Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 54
30 10. desember 2007 MÁNUDAGUR menning@frettabladid.is 7. og 8. des uppselt 30. des Ath. kl. 19 Áfram heldur hljóðritunum frá Schubert-hátíðinni sem haldin var í Árósum í sumar. Nú er aðeins eitt verk á dagskránni, Oktett í F-dúr eftir Shubert og er það Leipzig-kvartettinn sem flytur. Vefurinn Bókaormar BarnUng á vegum Kennaraháskóla Íslands var á meðal verðlaunahafa í keppni Evrópska skólanetsins um e-Learning Awards sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Brussel þann 6. desember. Bókaormarnir voru ásamt tólf öðrum verðlaunaverkefnum valdir úr hópi 563 verkefna frá 34 Evrópulöndum. Ormanna var sérstak- lega getið í ræðu formanns dómnefndar sem dæmi um verkefni þar sem tækist að fá unga nemendur til að lesa og skrifa í lifandi námssamfélagi með stuðningi nýrrar tækni. Bókaormarnir eru þróaðir af Torfa Hjartarsyni og Þorbjörgu St. Þorsteinsdóttur í samvinnu við Davíð Einarsson forritara. Á vef bókaormanna býðst kennurum og öðrum áhugasömum að stofna glaðbeitta bókaorma þar sem nemendur skrá lesnar bækur, lýsa efni þeirra og fella um þær dóma. Ormarnir eru öllum opnir til aflestrar og vaxa með hverri lesinni bók. Hægt er að bera saman ýmsar tölur um orma og bekkjarhópa, titla og höfunda eða kalla upp færslur af handahófi til að lesa það sem börn og unglingar hafa fram að færa um einstakar bækur. Einnig má prenta út vinnublöð og myndir til að hengja á veggi í skólum. Í nýrri útgáfu ormanna verður auk fleiri nýjunga hægt að birta á vef og koma fyrir í verkmöppum nemenda textum og myndum eftir unga lesendur um ýmis efni tengd bókum og bóklestri. Bóka- ormarnir eru á vefslóðinni http://bokaormar.khi.is. - pbb Bókaormar heiðraðir fyrir hugvit BÓKMENNTIR Vefur Bókaorma hlýtur viðurkenningu á meginlandinu í harðri keppni. Fjóli Fífils er spæjari í teikni- myndastíl. Hann er heldur sein- heppinn, en getur gripið til ýmissa spæjaralausna sem gætu komið sér vel í raunveruleikanum, en eiga bara heima í heimi ævintýranna. Fjóli Fífils: Skuggaúrið er fyrsta bók höfundarins Kristjönu Frið- björnsdóttur. Með því að gefa bók- inni nafn aðalsöguhetjunnar en láta undirtitilinn vísa til ævintýrisins gefur hún í skin að lesendur megi eiga von á frekari sögum af þessum seinheppna spæjara. Í sögunni sjálfri koma einnig fram vísbend- ingar í þá átt. Sagan öll er í teiknimyndastíl, atburðarásin er hröð, persónurnar ýktar og fæst nafnanna á manna- nafnaskrá. Þar sem nöfn söguper- sónanna eru lesandanum framandi hægir það nokkuð á lestrinum og gerir söguþráðinn allan flóknari. Ein aðalsöguhetjan er spænskætt- aður hamstur. Hann talar reiprenn- andi íslensku en skreytir hana gjarnan með spænskum orðum eða endingum. Kristjana leikur sér með málið og gerir söguna alla ærslafulla og myndræna. Það má þó spyrja sig hvernig ungum les- endum gangi að halda þræði í sögunni þegar glensið í textanum er svo mikið. Fléttan í sögunni gengur ágæt- lega upp, Fjóli Fífils tekst á við flókið sakamál sem finna þarf lausn á og hnýta alla lausa enda. Sakamálið sjálft er ærslafullt og flytur lesandann til fjarlægra landa með ævintýralegum hætti. Það er galsi í öllum texta og per- sónurnar einfaldar, lausar við flókið sálarlíf. Ingi Jensson mynd- skreytir bókina. Myndirnar eru alveg í anda textans, í teiknimynda- stíl, ýktar og skemmtilegar. Ingi er reyndur teiknari og hefur fengist við myndskreytingar og teikni- myndagerð. Hér er á ferðinni bók ætluð börnum sem geta lesið sjálf og hafa gaman af ærslafullum sögum og fyndnum texta. Bókin er hressandi lesning laus við allan boðskap, skemmtileg teiknimyndasaga í samfelldum texta. Hildur Heimisdóttir Fjóli Fífils BÓKMENNTIR Fjóli Fífils: Skuggaúrið Kristjana Friðbjörnsdóttir Teikningar: Ingi Jensson ★★★ Fjörleg spæjarasaga í teiknimyndastíl. KRISTJANA FRIÐBJÖRNS Gefur út sína fyrstu sögu Megas fór á kostum í jóladagatali Norræna hússins en daglega er opnaður gluggi klukkan 12.34 og fram sprettur einhver af okkar ágætustu listamönnum. „Ég bít ekki. Komið nær,“ sagði Megas þegar hann steig á stokk um hádegisbil í Norræna húsinu við mikinn