Fréttablaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 16
16 10. desember 2007 MÁNUDAGUR
PLÚSFERÐIR – Lágmúla 4 – 105 Reykjavík - Sími 535 2100
Ferðaskrifstofa
Verð frá 39.900 kr. á mann m.v. 2 í gistingu á Paraiso,
Las Tartanas eða sambærilegri gistingu í 7 nætur.
Aukavika: 15.000 kr. á mann, bókast á skrifstofu.
Verð frá 44.900 kr. á mann m.v. 2 í gistingu á Roque Nublo,
Montemar eða sambærilegri gistingu í 7 nætur.
Aukavika: 18.000 kr á mann, bókast á skrifstofu.
*Gisting getur verið íbúð, stúdíó, smáhýsi eða hótelherbergi.
Takmarkað sætaframboð og gisting í boði í hverja brottför
- fyrstur kemur fyrstur fær.
MENNTUN Enga heildstæða stefnu um kennslu varð-
andi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og
barnavernd er að finna innan háskólanna og
virðist sem kennsla á þessu sviði sé að mestu háð
áhuga þeirra kennara sem þar starfa. Hvergi var
að finna umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi gegn
börnum á netinu, samkvæmt niðurstöðum
könnunar Barnaheilla.
Í 32 námskeiðum í íslenskum háskólum var að
einhverju leyti fjallað um kynferðislegt ofbeldi
gegn börnum. Þar af voru sautján námskeið í
Háskóla Íslands og fimm námskeið í Lögreglu-
skóla ríkisins.
Barnaheill telur mikilvægt að mótuð verði
stefna í kennslu varðandi kynferðislegt ofbeldi,
þar sem fagfólk á fyrrnefndum sviðum er í
lykilhlutverki í forvörnum og fræðslu á þessu
sviði, meðferðum og stuðningi við börn og
foreldra þeirra og meðferðarúrræðum og refs-
ingu fyrir gerendur. Því er mikilvægt að fagfólk
þekki einkenni barna sem hafa orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi.
Þetta kemur fram í niður stöðum könnunar
Barnaheilla sem kynntar voru á hádegisfundi á
miðvikudag. Könnunin var gerð sumarið 2007 á
áherslum í kennslu á háskólastigi í menntamálum,
félags- og heilbrigðismálum, dómskerfinu og í
löggæslu um kynferðislegt ofbeldi á börnum. - eb
Fagfólk fær ekki fullnægjandi kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum:
Mikilvægt að þekkja einkennin
MENNTUN Kynjamunur hefur
minnkað í öllum greinum frá
árinu 2003 og er ekki marktækur
2006 í náttúrufræði og stærð-
fræði. Innan náttúrufræðinnar
eru piltar marktækt betri í eðlis-
og efnafræði em stúlkur hafa
meiri þekkingu á vísindalegri
aðferð. Kynjamunur í náttúru-
fræði er áberandi mestur á Aust-
urlandi 2006. Stúlkur standa sig
þar mun betur en piltar. Þetta
kemur fram í niðurstöðum PISA-
könnunarinnar 2006.
Júlíus K. Björnsson, forstöðu-
maður Námsmatsstofnunar, segir
að kynjamunur hafi minnkað í
öllum greinum á Íslandi milli
áranna 2003 og 2006 og sé ekki
marktækur í náttúrufræði og
stærðfræði. Kynjamunur í nátt-
úrufræði sé áberandi mestur á
Austurlandi þar sem stúlkur
standi sig mun betur en strákar.
Strákar standi sig hins vegar
miklu betur en stelpurnar ef
prófað sé á óhefðbundinn hátt.
„Við vorum með heimsins
mesta kynjamun en höfum hann
ekki lengur. Finnar eru nú með
mesta kynjamuninn í lestri
stúlkum í hag,“ segir hann.
Júlíus hafnar þeirri gagnrýni á
framkvæmd PISA að allir
fimmtán ára nemendur á Íslandi
séu bornir saman við úrtak í
öðrum löndum. Hann bendir á að
þetta geri könnunina aðeins áreið-
anlegri hvað Íslendinga varðar.
