Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 16
16 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR
Farþegar í innanlandsflugi urðu í
gær fimm hundruð þúsund á árinu
samkvæmt upplýsingum frá Flug-
stoðum. Er þetta í fyrsta skipti sem
þessum farþegafjölda er náð á einu
ári.
Farþegum hefur fjölgað um 17
prósent frá því í fyrra þegar þeir
voru tæplega 427 þúsund. Telja
Flugstoðir þetta til vitnis um að
fólk sjái sér hag í því að nýta flug-
samgöngur í stað þess að keyra á
milli landshluta.
Farþegi númer 500 þúsund kom
með flugi frá Þórshöfn á Langanesi
um Vopnafjörð og Akureyri til
Reykja víkur og fékk þar blómvönd
og innanlandsflugmiða fyrir tvo. - gar
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Í september 2006 gerðu
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra
og menntamálayfirvöld
í Kína samkomulag um
aukið samstarf í mennta- og
menningarmálum. Hluti
af því samkomulagi var að
styrkja kínverskan nem-
anda til íslenskunáms með
það fyrir augum að hann
kenndi íslensku við Tungu-
málaháskólann í Peking
eða Beijing Foreign Studies
University í Kína.
Nemandinn heitir Shu Hui Wang
og hóf íslenskunámið í september
síðastliðnum. „Mér brá nokkuð í
brún þegar mér varð ljóst hversu
erfitt það er að læra íslensku,“
segir hún. „Ég var til dæmis hálf
feimin við það að segja að ég væri
að fara að kenna íslensku í framtíð-
inni, ég var hreinlega ekki viss um
að það væri raunhæft en nú er ég
ófeimin við það því ég er komin á
gott ról.“
Hún segir að til standi að kennsl-
an byrji í Peking árið 2009. „Það
verða einnig með mér Íslendingur
menntaður í íslenskum fræðum og
síðan kínverskur starfsmaður sem
talar einnig íslensku. Ég geri ráð
fyrir því að um tíu nemendur muni
sækja námið en það stendur í fjög-
ur ár og innritað verður á fjögurra
ára fresti.“
Meðan á heimsókn menntamála-
ráðherra til Kína stóð voru Tungu-
málaháskólanum í Peking einnig
afhentar um 1.600 íslenskar bækur
að gjöf. „Bókagjöfin myndaði stofn
að einu stærsta bókasafni íslenskra
bóka í Asíu,“ segir Steingrímur
Sigurgeirsson, aðstoðarmaður ráð-
herra.
Alls 25 erlendir nemendur þiggja
styrk frá ráðuneytinu til að læra
íslensku hér á landi. Flestir þeirra
eru nú komnir til síns heima í jóla-
frí en ráðuneytið bauð hinum í mat
á aðfangadag á Radisson SAS Hótel
Sögu og svo aftur á gamlársdag.
Aðspurð hvað sé erfiðast við
íslenskuna svarar hún: „Ég veit
ekki hvað er erfiðast en ég veit
hvað mér finnst skondnast. Það er
framburður á orðum eins og „vel“
en mér hefur verið sagt að setja
tunguna til hliðar þegar ég ber
orðið fram. Svo er það orðið „vatn“
því hljóðið kemur eiginlega fyrst
frá munni en svo frá nefi,“ segir
hún og hlær við á meðan hún æfir
sig á orðunum óþjálu.
jse@frettabladid.is
Kennir íslensku í Kína
UPPRENNANDI ÍSLENSKUKENNARI Shu Hui Wang er á fyrstu önn í íslenskunáminu sem taka mun tvö ár en þá heldur hún til
Peking til að kenna íslenskuna við Tungumálaháskólann þar í borg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
■ Fornleifafræðingar
sem rannsakað hafa
mannamyndir frá því
6.000 árum fyrir Krist
telja að menn hafi þá þegar flúrað
myndir á andlit sitt og skrokk. Með
kynnum evrópskra sæfara af Pólýnes-
um um 1800 hófst nýtt tímabil í sögu
húðflúrs í Evrópu. Húðflúr varð mjög
vinsælt meðal tiltekinna hópa í Evr-
ópu; annars vegar meðal aðalsmanna
og hins vegar meðal vændiskvenna
og glæpamanna. Þessi síðari hópur
virðist hafa haft mun meiri áhrif á
þá ímynd sem húðflúr fékk í huga
evrópskrar millistéttar. Þekktur 19.
aldar afbrotafræðingur, Lombroso að
nafni, taldi til dæmis þörfina á að láta
húðflúra sig vera eitt af einkennum
meðfæddrar glæpahneigðar.
HÚÐFLÚR
GÖMUL TJÁNINGARÞÖRF
„Við fjölskyldan erum að koma úr sundi, fórum í
sundlaug Seltjarnarness sem við höfum stund-
að grimmt í aðdraganda jóla og reyndar yfir
jólahátíðina,“ segir Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir,
lögfræðingur hjá lögreglustjóranum á höfuðborg-
arsvæðinu.
„Við höfum verið að halda síðustu jólin í
gamla húsinu okkar í vesturbænum og
erum að gera okkur klár að flytja í aust-
urbæinn.“ Þau Ágúst Ólafur, alþingis-
maður og eiginmaður Þorbjargar, keyptu
sér hús í austurbæ Reykjavíkur og hafa
verið að gera á því endurbætur. „Við
hefðum getað flutt núna fyrir jólin
eins og til stóð í fyrstu en þá hefðu
það verið jól í pappakössum,“ en
það þótti þeim Þorbjörgu, Ágústi
Ólafi og dætrum þeirra tveimur ekki
spennandi kostur.
