Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 20
20 10. desember 2007 MÁNUDAGUR
Svona erum við
fréttir og fróðleikur
FRÉTTASKÝRING
GUÐSTEINN BJARNASON
gudsteinn@frettabladid.is
Góður hundur
á gott skilið
Hunda nammi
(harðfisktöflur)
Hunda bitafiskur
Íslensk framleiðsla
úr úrvals hráefni.
Fæst í Bónus
Leiðtogafundur Evrópusambandsins og
Afríkusambandsins fer fram nú um helgina í
portúgölsku höfuðborginni Lissabon. Þetta er
í fyrsta sinn í sjö ár sem fram fer slíkur alls-
herjarsamráðsfundur leiðtoga allra þeirra 80
ríkja, sem aðild eiga að báðum samtökum.
Hvað er Afríkusambandið?
Afríkusambandið (AU), er yfirþjóðlegt banda-
lag 53 Afríkuríkja. Það var stofnað árið 2001
sem arftaki Einingarsamtaka Afríku (OAU)
og Efnahagsbandalags Afríku (AEC). Meðal
langtímamarkmiða Afríkusambandsins er að
koma á sameiginlegum gjaldmiðli (afró) og
sameiginlegum her, sem og fleiri stofnunum
sem annars eru aðeins á valdi þjóðríkja, svo
sem sameiginlegri „ríkis“-stjórn. Markmið
sambandsins er að hjálpa til við að tryggja
lýðræði, mannréttindi og sjálfbæran efnahag
Afríkuríkja, einkum og sér í lagi með því að
binda enda á innbyrðis átök þeirra og með
því að koma á fót skilvirkum innri markaði að
fyrirmynd Evrópusambandsins.
Hver er forsaga sambandsins?
Sögulegar rætur Afríkusambandsins má rekja
aftur til upphafs sjöunda
áratugarins, þegar Banda-
lag Afríkuríkja var stofnað
að frumkvæði Kwame
Nkrumah, þáverandi
forsætisráðherra Gana. Í
kjölfarið fylgdu nokkrar
tilraunir til að koma á
einingu Afríkuríkja. Ein
þeirra var stofnun Eining-
arsamtaka Afríku árið 1963 og önnur stofnun
Efnahagsbandalags Afríku árið 1981. Gagn-
rýnisraddir sögðu Einingarsamtökin gera lítið
til að verja réttindi afrískra borgara og voru
samtökin oft kölluð einræðisherraklúbbur.
Hugmyndina að stofnun Afríkusambands-
ins má rekja til miðs tíunda áratugarins,
þegar Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi hafði
frumkvæði að því að ríkisstjórna- og þjóð-
arleiðtogar Einingarsamtaka
Afríku undirrituðu Sirte-
yfirlýsinguna í september
1999, þar sem kallað var eftir
stofnun Afríkusambandsins.
Á framhaldsleiðtogafundum
í Lome árið 2000 og Lusaka
árið 2001 var stofnskrá
Afríkusambandsins og fram-
kvæmdaáætlun samþykkt.
Afríkusambandið hóf formlega störf sem slíkt
í Durban í júlí 2002.
FBL-GREINING: AFRÍKUSAMBANDIÐ
Einingarsamtök 53 Afríkuríkja
Leyniþjónustustofnanir
Bandaríkjanna eru sex-
tán talsins, hvorki meira
né minna. Þær hafa hver
sinn sess innan bandaríska
stjórnkerfisins og hver
þeirra hefur sínu hlutverki
að gegna.
Í síðustu viku sendu allar leyni-
þjónustustofnanir Bandaríkjanna
frá sér sameiginlega skýrslu um
kjarnorkumál í Íran, þar sem
staðfest var að Bandaríkjamenn
hefðu engar heimildir um að Íran-
ar hefðu í hyggju að koma sér upp
kjarnorkuvopnum. Þeim fréttum
fylgdu þau tíðindi að leyniþjón-
ustustofnanirnar væru samtals
sextán, sem væntanlega kom ein-
hverjum á óvart því þegar talað
er um leyniþjónustu Bandaríkj-
anna dettur flestum líklega ekki
annað í hug en CIA, og kannski
FBI líka.
