Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 10. desember 2007 23 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð- ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað- inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Dómsmál Í meira en sextíu ár hafa verið deilur um eignahlutföll jarðanna á Ytri-Sólheimum í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Héraðsdómur, nr. E- 723/2006, í málinu féll 27. sept. 2007. Dóminn er hægt að nálgast á vefslóðinni: http://www.domstol- ar.is/domaleit/ Ytri-Sólheimar eru vestast í Mýrdal og eiga þar allt land frá sjó til jökuls. Landið er mestan- part óskipt sameign nokkurra jarða sem eiga úrskipt slægju- land næst bæjunum. Þessi bæja- þyrping er nefnd Sólheimatorfa. Ytri-Sólheimar eru frá fornu stór höfuðjörð og lítil hjáleiga. Stærð- arhlutföll höfuðjarðar og hjá- leigu hafa frá upphafi verið 92 2/3 (höfuðjörðin) og 7 1/3 (hjá- leigan). Þó að land Sólheimatorfu sé að mestu óskipt eru eignahlut- föll ljós. Deilan á Sólheimatorfu snýst um að fyrir meira en sextíu árum sá eigandi Sólheimahjáleigu sér leik á borði að stækka eignarhlut sinn í Sólheimatorfu úr 7,33% í 15,5% á kostnað nágranna sinna án þess að gjald kæmi fyrir! Vorið 1941 setti Alþingi ný lög, nr. 46/1941, um landskipti. Dóm- krafa stefnenda í héraðsdóms- málinu, nr. E-723/2006 var það eitt að viðurkennt væri með dómi að stefnendur væru eigendur að 25% af óskiptri sameign Sól- heimatorfu. Héraðsdómur hafn- aði dómkröfunni. Dómur Héraðsdóms Suður- lands í málinu er hliðstæður við eftirfarandi dæmisögu: Tveir menn, Ari og Orri, eiga til helm- inga 100 hektara af óskiptu sam- eignarlandi. Þeir verða ásáttir um að skipta út einum hektara lands til hvors þeirra. Þannig að hvor fyrir sig á þá 49 hektara í óskiptu og 1 hektara af úrskiptu landi, samtals 50 hektara. Ari fékk sinn hektara á skjólsælum stað og ræktaði þetta úrskipta land sitt í aldingarð. Úrskipt spilda Orra er hins vegar á ber- angri og gerir hann engar land- bætur á spildunni. Þegar hér er komið sögu er land þeirra félaga metið til fasteignaskattmats og hækkar heildarfasteignamat lands Ara mikið vegna landbót- anna á úrskipta landinu. Þá eru sett lög í landinu sem kveða á um að eignahlutföll á sameignarlandi skuli fara eftir hinu nýja fast- eignamati. Á grundvelli þessara nýju laga krefst Ari þess að hlut- ur hans í landinu sé skráður 70 hektarar og telur að svo sé sam- kvæmt hinum nýju lögum. Orri er ósáttur við að eignarhlutur hans á óskipta landinu hafi minnkað, úr 50% í 30%, fyrir þá sök að nágranni hans, Ari, rækt- aði úrskipt land sitt! Orri höfðar mál og krefst þess að sér verði dæmdur 50% eignar- hlutur á óskipta landinu á þeirri forsendu að engir löggerningar hafi farið fram sem minnkað geti eignarhlut hans á óskipta land- inu. Dómstóllinn hafnar dóm- kröfu Orra og kveður Ara eiga skýlausan rétt, lögum samkvæmt, á að eignarhluti hans verði reiknaður samkvæmt hinum nýju lögum. Með því að auka verðmæti á úrskiptu landi sínu hefur Ari eignast hluta af landi Orra. Slík upptaka eigna er andstæð heilbrigðri skynsemi, réttlætis- kennd þorra fólks og eignarréttarákvæðum stjórnar- skrárinnar. Frá fornu fari hafa jarðeignir á Íslandi ýmist verið stakar jarðir með afmörkuð landamerki eða sameignarjarðir; jarðartorfur með úrskiptum slægjum en sam- eiginlegu beitilandi og öðrum landsnytjum. Frá tólftu öld til þessa dags hafa eignahlutföll í slíkum jarðartorfum verið skil- greind samkvæmt fornu mati í jarðarhundruðum. Eignir færast frá einni hendi til annarrar fyrir arf eða skipti, svo og með kaup- mála eða með kaupum eða gjöf. Ennfremur við eignarnám eða nauðungarsölu. Samkvæmt eign- arréttarákvæðum stjórnarskrár- innar á enginn að geta eignast annars fasteign að hluta eða öllu með öðru móti en hér hefur verið greint. Eignarhlutir í jarðar- torfum ganga frá einni hendi til annarrar, með afsalsgerningum. Sá sem afsalar hlut í jarðartorfu á ekki að geta afsalað stærri hlut en hann fékk sjálfur afsal fyrir. Í gögnum umrædds dómsmáls liggja fyrir glöggar heimildir um eignarhlut forvera stefnenda í Sólheimatorfu. Þar má nefna að Erlingur Brynjólfsson, afi Tóm- asar Ísleifssonar, kaupir 25 hndr. f.m. af Ytri-Sólheimum þ. 30. jan. 1905. Sami Erlingur veðsetur 25 hndr. f.m. úr Ytri-Sólheimum þ. 5. des. 1911. Allt þar til landskiptalögin, nr. 46/1941, voru lögleidd dró enginn Mýrdælingur í efa að jörð þeirra feðga; Erlings og Ísleifs Erlings- sonar væri fjórðungur Sólheima- torfu. Þáverandi eigendur hjá- leigunnar eru þar meðtaldir. Þessi jörð er nú í höndum stefn- enda og er eign jarðarinnar í óskiptri sameign Sólheimatorfu óskert. Eignarhlutinn í óskiptri sameign Sólheimatorfu hefur ekki verið rýrður með löggern- ingi; þ.e. sölu, gjöf, erfð eða fjár- námi. Hlutur núverandi eigenda jarð- ar Erlings í óskiptri sameign Sól- heimatorfu er því varinn af stjórnarskrá Íslands. Höfundur er líffræðingur. Landskiptalög og stjórnarskrá Borgartún 35 105 Reykjavík sími 511 4000 fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Morgunverðarfundur á Hilton Reykjavík Nordica Finnski ævintýramaðurinn Pata Degerman hefur stýrt leiðangursmönnum á Suður- skautinu og í Himalayafjöllum, frumskógum Borneó og Amazon. Hann er einnig vinsæll fyrirlesari sem nýtir reynslu sína af erfiðum aðstæðum í þágu atvinnulífsins á sérlega skemmtilegan hátt. Fyrirlestur hans er ætlaður stjórnendum sem vilja tileinka sér óhefðbundna hugsun, raunhæfa markmiðasetningu og nýjar leiðir til að bregðast við hinu óvænta. Aðgangur ókeypis – boðið er upp á morgunverð. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Nánari upplýsingar veitir Hermann Ottósson, forstöðumaður ráðgjafa- og fræðslusviðs, hermann@utflutningsrad.is eða Bergur Ebbi Benediktsson, bergur@utflutningsrad.is á skrifstofu Útflutningsráðs eða í síma 511 4000. Sá sem afsalar hlut í jarðar- torfu á ekki að geta afsalað stærri hlut en hann fékk sjálfur afsal fyrir. TÓMAS ÍSLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.