Fjölskyldan hefur haft það gott yfir jólin. „Við
borðuðum kalkún á aðfangadag og vorum fjögur
hérna heima í litla gula húsinu. Það var hefð-
bundin verkaskipting, ég sá um eldamennskuna á
meðan maðurinn og dæturnar útdeildu gjöfum til
vina og ættmenna.“
„Við erum alltaf fjögur hérna heima á
aðfangadag og svo tekur við harkan í jólaboð-
um dagana þar á eftir. Við fórum í tvö jóla-
boð á jóladag, annað til fjölskyldu Ágústar
og hitt til fjölskyldu minnar, og svo fórum
við í eitt jólaboð annan í jólum.“
„Svo er það afslappelsi fram á
gamlárskvöld sem við höldum
upp á með vinum okkar. Við
verðum heima um áramót með
vinum okkar og þar verða fimm
börn undir fimm ára aldri svo það
verður mikið fjör,“ segir Þorbjörg.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORBJÖRG S. GUNNLAUGSDÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR
Fjögur í litla gula húsinu um jólin
REBEKKA RAFNSDÓTTIR OG RAFN
JÓNSSON Farþegar númer 500
þúsund í innanlandsflugi 2007.
Met var sett í innanlandsflugi á árinu:
Farþegi númer 500 þúsund
„Kannski má segja að þessar gjafir
séu í takt við neysluhyggju þjóðar-
innar og tíðaranda velmegunar-
þjóðfélagsins,“ segir séra Hildur Eir
Bolladóttir um jólagjafir fyrirtækja til
starfsmanna sinna.
„Jólagjafirnar eru að verða dálítið
stórar, dýrar og miklar. Þetta er ekki
til fyrirmyndar fyrir ungu kynslóðina
því við eigum að kenna börnunum
okkar að andi jólanna snúist ekki
um peninga heldur að eiga inni-
haldsrík samskipti við annað fólk.“
„Inntak jólanna er að umgangast
fólk að fyrirmynd Jesú Krists. Ástæða
þess að Kristur kom í þennan heim
var að hann sá að við þurftum á
kennslu í mannlegum samskiptum
að halda og þess vegna hefði það
verið í anda jólanna að láta þessa
fjármuni renna til líknarmála.“
„Fyrirtækin hefðu líka getað gefið
starfsmönnum sínum meira frí um
jólin, til að verja tíma með fjölskyld-
um sínum. Maðurinn minn fékk tvo
frídaga og það er besta jólagjöfin
okkar þessi jól.“
SJÓNARHÓLL
DÝRAR GJAFIR FYRIRTÆKJA
Ekki í anda jólanna
SÉRA HILDUR EIR BOLLADÓTTIR
Sóknarprestur í Laugarneskirkju.
Krabbameins-
félagsinsÚtdráttur 24. desember 2007
Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›, 1.000.000 kr.
Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun, 100.000 kr.
Vinningar
B
ir
t
án
á
b
yr
g
ð
ar
www.krabb.is
Toyota Prius, 2.699.000 kr.
17286
129354
Handhafar vinningsmi›a framvísi fleim á skrifstofu
Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900.
Krabbameinsfélagi› flakkar landsmönnum veittan stu›ning
Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga 14. janúar nk.
481
2073
2651
3332
3537
3548
3579
3627
4010
5255
6444
6862
7124
8214
10228
10362
10967
12718
13787
14541
16723
17544
18057
18386
19113
20486
21101
21119
21784
24353
24410
24539
25246
26974
27268
27640
27880
28604
29548
32077
32531
32589
33014
33715
34552
34644
34769
35773
36953
37177
37233
38391
38977
39264
39375
39647
40274
41396
41473
42081
42338
43122
44956
45537
45917
46512
47064
47503
48625
49287
49618
51615
51649
51702
53223
53498
53516
55030
56350
56825
56891
57178
57699
58917
60638
60927
61298
61448
61729
61767
63746
64744
65140
65855
66587
67666
68426
68547
68691
70249
71149
71157
71391
71514
71700
71758
72156
72476
72558
72719
73046
73798
74981
75204
75509
78633
80769
80813
82956
83547
83621
84314
84741
85680
86984
88490
88724
89365
90698
91992
92680
92808
92996
93645
94864
95275
95424
95751
96210
97704
98655
100652
100746
102528
102558
102605
102925
102979
103649
104703
105213
105267
105720
105908
106186
106465
107648
108495
108788
109007
110123
110857
111321
112475
112971
113945
115112
116914
117230
117768
117798
118021
118152
120287
120556
120931
121765
121893
122609
123249
123351
124303
125086
126276
127267
127886
127992
128898
128920
129858
130625
131540
131691
132965
132997
133302
134005
135952
Ekki lífshættulegt ofát
„Þó að ekki beri mikið á
almennri skynsemi held ég
ekki að neinn komi hingað af
því að hann er of saddur.“
EFTIR AÐ HAFA BORÐAÐ JÓLAMAT-
INN LENDA ALLTAF EINHVERJIR Á
SLYSADEILD, EN FRIÐRIK SIGUR-
BERGSSON KANNAST ÞÓ EKKI VIÐ
AÐ ÞAÐ SÉ VEGNA OFÁTS.
Fréttablaðið 27. desember
Þrjóskur Illugi
„Illugi var erfiður í tamningu
en fékk þó ekki nafnið út af
því.“
FINNUR GUÐSTEINSSON HESTA-
MAÐUR LEYFÐI SYNI SÍNUM AÐ
VELJA NAFNIÐ Á HESTINN, SEM
VALDI NAFNIÐ ILLUGI, EN VILDI
EKKERT AF 30 HESTANÖFNUM SEM
FINNUR VALDI FYRIR HANN.
Morgunblaðið 27. desember