um 17 ára aldurinn fór Margrét
suður í skóla og kveðst lítið hafa verið
í gamla heimabænum eftir það enda
hafi foreldrarnir flutt í Stykkishólm.
„Ég var samt ráðskona á sjúkrahús-
inu á Selfossi í þrjú ár, strax eftir að
ég útskrifaðist úr Hússtjórnarkenn-
araskóla Íslands 1969,“ rifjar hún upp.
„Nú þekki ég enga á Selfossi nema
eldra fólkið.“
Það var árið 1998 sem Margrét tók
að sér skólastjórnina í hússtjórnar-
skólanum við Sólvallagötu. Hafði áður
kennt þar um tíma og einnig í nokk-
ur ár við Menntaskólann í Hamrahlíð.
Hún segir skólastjórastarfið erilsamt
en alltaf skemmtilegt. „Skólinn er
ávallt fullsetinn sem betur fer og hér
eru bara stelpur sem langar að læra.
Flestar komnar um tvítugt, búnar að
ljúka stúdentsprófi og koma hingað
af áhuga. Það er gaman að kenna slíku
fólki. Hér skapast yndislegur andi og
ákafinn er mikill hjá stúlkunum að
gera eins mikið eins og þær geta.“ Þar
sem Margrét segir alltaf „þær“ er hún
spurð hvort karlkyns nemendurnir séu
óþekktir. „Nei, þrír strákar hafa verið
hér síðan ég byrjaði. Þeir hafa tekið
þátt í öllu. Saumað sér buxur, prjónað
lopapeysur og einn saumaði meira að
segja skírnarkjól.“
Margrét er hamingjusamlega gift
Sigurði Petersen og á þrjú barnabörn.
Hún kveðst líta á sig sem lukkunnar
pamfíl. „Mér finnst ég ekki eldast hót.
Ég er í skemmtilegu starfi innan um
ungt fólk og þegar ég vakna á morgn-
ana hlakka ég alltaf til að fara í vinn-
una. Það er ekki hægt að biðja um
meira.“ gun@frettabladid.is
SEXTUG: MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI
Hélt að sá ljóti byggi við ána
MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI „Ég er í skemmtilegu starfi innan um ungt fólk og þegar ég vakna á morgnana hlakka ég alltaf til að fara í
vinnuna,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Elskuleg systir mín og móðursystir,
Guðbjörg Sigurðardóttir
ljósmóðir, frá Kárastöðum í
Helgafellssveit,
lést á Hrafnistu v. Brúnaveg 2. desember. Útförin
fer fram frá Fossvogskirkju 14. desember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð
Stykkishólmskirkju, reikningur 309-18-930076
kt. 630269-0839. Minningarkort fást í Heimahorninu,
s. 438 1110.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalheiður Sigurðardóttir
Margrét Sigurðardóttir
JÓN GUÐMUNDSSON, ALÞING-
ISMAÐUR OG RITSTJÓRI, VAR
FÆDDUR 10. DESEMBER 1807.
„Dagblöðin hafa vakandi
auga á öllu því sem er að
gjörast,....draga það fram
úr launpukursfylgsnunum
og halda því upp við birtu
sannleikans og siðferðisins
fyrir allra augum.“
Jón Guðmundsson var þing-
maður Skaftfellinga og rit-
stjóri Þjóðólfs. Hann hefur
verið kallaður faðir íslenskrar
blaðamennsku.
Halldór Kiljan Laxness tók
við bókmenntaverðlaunum
Nóbels fyrir litríkan skáld-
skap þennan dag árið 1955.
Þegar Vefarinn mikli frá
Kasmír kom út var hún talin
marka upphaf íslenskra nú-
tímabókmennta en Halldór
naut virðingar fyrir ritsnilld
sína langt út fyrir landstein-
ana. Hann þótti vel að Nób-
elsverðlaununum kominn
þótt hann væri umdeildur
vegna stjórnmálaskoðana
sinna. Bækur hans höfðu
verið þýddar á fjölmörg
tungumál og hann var meðal
vinsælustu höfunda Norður-
landanna.
