Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 18
18 10. desember 2007 MÁNUDAGUR
„Hvernig komst
maðurinn úr
landi, ef hann
var ekki með
vegabréf,
nema þeir hafi
ekkert tekið
af honum
vegabréfið?“
spyr Kristín
Tómasdóttir,
starfsmaður
ÍTR, um mann
sem grunaður
var um nauðgun, en braut farbann
lögreglunnar og fór úr landi.
„Hann var nýsloppinn úr gæslu-
varðhaldi og var settur í farbann, sem
á að vera einhvers konar lausn, en því
virðist ekki vera fylgt eftir.
Mér finnst mjög alvarlegt að menn
sem grunaðir eru um glæpi – og mér
þykir nú eiginlega alvarlegast að þessi
maður er grunaður um kynferðislegt
ofbeldi – geti þrátt fyrir farbann
stungið af og fundist jafnvel aldrei
aftur.
Ég skil ekki hvaða eftirlit er með
þessu farbanni, því þetta er að gerast
núna í annað sinn á stuttum tíma.
Þegar menn eru settir í farbann þá er
það ekkert að ástæðulausu. Ég get
náttúrlega ekki fullyrt það en ég held
að hann hefði ekki komist úr landi
ef um manndrápsmál hefði verið að
ræða.“
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
SJÓNARHÓLL
FARBANNI EKKI FYLGT EFTIR
Skilur ekki
eftirlitið
KRISTÍN
TÓMASDÓTTIR
Starfsmaður ÍTR
■ Samskeyting upp-
hrópunarmerkis og
spurningarmerkis, kallað
„interrobang“ á ensku, er
lítt notað greinarmerki í
enskri tungu sem sam-
einar hlutverk merkjanna
tveggja. Bandaríkjamaður-
inn Martin K. Speckter bjó merk-
ið til árið 1962, vegna þess að
hann taldi að auglýsingar myndu
líta betur út ef það væri notað í
stað þess að rita bæði upp-
hrópunar- og spurningarmerki.
Nafnið interrobang er búið til
úr orðunum interrogatio, sem
þýðir „ræðuspurning“ á latínu, og
bang, sem er slanguryrði prent-
ara yfir upphrópunarmerkið.
MÁLFRÆÐI:
UPPHRÓPUNAR-
SPURNINGARMERKIÐ
„Það er bara allt gott að frétta,“ segir Drífa
Snædal sem verið hefur áberandi í ólgusjó
stjórnmálanna að undanförnu. „Þannig að
það er bara verið að standa vaktina. Ég er
hérna hjá Vinstri grænum að reyna að stýra
þessum flokki. Í þessu felst meðal annars að
skipuleggja fundi og koma okkar góða málstað
á framfæri. Svo gerðust þau undur og
stórmerki í fyrradag að það kom skýrsla
frá Ríkisendurskoðun varðandi vatns-
réttindin í Þjórsá og inntak hennar
bendir til þess að það hafi ekki
aðeins verið huglaust heldur
beinlínis ólöglegt að framselja
vatnsréttindum til Lands-
virkjunar þremur dögum fyrir
kosningar. Þannig að við erum
bara á fullu í baráttu fyrir Þjórsá,
náttúruvernd og jafnrétti.“
En lífið snýst ekki aðeins um pólitík hjá
Drífu. „Ég er komin í jólaskap enda er
aðventan gengin í garð og hana ber
að nýta í lestur góðra bók og að
borða góðan mat með góðu víni.
Nú er ég að klára bókina Óreiða á
striga sem er þroskasaga Karítasar
Jónsdóttur skráð af Kristínu Marju
Baldursdóttur. Það er ánægjulegt
að endurnýja kynnin við Karítas.
En svo á dóttir mín afmæli
um miðjan desember þannig
að þá verður húsið fyllt af
börnum, vinum og vanda-
mönnum. Svo þegar það er
afstaðið er best að spýta í
lófana og svo allt verði klárt fyrir
jólin,“ segir Drífa og er svo rokin
aftur í annir stjórnmálanna.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? DRÍFA SNÆDAL, FRAMKVÆMDASTÝRA VINSTRI GRÆNNA
Aðventa með bók, mat og veigar
Stofnfjárútboð SpHún
Sparisjóður Húnaþings og Stranda býður nú út nýtt stofnfé að
nafnverði kr. 723.653.846. Farið er með útboðið skv. reglum um
almennt útboð verðbréfa, en stofnfjáreigendur sem skráðir eru
við upphaf útboðsins eiga forgangsrétt til áskriftar í samræmi við
hlutfallslega eign sína, sbr. lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002
og samþykktir sjóðsins.
