Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 38
BLS. 2 | sirkus | 28. DESEMBER 2007
■ Heyrst hefur
Þ að hefur verið í mörg horn að líta síðan ég datt út af þinginu í vor,“ segir Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.
„Að loknu langþráðu sumarfríi fór ég að svipast um
eftir starfi og var ráðin sem sérfræðingur á skrifstofu
rektors Háskóla Íslands,“ segir hún alsæl með nýja
starfið en Sæunn er viðskiptafæðingur að mennt.
„Framundan eru spennandi tímar hjá Háskólanum
og það er mjög gaman að fá að taka þátt í þeim breyt-
ingum sem fram undan eru þar. Breytingarnar taka
mið af stefnu Háskólans um að komast í fremstu röð
háskóla í heiminum en Háskóli Íslands og Kennara-
háskóli Íslands sameinast á næsta ári sem verður
stórt skref fram á við,“ segir Sæunn sem ætti að vera
vel í stakk búin í starfið með alla þá dýrmætu reynslu
sem hún hefur. Sæunn var aðstoðarmaður Jóns Kristj-
ánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á
árunum 2003-2006 og síðar félagsmálaráðherra.
„Auðvitað sakna ég þingstarfanna en er mjög sátt við
stöðu mína í dag. Ég lít fyrst og fremst á þetta tímabil
sem skemmtilegan og lærdómsríkan kafla í lífi mínu
sem ég hefði ekki viljað vera án,“ segir Sæunn sem
hefur langt í frá sagt skilið við pólitíkina í lífi sínu en
hún gegnir stöðu ritara Framsóknarflokksins. „Ég hef
meiri tíma núna til að beita kröftum mínum innan
flokksins og taka þátt í mikilvægu uppbyggingarstarfi
hans,“ bætir Sæunn við. Á vordögum tekur Sæunn við
nýju hlutverki af allt öðrum toga en hún og eiginmaður
hennar, Kjartan Örn Haraldsson, jarðfræðingur og
kennari, eiga von á sínu fyrsta barni. „Við fengum þau
gleðitíðindi í sumar að við ættum von á barni og
hlökkum við mikið til að takast á við foreldrahlut-
verkið.“ Kjartan og Sæunn hafa verið saman í sjö ár,
en þau giftu sig árið 2005. „Ég er komin rúma fimm
mánuði á leið og hef verið mjög heilsuhraust á þess-
um fyrstu mánuðum,“ segir unga framsóknarkonan
að lokum sem er svo sannarlega í stöðugri sókn.
Bergthora@frettabladid.is
Ný vinna og barn á leiðinni
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Ritstjóri Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
Bergþóra Magnúsdóttir
bergthora@frettabladid.is
Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is
Auglýsingastjóri
Guðný Guðlaugsdóttir Sími 512 5462
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, sími 512 5000
MORGUNMATURINN: Á sumrin eru það
ferskir ávextir, á veturna dett ég í kaffi
og ristað brauð og um helgar læðist
oftar en ekki danskt vínabrauð á
diskinn minn.
SKYNDIBITINN: Annaðhvort avocado
samloka, ávaxta sjeik og latte á Jo &
The Juice í Magasin eða öl og
flödeboller.
RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Við fjölskyldan
förum á sunnudögum á Laundromat
Café í „besta bröns í Kaupmannahöfn”.
Mér finnst það æði rómó.
BEST VIÐ BORGINA: Það sem ég er að
eltast við hérna í Kaupmannahöfn er
tískubransinn, það er rosalega mikið
að gerast og mikið af tækifærum.
Dönsk fatahönnun hefur
verið á mikill uppleið. En
borgin sjálf er
tvímælalaust yndisleg-
ust á sumrin.
LÍKAMSRÆKTIN: Eins og
er hjóla ég, eltist við tvö
mjög spræk börn og
hleyp upp og niður
stigana heima hjá mér.
Mig langar rosalega til
að byrja í ropejóga, en
ég hef ekki fundið það
hér í borg.
UPPÁHALDSVERSLUNIN: Ef ég er að fara
að kaupa mér föt/skó fer ég í
DesignerRemix, Marc Jacobs, H&M
eða Moshi Moshi. Nýja Paul Smith-
herralínan í Illum er rosalega flott.
Heimilisvörur í Room eða Urban Living.
Það eru endalaust margar fallegar
barnabúðir. Ef mig vantar sitt lítið af
hverju fer ég í Magasin.
Helga Ólafsdóttir
fatahönnuður hjá Ilse Jacobsen
KAUPMANNAHÖFN
Tískubransinn er heillandi
Karlateiti ársins
Ari Edwald, forstjóri
365 miðla, verður
með svaðalegt
karlagill í kvöld en
hann hefur haldið
samskonar teiti
undanfarin ár. Það
sem er
sérstakt
við teitið er það er engum
boðið nema viðkomandi
sé vel loðinn um lófana.
