Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 83
FÖSTUDAGUR 28. desember 2007 39 FÓTBOLTI Brynjar Björn Gunnarsson, leikmað- ur Reading, bættist á annan í jólum í hóp þeirra leikmanna sem hafa fengið rauð spjöld í ensku úrvalsdeildinni fyrir meintar tveggja fóta tæklingar. Steve Coppell, stjóri Reading, var ósáttur við dóminn en talsmaður samtaka atvinnudómara á Englandi, sagði að ekki væri nein sérstök herferð í gangi. Tveggja fóta tæklingar hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið í enska boltanum og mennirnir í svörtu hafa verið óhræddir við að halda rauðu spjöldunum hátt á lofti um leið og leikmenn sýna takkana og gildir þá einu hvort nokkur snerting eigi sér stað við mót herja. Meðal þeirra leikmanna sem hafa fengið rautt spjald á undanförnum vikum fyrir tveggja fóta tæklingar eru Ricardo Carvalho, Peter Crouch, Stephen Ireland, Didier Zokora og Brynjar Björn Gunnarsson. Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, var ekki par sáttur við rauða spjaldið sem Brynjar Björn fékk að líta fyrir tveggja fóta tæklingu á Hayden Mullins, leikmanni West Ham, í leik liðanna á annan í jólum. „Ég er á þeirri skoðun að það þurfi að eyða tveggja fóta tæklingum úr enska boltanum, það geta allir verið sammála um það. En í til- viki Brynjars þá var hann eingöngu að reyna að vinna boltann og það var enginn ásetning- ur í návíginu frá honum. Tveggja fóta tækling er ekki það sama og tveggja fóta tækling og mér fannst Brynjar líða fyrir þessa stefnubreytingu sem virðist nú vera að eiga sér stað hjá dómurum. Fyrir mánuði hefði hann bara fengið að líta gult spjald fyrir vikið og mér finnst að samtök dómara eigi að láta knattspyrnustjóra deildarinnar vita ef um einhverjar stefnubreytingar er að ræða,“ sagði Coppell. Talsmaður samtaka atvinnudómara á Englandi sagði í yfirlýsingu að það væri ekkert nýtt að dómarar refsuðu fyrir tveggja fóta tæklingar. „Dómararnir eru einfaldlega að fara eftir reglum um tveggja fóta tæklingar sem eru ekkert nýjar af nálinni. Þegar leikmenn renna sér af stað í tveggja fót tæklingu hafa þeir ekki stjórn á sjálfum sér þannig að ef þeir lenda á mótherja sínum, boltan- um og svo mótherja, eða þá að dómarinn meti það svo að um ásetning sé að ræða, þá fá þeir umsvifalaust að líta rautt spjald. Það er engin sérstök herferð gegn tveggja fóta tæklingum í gangi núna eins og menn hafa verið að segja undanfarið,“ sagði talsmaður- inn. - óþ Tveggja fóta tæklingar hafa verið áberandi í enska boltanum síðustu daga og dómarar ósparir á rauð spjöld: Brynjar átti ekki skilið að fá rautt spjald RAUTT Brynjar Björn fékk að líta beint rautt fyrir tveggja fóta tæklingu og bættist í hóp manna sem hafa hlotið sömu meðferð frá dómurum und- anfarið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI „Ég hafði allan tíman trú á því að ég myndi skora, maður verður að hafa það. Þetta var nú ekkert rosalega opið en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Stella Sigurðardóttir í sigurvímu um sigurmark sitt gegn Gróttu beint úr aukakasti í fyrri undanúrslita- leik N1-deildabikar kvenna í gær. Fram vann leikinn 29-28. Leikurinn var hraður og skemmtilegur frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust á að hafa yfirhönd- ina og markmenn beggja liða voru í feikna formi. Gróttustúlkur sigu þó fram úr en þar munaði mest um framlag Pövlu Plaminkovu sem raðaði óáreitt inn mörkunum. Grótta var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, en náði aldrei að hrista baráttuglaðar Safamýrar- stúlkur af sér. Fram jafnaði í 18-18 eftir að hafa verið lengi undir og þær komust svo yfir í 23-21. Þá skoraði Grótta fjögur mörk í röð áður en Framstúlkur jöfnuðu enn og aftur. Glæsilegt sigurmark Spennan á lokamínútunum var mikil, jafnt var á öllum tölum og Grótta jafnaði metin úr vítakasti þegar 20 sekúndur lifðu leiks. Framstúlkur fóru í sókn og fengu aukakast við skyttustöðuna vinstra megin. Úr aukakastinu skoraði Stella glæsilegt mark við mikla kátínu Framara en Gróttu- stúlkur sátu eftir með sárt ennið. „Varnarleikurinn var ekki alveg nógu góður en þetta var frábær leikur og karakterinn hjá okkur stóð upp úr. Þetta var gríð- arlega erfitt en rosalega sætt. Við þurfum að spila aðeins betur á laugardaginn en við stefnum klárlega á að vinna þetta mót,“ sagði Stella sem átti mjög góðan leik í liði Fram en sigurmarkið var eitt af átta mörkum hennar í leiknum. Eins og sjá má í frétt hér til hliðar þá var Alfreð Örn Finns- son, þjálfari