Útboðstímabilið er 10. - 17. desember 2007 og fellur áskrift
í eindaga 31. desember 2007. Verð hverrar krónu nafnverðs í
útboðinu er kr. 1,051465 og er heildarverðmæti útboðsins því
kr. 760.896.691. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er kr.
1.249.810.647 og verður eftir hækkunina kr. 1.973.464.493, að því
gefnu að allt seljist.
Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóðurinn í Kefl avík og má nál-
gast lýsingu og önnur gögn sem tengjast útboðinu á heimasíðu
Sparisjóðs Húnaþings og Stranda www.sphun.is og í afgreiðslum
hans frá og með 10. desember 2007.
Sparisjóðsstjórn
Jakobína Björk Sigvaldadóttir dýralækn-
ir gerði aðgerðina á læðunni Ronju í
sumar en Kristín og Hörður ákváðu að
Ronja skyldi fá að lifa eftir að Jakobína
fullvissaði þau um að hún gæti lifað góðu
lífi með þrjá fætur.
„Þrífættir kettir geta hlaupið, stokkið
upp í tré og haga sér nánast alveg eins
og heilbrigðir kettir með fjóra fætur,“
segir hún. „Þess vegna verður fólk að
spyrja sig: „Er rétt að lóga ketti eða láta
hann lifa með fötlun sem hann getur vel
aðlagast?“ Ef við sjáum fram á að dýrið
þjáist ekki og líði vel er ekkert því til
fyrirstöðu að það hafi þrjá fætur.“
Örfáir kettir og hundar eru aflimaðir á hverju
ári en þar sem læknisfræðinni hefur fleygt
mikið fram tekst dýralæknum að bjarga
sífellt fleiri löppum. Þegar aflimun er
eina úrræðið segir Jakobína að yfirleitt
þurfi að beita gæludýraeigendur
svolitlum fortölum. „Fólk á erfitt með að
hugsa sér fötluð dýr og við verðum að
telja því trú um að dýrinu geti liðið vel
þótt það missi fót. En í öllum tilfellum
verður fólks steinhissa á hvað dýrin
aðlagast vel.“
Jakobína segist hafa orðið vör við
mikla hugarfarsbreytingu hjá gæludýra-
eigendum. „Áður var það viðtekin venja
að svæfa dýr ef þau slösuðust eða
veiktust. Nú vill fólk gera hvað það getur til að
bjarga dýrunum sínum enda er svo margt sem
hægt er að gera fyrir þau.“ - bs
Jakobína Björk Sigvaldadóttir dýralæknir gerði aðgerðina á Ronju:
Erfitt að hugsa sér fötluð dýr
JAKOBÍNA
DÝRALÆKNIR
Þegar læðan Ronja tekur
á sprett er ekki að sjá að
hún sé frábrugðin flestum
köttum. Það er ekki fyrr
en hún hægir á sér að hún
byrjar að stinga við og
maður tekur eftir að á hana
vantar löpp.
Læðan Ronja er þriggja ára. Hún
hefur verið heimilisköttur hjá
Herði Sveinssyni og Kristínu
Guðnadóttur í rúmt ár og er í
miklu uppáhaldi hjá dóttur þeirra
Lilju Berglindi og Leonharð, syni
Harðar. Þar til í sumar var Ronja
fjórfætt en hvarf sporlaust í
sumar. Þrátt fyrir mikla leit
fannst hún hvergi en skilaði sér í
hús viku síðar. Við vorum
auðvitað himinlifandi en tókum
eftir að hún haltraði mikið,“ segir
Hörður. Á mánudeginum var
rokið með Ronju upp á Dýra-
læknastofu í Garðabæ þar sem
kom í ljós að hún hafði hlotið ljótt
brot á mjaðmagrind og að hægri
afturlöpp hennar var illa brotin.
Að öllum líkindum hafði hún
orðið fyrir bíl.