Nóbelsverðlaunin voru af-
hent Halldóri í Hljómleika-
höllinni í Stokkhólmi að við-
stöddu miklu fjölmenni.
Hann flutti hátíðarræðu og
mæltist vel. Auður kona
hans var í salnum og nokkrir
vinir og kunningjar fögnuðu
verðlaununum með þeim
hjónum í Stokkhólmi.
Að verðlaunum fengnum
fór Halldór út til Rómar að
rita Brekkukotsannál en
Auður flaug heim og tók til
við að sauma teppi sem hún
tileinkaði þessum merka
áfanga manns síns. Það
hangir í stofunni á Gljúfra-
steini.
ÞETTA GERÐIST 10. DESEMBER 1955
Halldór Laxness fékk Nóbelinn
Nýr leikskóli var opnaður í Kópavogi
á föstudaginn. Hann nefnist Baugur
enda stendur hann við Baugakór. Hug-
myndafræði hans tekur mið af starfs-
aðferð sem kennd er við Reggio Emilia
á Ítalíu. Einkunnarorðin eru skynjun,
uppgötvun, þekking. Miðað er við að
120 börn dvelji í Baugi í sex deildum.
Þar af er ein deildin sérstaklega hönn-
uð fyrir allra yngstu börnin. Leikskóla-
stjóri er Margrét Magnúsdóttir.
Við vígsluathöfnina léku félagar
úr Skólahljómsveit Kópavogs undir
stjórn Össurar Geirssonar og kór leik-
skólabarna úr leikskólanum Baugi
söng nokkur lög undir stjórn Brynhild-
ar Haraldsdóttur. Gunnar I. Birgisson
bæjarstjóri ávarpaði fullorðna og börn
og Samúel Örn Erlingsson, formaður
leikskólanefndar, afhenti glaðning frá
nefndinni og leikskóladeild Kópavogs-
bæjar. Dögg Gunnarsdóttir, formaður
foreldrafélags Baugs, afhenti mynd
sem táknar nafn skólans og einkunnar-
orð, samsetta úr teikningum eftir leik-
skólabörnin.
Loks klipptu þau Hákon Gunnarsson
og Thelma Rós Héðinsdóttir á borða
og séra Guðmundur Karl Brynjarsson
blessaði húsið.
Börnin dvelja og læra í Baugi
VÍGSLA BAUGS Hákon Gunnarsson og
Thelma Rós Héðinsdóttir klipptu á borðann.
Í tilefni hundrað ára afmæl-
is Landgræðslu Íslands var
fyrir helgi kynnt útgáfa bók-
arinnar Sáðmenn sandanna
í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu.
Bókin er saga landgræðslu
á Íslandi í hundrað ár og er
rituð af Friðriki G. Olgeirs-
syni.
Í tilefni útgáfunnar var
Einari K. Guðfinnssyni
sjávar- og landbúnaðarráð-
herra gefið eintak af fyrstu
bókinni.
Fyrsta eintak bókarinnar
Sáðmenn sandanna
LANDGRÆÐSLAN Gróskumikið
starf Landgræðslunnar fagnar
aldarafmæli.
AFMÆLI
Íslenskir skátar hafa hald-
ið upp á 100 ára skátastarf í
heiminum allt árið.
Meðal annars var gefið
út afmælisblað í byrjun
árs, haldið var Afmælismót
á Úlfljótsvatni í júlí og há-
punktur afmælisársins var
ferð 430 íslenskra skáta á
Alheimsmót skáta á Eng-
landi.
Nýlega voru síðan form-
leg lok afmælisársins á
Austurvelli þegar íslensk-
ir skátar komu saman við
styttu Jóns Sigurðssonar
og kveiktu á 100 kyndlum
með loga Friðarljóssins og
minntust liðinna 100 ára um
leið og þeir gengu inn í nýja
öld með von og ósk um frið
til handa öllum mönnum.
100 ára afmælis-
árinu er lokið
ÍSLENSKIR SKÁTAR Hafa fagnað
aldarafmæli með margvíslegum
hætti á árinu.