Lesskilningur fari tvímæla-
laust versnandi hér. Strákarnir
séu langt á eftir stelpunum þannig
að með því að hífa þá upp myndi
staðan snarbatna í samanburði
við aðrar þjóðir. „Þetta er eitt-
hvað sem við verðum að taka
alvarlega og reyna að bæta,“
segir hann. - ghs
FINNAR MEÐ MESTA MUNINN „Finnar
eru nú með mesta kynjamuninn í lestri
stúlkum í hag,“ segir Júlíus K. Björnsson,
forstöðumaður Námsmatsstofnunar.
Kynjamunur hefur minnkað í öllum greinum samkvæmt PISA 2006:
Kynjamunur er mestur á Austurlandi
HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir telur
mikilvægt að geymslutími dul-
kóðaðra persónuupplýsinga í
lyfjagagnagrunni embættisins
verði lengdur. Geymslutíminn er
þrjú ár sem takmarkar möguleika
heilbrigðisstarfsmanna til að nýta
upplýsingarnar í almannaþágu.
Málið er ekki til skoðunar hjá
Persónuvernd en endurskoðun
laganna er hafin innan heilbrigð-
isráðuneytisins.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir segir embættið hafi gert
athugasemdir við að gögnunum
sé eytt eftir aðeins þrjú ár. „Það
eru í raun engin haldbær rök
fyrir því að eyða þeim eftir þenn-
an tiltekna tíma og við spyrjum af
hverju er verið að eyða þessum
upplýsingum yfirleitt. Hverra
hagsmuna erum við að gæta með
því að eyða þeim?
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri
Persónuverndar, segir að ekkert
formlegt erindi hafi borist stofn-
uninni um breytingar á lögum um
lyfjagagna-
grunn landlækn-
is. Málið sé því
ekki til skoðun-
ar eða afgreiðslu.
„Rökin á sínum
tíma fyrir að
þrjú ár væru
nægjanlega
langur geymslu-
tími voru að á
þeim tíma væri
hægt að viðhafa
lögboðið eftirlit
landlæknis og ganga þannig frá
gögnum að mögulegt væri í fram-
tíðinni að vinna alla tölfræði sem
nauðsynleg væri fyrir hið opin-
bera.“
Sigurður segir að lyfjagagna-
grunnurinn hafi fjölmarga kosti.
„Hægt er að sjá ávísanavenjur
tiltekins hóps lækna og bera þær
saman eftir aldri sjúklinga, kyni
og búsetu. Til dæmis er hægt að
nota lyfjagagnagrunninn til að
skoða af nákvæmni ef óvenjuleg
aukaverkun lyfs kemur fram,
sem ekki var vitað um áður.“ Sig-
urður segir notkun upplýsinga á
þennan hátt vera mikilvæga í far-
aldsfræðilegum skilningi og því
fyrir almenna heilsu fólks í land-
inu. Gagnagrunnurinn er notaður
til að fylgjast með ávísunum
lækna á ávanabindandi lyf og
hugsanlegri misnotkun þar á.
„Þetta er mun mikilvægara en
eftirlitið og vegur mun þyngra
fyrir heilsugæslu í landinu,“ segir
Sigurður.
Einar Magnússon, skrifstofu-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu,
segir að endurskoðun á lögum um
lyfjagagnagrunninn sé hafin.
„Lenging á varðveislu gagna er
það sem stefnt er að.“
Ýmsar aðrar breytingar eru
taldar æskilegar að mati land-
læknisembættisins, til dæmis að
skýra ákvæði laganna um almennt
eftirlit með lyfjaávísunum lækna
og um aðgang einstaklinga að
eigin gögnum. svavar@frettabladid.is
Notagildi upplýsinga
takmarkað af lögum
Landlæknir telur mikilvægt að geymslutími dulkóðaðra persónuupplýsinga
verði lengdur. Stuttur geymslutími takmarkar notagildi upplýsinga sem nýst
gætu í almannaþágu. Heilbrigðisráðuneytið hefur lögin til skoðunar.
LYFJAVERSLUN Lyfjagagnagrunnur landlæknis getur nýst á margvíslegan hátt. Lög takmarka notagildið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í GINI ÚLFALDANS Súdanskur úlfalda-
hirðir reynir að láta sér fátt um
finnast þótt úlfaldinn sýni honum
nokkuð gróf atlot á úlfaldamarkaðn-
um í Kartúm. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
LANDLÆKNIR