Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 27

Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 27
MÁNUDAGUR 10. desember 2007 3 Á aðventu og jólum þykir mörgum auka á hátíðleikann að hafa lifandi blóm í híbýlum sínum á borð við hýasintur, jólastjörnu og amaryllis. Stefanía Unnarsdóttir, eigandi Hlíðablóma, segir jólablómin koma fyrr nú en áður og að sum þeirra séu notuð á annan hátt en venja er. Stefanía segir að ekki séu ný jóla- blóm að koma fyrir þessi jól held- ur séu þessi klassísku í gildi nú sem fyrr. „Aftur á móti komu hýasinturnar fyrr núna en venju- lega og þær eru notaðar dálítið öðruvísi. Nú eru þær settar í blómavasa eða gler og skreyttar en áður fyrr voru þær alltaf sett- ar í körfuskreytingar með mosa,“ segir Stefanía sem hefur á til- finningunni að nú séu þær notað- ar eins og afskorin blóm. „Þegar þær eru settar í glervasa með vatni þá fá ræturnar og laukur- inn að njóta sín,“ segir hún og bætir því við að hýasintur fáist í fjórum litum; rauðar, hvítar, bláar og bleikar en þær standa alla jafna í tíu daga til tvær vikur. „Amaryllis-laukurinn er líka kominn núna en hann er vinsæll fyrir jólin núna eins og hefur verið undanfarin ár. Amaryllis er á háum stilkum með fjórar eða fimm klukkur á hverjum stilk og fæst yfirleitt í rauðu og hvítu,“ segir Stefanía og bendir á að eins séu túlípanar alltaf mikið notaðir jólin. „Yfirleitt hefur verið hægt að fá túlípana afskorna um viku fyrir jól og þá settir í gler eða potta og skreyttir. Aftur á móti er voðalega mikið um laukblóm núna á aðventunni sem eru sett í vatn með lauknum og öllu saman.“ Stefanía segir jólastjörnuna vera fyrr á ferðinni en laukblóm- in því hún var komin um mánaða- mótin október, nóvember og háannatími hennar er í raun liðinn. Spurð hvort hún eigi einhver ráð til að halda jólastjörnunni á lífi fram yfir hátíðarnar, segir Stefanía: „Já, hún má ekki vera í kulda og ekki í trekki eða drag- súg. Svo þarf að vökva hana hóf- lega, kannski tvisvar í viku og hafa hana á notalegum stað þar sem ekki er mikil umferð.“ Loks nefnir Stefanía að hinar ýmsu tegundir af barrtrjágrein- um séu vinsælar fyrir jólin og tekur þá silfurfuru og eini sem dæmi. „Það er rosalega fallegt að setja saman ílex-berjagreinar og fallega grenitegund,“ segir Stefanía. sigridurh@frettabladid.is Jólablómin sett í gler Stefanía segir að jólablómin séu notuð á ýmsan hátt í ár sem hefur ekki tíðkast áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ný jólakúla komin JÓLAKÚLAN 2007 EFTIR ÓLÖFU ERLU BJARNADÓTTUR ER KOMIN Á MARKAÐ. „Ég sæki hugmyndirnar að mynstri jólakúlanna jafnan í íslenskan vetur. Þetta árið minnir munstrið á fyrsta brumið eða gróðursprota sem gægjast upp úr snjónum að vori,“ segir keramikerinn Ólöf Erla sem nú hefur gert enn eina hvíta handgerða postulínskúlu fyrir jólin. Þessi er sú fimmta í röðinni. Hún kveðst ætla að láta staðar numið þegar sjö árgerðir verði komn- ar. Þó stefni hún að því að halda áfram að gera hannaðan jólagrip eftir það en þá einhverja nýja línu. Ólöf Erla hefur rekið Kirsuberja- tréð að Vesturgötu 4 í tólf ár ásamt tíu öðrum konum sem allar selja eigin hönnun í versluninni. Þar er nýja jólakúlan til sölu og einnig í Saltfélaginu Grandagarði 2, Epal Skeifunni 6 og Epal design í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Jólakúlur fyrri ára fást einnig í takmörkuðu upplagi. - gun Mini hafrafitness Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólum fyrir viðkiptavini okkar. A WATCH YOU CAN COUNT ON. UP TO 1/1000 OF A SECOND. . . THE NEW G-7700 WITH 1/1000- STOP WATCH AND DUAL DISPLAY TOUGH TESTED BY EXPERTS: THE G-SHOCK TOUGH TEST TEAM. TICKS JUST LIKE YOU. autumnw i n t e r ’07 g-shock.eu Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRANNBETRA G O LF Arnar M ár Ó lafsson og Úlfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.