Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 52
28 10. desember 2007 MÁNUDAGUR Litbrigði galdranna - Terry Pratchett - ,,Einn fyndnasti og besti rithöfundur Bretlands” The Independent ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þökk sé framsækn- um japönskum vís- indamönnum er loks- ins komið að því að heimsmynd okkar hrynji til grunna. Niðurstöðurnar eru óvéfengjanlegar: barnungir simpansar eru minnugri en fullorðnir, mennskir háskóla- nemar. Nú verðum við einfaldlega að gerast grænmetisætur, öll sem eitt. Hver veit hvaða uppgötvun liggur handan við hornið? Kannski eru lömb betri en veðurfræðingar í ljóðagerð. Eða kannski eru naut tilfinninganæmari en óléttar konur. Þetta er allt óráðið enn, þó líklegt megi teljast að Japanar finni svörin innan skamms. En að simpönsunum. Vísinda- mennirnir lögðu sumsé minnispróf fyrir simpansa og háskólanema. Aparnir stóðu sig betur en menn- irnir í fjörutíu prósentum tilfella sem verður að teljast marktækt. Gagnrýnendur rannsóknarinnar hafa bent á ýmsar breytur sem hafi verið öpunum í hag og gætu því hafa valdið niðurstöðunum. Til að mynda munu aparnir, ólíkt mönnunum, hafa fengið umbun þegar þeir stóðu sig vel í minnis- þrautinni. Vera má að löngunin í þessa umbun hafi hleypt öpunum kapp í kinn, en ólíklegt verður að teljast að hún hafi beinlínis bætt minni þeirra. Vert er einnig að benda á að mennirnir gerðu sér líkast til flestir grein fyrir því að verið var að mæla getu þeirra. Sú vissa kyndir oftast undir keppnis- skapinu. Allt bendir til að í minnis- keppni manna og apa hafi aparnir tekið okkur í nösina og fengið ban- ana fyrir. Fyrr á árinu bárust fréttir frá Senegal þess efnis að þarlendir simpansar væru farnir að smíða sér vopn til að nota við veiðar. Merkilegar fréttir sem slíkar, en þegar þær eru lagðar saman við niðurstöður japönsku vísinda- mannanna fer gamanið að kárna. Simpansar eru minnugir. Þeir smíða vopn og beita þeim án þess að hika. Yfirráð þeirra eru óumflýjanleg. Við erum samt örugg á Íslandi, um sinn, því það eru ekki lengur apar í Blómavali. STUÐ MILLI STRÍÐA Simpansar eru minnugri en menn VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR BÍÐUR APAPLÁNETUNNAR Pælið aðeins í þessu. Volgur og góður drullupollur sem við getum velt okkur upp úr þegar við viljum. Þrjár fínar máltíðir á dag. Það hlýtur að vera einhver hængur á! Bölvaður! Er hann með enn eina? Þetta er ósanngjarnt! Svona verður þetta! Jæja, kannski þessi hressi upp á minnið! Uuu aðeins... Einhver sem þú þekkir, Jói? Ponny? Elskan, ég er kominn heim! Eldhú... Hvar er Jói? Hvar er litli glæpamaðurinn? Enn eina? Það sem ég hlakka til að flytja héðan! Og þú veist það! Viltu sjá litinn sem ég valdi til að mála her- bergið hans? Meira að segja hann er byrjaður að tala niður til mín. Þínar reglur eru bara ósanngjarnar! Þú varst með risastórt höfuð, þykkt svart hár og augun voru risastór! Það hlýtur að hafa verið erfitt að hlæja ekki! Það er það enn. Þú varst eiginlega undarlegri. Leit ég svona undarlega út þegar ég var ungabarn? Ertu enn sofandi? Og sex á nóttunni. Jebb. Ég þarf að ná svona átta tímum á daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.