Í fyrra fór teitið fram á
101 Hóteli og þar
mátti sjá helstu
prímusmótorana í
íslensku viðskiptalífi
eins og Björgólf Thor, Jón
Ásgeir, Ármann
Þorvaldsson í Kaupþingi,
Bakkavararbræður,
Magnús Ármann, Steina í
Kók og Sigurð Bollason. Í
röðum auðmannanna
er mikil
stemning fyrir
kvöldinu þótt úrvalsvísi-
talan mætti gjarnan vera
hagstæðari og
gengi bréfa
grænna.
S ú var tíðin að enginn þótti maður með mönnum nema eiga miða á nýársfagnað 1. janúar. Íslendingar lögðu
mikið upp úr þessu fyrsta kvöldi árs-
ins, þar sem öllu því fínasta og flott-
asta var flaggað. Nú virðist þó vera að
fólk kjósi fremur notalegan kvöldverð
í heimahúsi en glitkjóla, fjaðrir og 30
cm háa hæla á veitingahúsum
bæjarins.
Hótel Saga hefur verið samkomu-
staður ´68 kynslóðarinnar á nýárs-
kvöldi í rúman áratug en nú kveður
við annan tón. „Það var ákveðið að
fella niður nýársfagnað ´68 kynslóð-
arinnar á Hótel Sögu að þessu sinni,“
segir Karen Þórsdóttir á Hótel Sögu.
Hún bendir á að ´68 kynslóðin yngist
ekki og gæti því aldurinn spilað inn í
dræma þátttöku. „Eftir að ljóst varð
að ekkert yrði af ´68 fögnuðinum hjá
okkur var ákveðið að halda opinn
dansleik en hann hefur sömuleiðis
verið blásinn af vegna lélegrar þátt-
töku,“ segir Karen. Verónika Þorvalds-
dóttir á veitingastaðnum Silfri á Hótel
Borg vill meina að sú stemning sem
áður ríkti í kringum nýjárskvöld hafi
breyst mikið undanfarið. „Nýársfagn-
aðurinn hjá okkur verður með öðru
sniði en áður hefur verið. Að þessu
sinni bjóðum við ekki upp á skemmti-
dagskrá um kvöldið eins og við höfum
gert því það virðist hreinlega ekki vera
hljómgrunnur fyrir
því,“ segir Verónika, en
Salt mun bjóða upp
á sjö rétta matseðil
á nýárskvöld. Borð-
in á Silfri eru ekki
öll uppbókuð en
Verónika vill meina
að borðin fari óðum að
fyllast. „Aftur á móti virð-
ast vinsældir jólahlaðborða aldrei
hafa verið meiri og margir fara oftar
en einu sinni á hlaðborð á aðvent-
unni,“ bætir Verónika við. Markaðs-
stjóri Perlunnar, Stefán Sigurðsson,
var aðeins borubrattari þótt enn sé
ekki fullbókað í Perlunni. „Við bjóðum
upp á fimm rétta matseðil og Þórir
Baldursson sér um dinnertónlistina,“
upplýsir Stefán um hinn árlega nýárs-
fögnuð Perlunnar en Þórir mun sömu-
leiðis sjá um tónlistina á dansleikn-
um eftir borðhaldið. „Þetta árið er
margir nýir hópar að koma til okkar
fyrsta skipti sem við tókum fagnandi,“
segir Stefán að lokum en
sú tíð virðist liðin
þegar fólk borgaði
nokkra tugi
þúsunda til að
fagna nýju ári
með útsýni yfir
borgina. Ljóst
er að mörg vötn
hafa runnið til sjáv-
ar síðan nýársfagnaðir
voru stærsta og eflaust
dýrasta skemmtun ársins,
hvort sem það er út af breyttum fjöl-
skylduáherslum eða einfaldlega út af
yfirvofandi kreppu verður þó látið
liggja milli hluta að sinni.
UPPSTRÍLUÐ NÝÁRSKVÖLD HEYRA SÖGUNNI TIL
GALABOÐ DOTTIN ÚR TÍSKU
HVAÐ GERA ÞÆR NÚ? Edda
Sverrisdóttir, Súsanna Svavarsdóttir
og Birna Þórðardóttir hafa verið
fastagestir undanfarin ár á
nýársgleði 68-kynslóðarinnar og
haldið þar uppi stuðinu.
LÁTA SIG VANTA Kjartan Gunnarsson og Davíð Oddsson hafa verið fastagestir í nýársgleði Perlunnar. Ekki er vitað hvar þeir ætla að
skvetta úr klaufunum í ár.