Dýralæknirinn taldi að hægt
væri að bjarga löppinni og Ronja
fór því undir hnífinn. Í miðri
aðgerð fékk Kristín hins vegar
símtal. „Læknirinn hringdi og
sagði að löppin væri mun verr
farin en talið var,“ segir Kristín.
„Við þurftum því að taka ákvörð-
un um það hvort það ætti að
aflima eða svæfa hana.“
Eftir þónokkrar vangaveltur
ákváðu þau að Ronja skyldi fá
annað tækifæri. „Læknirinn full-
vissaði okkur um að kettir gætu
lifað góðu lífi þótt þá vantaði
löpp,“ segir Kristín. „Ég hef
aldrei átt kött með jafnmikinn
karakter og Ronja. Hún hafði líka
greinilega lagt mikið á sig til að
komast aftur heim og átti skilið
að halda lífi.“
Ronja þurfti að gangast undir
aðra aðgerð þar sem löppin var
fjarlægð. Hún þurfti því að dvelja
nokkra daga á dýraspítalanum
áður en hún kom heim, en heimil-
isfólkið var duglegt að heim-
sækja hana á meðan.
Eftir heimkomuna var Ronja
nokkuð framlág og átti erfitt með
að fóta sig og hélt sig til hlés á
meðan sárin greru.
„Það hafði alltaf verið mikill
leikur í henni og við vorum vissu-
lega farin að hafa áhyggjur af því
að hún yrði ekki söm,“ segir
Hörður. „En dag einn stóð Ronja
hins vegar á fætur, haltraði af
stað og tók svo skyndilega á
sprett eftir gólfinu. Og það var
ekki að sjá á henni að á hana
vantaði fót. Síðan hefur hún verið
eins og hún á að sér að vera, leik-
ur við hvurn sinn fingur og stekk-
ur upp á stóla eins og ekkert sé.“
Ronja hefur ekki farið út eftir
slysið og varð óttaslegin þegar
hún sá bíla út um glugga. Nú hefur
hún hins vegar safnað kröftum og
kjarki og langar að fara út aftur
en Hörður og Kristín ætla að bíða
með að hleypa henni út þar til þau
flytja bráðum í hverfi þar sem
bílaumferð er minni.
Kristín segir að þótt mikið hafi
reynt á bæði köttinn og heimilis-
fólkið hafi þolraunin verið þess
virði. „Þetta háir henni lítið sem
ekkert og eftir allt sem hefur
gengið á þykir okkur auðvitað
enn meira vænt um hana.“
Hörður og Kristín hafa nú látið
tryggja Ronju og vona að hún
eigi eftir að vera hjá þeim mjög
lengi. „Það er eins gott því
aðgerðin kostaði formúgu. Þetta
er sjálfsagt einn dýrasti köttur í
borginni,“ segja þau hlæjandi.
„En hún er hverrar krónu
virði.“
bergsteinn@frettabladid.is
Hleypur um á þremur jafnfljótum
Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR Leonharð, Lilja Berglind og Hörður með heimilisköttinn
Ronju, sem hefur fengið að reyna ýmislegt undanfarna mánuði. Á myndina vantar
Kristínu Guðnadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
RONJA Það er mikill leikur í Ronju. Þótt
hún stingi við þegar hún gengur hleypur
hún og stekkur eins og ekkert sé.
NÝKOMIN HEIM Ronja var ekki ásjáleg eftir aðgerðina og heldur framlág eftir að hún
kom heim.
Hvað varð um oblát-
urnar?
„Krakkarnir fá pizzur og
snúða og auðvitað er öllum
börnum á ferm ingaraldrinum
velkomið að taka þátt þó þau
tilheyri öðrum trúfélögum.“
SÉRA SR. KRISTJÁN BJÖRNSSON
SÓKNARPRESTUR UM FERMINGAR-
MÓT Í LANDAKIRKJU Í VESTMANNA-
EYJUM.
sudurland.is 5.desember
En í Rúmfatalagern-
um?
„Þetta var svolítið erfitt fyrst,
aðallega þar sem eiginkonan
neitaði að láta sjá sig með
mér í Bónus.“
REYNIR TRAUSTASON, RITSTJÓRI DV,
UM ÞAÐ ÞANN TÍMA ÞEGAR HANN
BYRJAÐI AÐ GANGA MEÐ HATTA.
24 stundir 8. desember