CIA og FBI þekktastar
Leyniþjónustan CIA og alríkis-
lögreglan FBI eru vissulega
þekktastar þessara sextán stofn-
ana. CIA er reyndar sú eina þeirra
sem telst sjálfstæð stofnun vegna
þess að hún heyrir ekki undir
neitt ráðuneyti, en hinar heyra
allar undir eitthvert ráðuneyt-
anna í ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Til dæmis heyrir FBI undir dóms-
málaráðuneytið.
Hlutverk CIA og FBI er ólíkt
því FBI fæst bæði við rannsókn
glæpamála og við að greina hættu
sem stafað getur af glæpastarf-
semi, jafnt innlendri sem erlendri,
meðal annars hryðjuverka-
starfsemi. Verkefni CIA eru hins
vegar einkum á erlendum vett-
vangi, felast í því að afla upplýs-
inga um önnur lönd og vera banda-
rískum stjórnvöldum til ráðgjafar
um hættu sem stafað gæti að
utan.
Umsvif varnarmálaráðuneytisins
Flestar leyniþjónustustofnanir
Bandaríkjanna starfa hins vegar
undir merkjum varnarmálaráðu-
neytisins. Þar má fyrst nefna
leyniþjónustu varnarmálaráðu-
neytisins, Defence Intelligence
Agency, sem hefur höfuðstöðvar í
Pentagonbyggingunni og veitir
bæði varnarmálaráðherra og yfir-
manni herráðsins ráðgjöf.
Innan vébanda varnarmálaráðu-
neytisins eru auk þess þrjár stór-
ar leyniþjónustustofnanir: þjóðar-
öryggisstofnunin NSA, sem fylgist
með og hlerar erlend boðskipti,
meðal annars símtöl og netsam-
skipti, eftirlitsstofnunin NRO
sinnir gervihnattanjósnum og
landmælingastofnunin NGA sér
um kortagerð og skylda starfsemi
í þágu þjóðaröryggis.
Þar að auki hefur hver hinna
fjögurra deilda bandaríska hers-
ins, nefnilega sjóher, landher,
flugher og landgönguliðar, sína
eigin leyniþjónustustofnun.
Fleiri ráðuneyti njósna
Heimavarnaráðuneytið, sem stofn-
að var eftir árásirnar á New York
og Washington haustið 2001,
hefur einnig umfangs-
mikla leyniþjónustu-
starfsemi innan sinna
veggja og utanríkis-
ráðuneytið er
sömuleiðis með
eigin leyniþjón-
ustudeild sem
hefur það hlut-
verk að greina
margvíslega
þróun á alþjóða-
vettvangi og vera
utanríkisráðherra
til ráð gjafar.
Sérstök leyniþjón-
ustudeild er einnig í
orkumálaráðuneytinu, sem
safnar meðal annars upplýs-
ingum um kjarnorkuógn
og aðrar hættur sem
tengjast orkumálum,
og fjármálaráðu-
neytið fæst við að
greina þær hætt-
ur sem steðja að
fjármálakerfi
Bandaríkjanna
og rannsakar
einnig fjármögn-
un alþjóðlegrar
glæpastarfsemi og
hryðjuverka.
Þá er starfrækt
leyniþjónustudeild á
vegum bandarísku strand-
gæslunnar, sem heyrir undir
heimavarnaráðuneytið, og sömu-
leiðis stundar fíkniefnalögreglan,
sem eins og FBI heyrir undir
dómsmálaráðuneytið, býsna viða-
mikla
njósna-
starfsemi.
Breytingar árið
2002
Til þess að samhæfa
störf allra þessara
stofnana hafa
þær með sér
samstarfs-
vettvang
sem upp á
ensku
heitir ein-
faldlega
The Unit-
ed States
Intelli-
gence
Commun-
ity, eða leyni-
þjónustusam-
félag
Bandaríkjanna.
Miklar breytingar
voru hins vegar gerðar á skipu-
lagningu allrar leyniþjónustu-
starfsemi Bandaríkjanna eftir 11.
september 2001. George W. Bush
forseta og meðráðherrum hans
þótti ástæða til að stokka upp í
kerfinu, sem þótti hafa brugðist
með því að geta ekki séð fyrir og
komið í veg fyrir hryðjuverk af
þessari stærðargráðu.