fögnuð tónleikagesta. Norræna húsið er með dagskrá nú á aðventu sem kennd er við jóladagatal. Daglega er opnaður einn gluggi nákvæmlega klukkan 12.34 en hver gluggi hefur að geyma óvænta lifandi uppákomu af ýmsu tagi: Þannig hafa tónlistarmennirnir Gunnar Kvaran, þá Ingibjörg Guðjónsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir komið fram auk þess sem úr glugganum hafa stokkið Ólöf Arnalds, Dari Dari Dance Company og boðið hefur verið upp á ljósmyndasýningu Marie Sjovold. Á föstu- dag færðist svo fjör í leikinn því sjálfur Megas gekk út um gluggann og flutti nokkur lög. Var hann órafmagn- aður með öllu, ekki einu sinni með gítarnögl og söng nokkur laga sinna við ljúft gítarplokk. Nokkur spenna ríkti meðal gesta því líklega er Megas ekki það fyrsta sem mönnum dettur í hug þegar jóladagatöl eru annars vegar. Frekar Helga Möller eða Bó. Enda flutti Megas ekki jólalög á þessum tónleikum heldur voru lög á borð við Tvær stjörnur, Litlir sætir strákar, Spáðu í mig og Vindlingar, viskí og villtar meyjar á efnisskránni. „Nei, ekki er nú hægt að segja að Megas hafi verið mjög jólalegur. Rónalegur frekar. Var að syngja um sifjaspell og homma,“ segir einn gesta Norræna húss- ins sposkur á svip og kunni sér ekki læti. Sagði þetta einhverja bestu tónleika sem hann hafði upplifað og taldi það syndsamlegt hversu margir misstu af þeim. Því Norræna húsið hefði rúmað fleiri en þá 20 sem létu sjá sig. „En það er þeirra tap -- ekki mitt.“ Eins og vera ber, líkt og þema dagskrárinnar segir til um, ríkir nokkur leynd um hvað er í hverjum glugga um sig. Menn eiga ekki að kíkja í jólagluggana né háma í sig allt súkkulaðið í jóladagatölum á fyrsta degi. „Það má þó ljóstra því upp að uppákomurnar eru ekki af verri endanum, margir af okkar vinsælustu listamönnum koma fram,“ segir Ellen Marie Fodstad verkefnisstjóri og leggur áherslu á að allir séu hjartan- lega velkomnir. Segir þetta tilvalið til að komast um stund frá jólastressinu. Verði atriðin af sama kaliberi og Megas á föstudag má hiklaust mæla með því að fólk láti sjá sig í Norræna húsinu nú í hádeginu og kíki í gluggann. jakob@frettabladid.is Ójólalegur Megas á aðventu í Norræna húsinu MEGAS Í JÓLADAGATALI „Ég bít ekki. Komið nær,“ sagði Megas við tónleikagesti sem létu ekki segja sér það tvisvar. MYND/VÖLUNDUR faste ignir10. SEPTEMBER 2007 Fasteig nasala n Húsa kaup h efur til sölu t vílyft raðhú s bygg ð á skj ólsælu m stað á Arna rnes- hæðin ni. N útíma leg t vílyft raðh ús í fúnkí s-stíl með mögu leika á fim m sv efnhe rberg jum. Húsin eru ý mist k lædd flísum eða b áraðr i álklæ ðn- ingu s em tr yggir lágm arksv iðhald . Hús in eru alls 2 49 ferme trar m eð bíl skúr og er u afh ent ti lbúin til in n- réttin ga. Arnar neshæ ðin er vel s taðse tt en hverf ið er byggt í suðu rhlíð og lig gur v el við sól o g nýt ur sk jóls f yrir Stutt er í h elstu stofn braut ir og öll þj ón- Hér e r dæm i um lýsing u á e ndara ðhúsi : Aða linn- gangu r er á neðr i hæð . Gen gið er inn í forst ofu o g útfrá mið jugan gi er sam eiginl egt f jölsky ldurý mi; eldhú s, bor ð- og setus tofa, alls r úmir 50 fe rmetr ar. Útgen gt er um st óra re nnihu rð út á ver önd o g áfra m út í g arð. N iðri e r einn ig bað herbe rgi, g eyms la og 29 fm bí lskúr sem er inn angen gt í. Á efri hæð e ru þr jú mjög stór s vefnh erber gi þar af eit t með fatah erber gi, baðhe rberg i, þvo ttahú s og s jónva rpshe rberg i (hön n- un ge rir rá ð fyr ir að loka m egi þ essu rými og no ta sem f jórða herb ergið ). Á e fri hæ ð eru tvenn ar sva lir, frá h jónah erber gi til austu rs og sjón varps herbe rgi til ve sturs . Han drið á svölu m eru úr he rtu gl eri. Verð frá 55 millj ónum en n ánari uppl ýsing ar má finna á ww w.arn arnes haed. is eða www .husa kaup. is Nútím aleg fú nkís h ús Tvílyft raðhú s í fún kís-stí l eru t il sölu hjá fa steign asölun ni Hús akaup um. ATH ÞJÓNUS TA OFAR Ö LLU og sk ráðu eignin a þína í sölu hjá o kkur HRIN GDU NÚNA 699 6 165 Stefá n Páll Jóns son Löggi ltur fa steign asali RE/M AX Fa steign ir Engja teig 9 105 R eykja vík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.