Nýtt ráðuneyti, heimavarna-
ráðuneytið, var stofnað strax árið
eftir og snemma árs 2005 var svo
stofnað nýtt embætti yfirmanns
bandaríska leyniþjónustu-
samfélagsins, Director of National
Intelligence, sem auk þess að hafa
yfirumsjón með störfum stofnan-
anna sextán er forseta og öðrum
ráðamönnum Bandaríkjanna til
ráðgjafar.
John Negroponte gegndi fyrstur
manna þessu embætti en í febrúar
síðastliðnum urðu mannaskipti
þegar Michael McConnel, fyrr-
verandi herforingi sem kominn
var á eftirlaun, tók við af honum.
YFIRMAÐUR LEYNIÞJÓNUSTUSAMFÉLAGSINS Michael McConnell, fyrrverandi
herforingi, tók í febrúar síðastliðnum við störfum sem yfirmaður allra leyniþjónustu-
stofnana Bandaríkjanna. Á bak við hann má sjá fána með skjaldarmerkjum þessara
stofnana. NORDICPHOTOS/AFP
Leynibrall í sextán stofnunum
> Bíógestir á Íslandi.
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
´96 ´97 ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05
1.444.606
1.647.548
1.444.739
1.582.129
1.529.831
1.557.193
1.464.816
Sjálfstæð stofnun
CIA Leyniþjónusta Bandaríkjanna
(Central Intelligence Agency)
Dómsmálaráðuneytið
FBI Alríkislögregla Bandaríkjanna
(Federal Bureau of Investigation)
DEA Fíkniefnalögregla Bandaríkj-
anna (Drug Enforcement Adminis-
tration)
Varnarmálaráðuneytið
Leyniþjónusta varnarmálaráðuneyt-
isins (Defence Intelligence
Agency)
NSA Þjóðaröryggis-
stofnun Banda-
ríkjanna
(National
Security
Agency)
NRO Eftir-
litsstofnun
(National
Reconnaissance Office)
NGA Landmælingastofnun (National
Geospatial-Intelligence Agency)
Leyniþjónusta sjóhersins
Leyniþjónusta landhersins
Leyniþjónusta flughersins
Leyniþjónusta landgönguliðsins
Heimavarnaráðuneytið
Leyniþjónustustarfsemi heimavarna-
ráðuneytisins
Leyniþjónusta strandgæslunnar
Utanríkisráðuneytið
Leyniþjónustudeild utanríkisráðu-
neytisins
Orkumálaráðuneytið
Leyniþjónustudeild orkumálaráðu-
neytisins
Fjármálaráðuneytið
Leyniþjónustudeild fjármálaráðu-
neytisins
STOFNANIRNAR SEXTÁN
Velferðarráð Reykjavíkur hefur óskað
eftir því að borgin finni hentugan
stað fyrir færanleg
smáhýsi fyrir
utangarðsfólk.
Björk Vilhelms-
dóttir er formaður
velferðarráðs.
Hvers vegna
smáhýsi fyrir
utangarðsfólk?
Þetta er úrræði
sem hefur gefið
góða raun
erlendis. Húsun-
um verður úthlut-
að fólki sem gerir dvalarsamning í
ákveðinn tíma þannig að þetta verður
heimili fólks en ekki bara skjól.
Hvernig eru þessi smáhýsi?
Þessi hús eru 26 fermetrar og þau
eru sérhönnuð fyrir félagsbústaði.
Þetta eru stálgrindarhús með gólfhita
svo í þeim er hlýtt og notalegt. Þarna
er salernis- og eldunaraðstaða og
lágmarks útbúnaður eins og borð,
rúm og stólar.
Hvar er æskilegt að húsin verði
staðsett?
Það er ekki ólíklegt að þau verði sett
niður á framtíðarbyggingarlandi borg-
arinnar. Við eigum efni í sex hús og
eitt hefur þegar verið sett saman. Við
vonumst til að finna stað fyrir þau öll.
SPURT & SVARAÐ
SMÁHÝSI HANDA UTANGARÐSFÓLKI
Heimili en
ekki skýli
BJÖRK VILHELMS-
DÓTTIR