Gróttu, ósáttur í leikslok og íhugar alvarlega að segja af sér sem þjálfari liðsins. Alfreð er á sínu öðru ári með liðið en Grótta er sem stendur í fjórða sæti N1 deildarinnar með 15 stig, sex stigum á eftir toppliði Fram. - hþh Sætt sigurmark hjá Stellu Stella Sigurðardóttir tryggði Fram dramatískan sigur á Gróttu með marki úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti í N1-deildabikar kvenna í gær. Þjálfari Gróttu íhugar afsögn þar sem hann telur sig ekki finna neistann í liðinu. SVEKKTUR Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu, var ekki ánægður í leikslok á undanúrslitaleik Gróttu og Fram í Höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu, var ómyrkur í máli eftir tap Gróttu á móti Fram í undanúrslitum deildarbikarsins. Honum var greinilega mikið niðri fyrir þegar blaðamaður ræddi við hann og vonleysis- glampinn leyndi sér ekki. „Þetta endurspeglar bara hvernig þetta er búið að vera í vetur. Það vantar baráttu og trú og það er einhver værð yfir liðinu sem ég næ ekki að yfirstíga,“ sagði Alfreð sem íhugar alvarlega að segja af sér. „Það er búið að taka of langan tíma að finna hvað er að og ég held að það sé best að einhver annar reyni að leysa það. Ég hugsa að það fari þannig. Það vantar liðsanda og neista. Ég er mjög ósáttur með að ná ekki að laða hann fram og ef við getum ekki klárað svona leik er þetta bara rosalega erfitt,“ sagði Alfreð og neitaði að hann tæki svo sterkt til orða vegna svekkelsisins yfir tapinu. - hþh Alfreð Örn Finnsson: Hættir hann með Gróttu? SVEKKTUR Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu, var ekki ánægður í leikslok á undanúrslitaleik Gróttu og Fram í Höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma töpuðu þriðja útileiknum í röð í gær þegar liðið lá 88-85 fyrir Scavolini Spar Pesaro. Jón Arnór byrjaði á bekknum en átti ágæta innkomu, spilaði í 26 mínútur, skoraði 13 stig, fiskaði 6 villur, stal 4 boltum, gaf 2 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Jón Arnór skoraði fimm síðustu stig Lottomatica í leiknum en hann setti niður 6 af 9 skotum sínum utan af velli. Jón Arnór átti mikinn þátt í endurkomu Lottomatica í fjórða leikhlutanum en liðið vann með níu stigum þær 26 mínútur sem Jón spilaði í leiknum. - óój Lottomatica tapaði í gær: Jón með fimm síðustu stigin 13 STIG Jón Arnór Stefánsson var einn af bestu mönnum Lottomatica í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON N1 deildarbikar kvenna Fram-Grótta 29-28 (13-15) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8/1 (12/1), Þórey Rósa Stefánsdóttir 6 (8), Ásta Birna Gunnarsdóttir 5/1 (6/1), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5 (8), Anett Köbli 3/1 (5), Sara Sigurðardóttir 2 (7), Eva Hrund Harðardóttir 0 (4). Varin skot: Karen Einarsdóttir 17 (45) 38% Hraðaupphlaup: 2 (Þórey Rósa 2) Fiskuð víti: 5 (Sigurbjörg 2, Þórey, Köbli, Eva Hrund). Utan vallar: 0 mínútur Mörk Gróttu: Pavla Plaminkova 11/3 (18/2), Auksé Vysniauskaité 5 (11), Anna Úrsúla Guð mundsdóttir 4/2 (6), Eva Björk Hlöðversdóttir 2 (3), Ragna Karen Sigurðardóttir 2 (4), Tatjana Zukovska 2 (5), Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 1 (1), Arndís María Erlingsdóttir 1 (2). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 11 (31) 35%, Guðrún Ósk Maríasdóttir 6/1 (15) 40% Hraðaupphlaup: 3 (Pavla 2, Tatjana) Fiskuð víti: 7 (Auksé 4, Pavla, Anna, Ragna) Utan vallar: 2 mínútur Valur-Stjarnan 30-25 (14-13) Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 6, Dagný Skúladóttir 5, Íris Ásta Pétursdóttir 4, Katrín Andrésdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3/1, Rebekka Skúladóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 2/1, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 2. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 20/1. Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 6, Sólveig Lára Kjærnested 5, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4, Arna Gunnarsdóttir 4/3, Þórhildur Gunnarsdóttir 3, Ásta Agnarsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir1. Varin skot: Florentina Stanciu 11, Helga Vala Jónsdóttir 3. Enska úrvalsdeildin Man. City-Blackburn 2-2 1-0 Darius Vassell (27.), 1-1 Roque Santa Cruz (29.), 2-1 Sjálfsmark (30.), 2-2 Santa Cruz (84.). Ítalski körfuboltinn Scavolini Pesaro-Lottomatica Roma 88-85 Jón Arnór Stefánsson skoraði 13 stig á 26 mín útum í leiknum þar sjö þeirra í 4. leikhlutanum. Lottomatica vann mínúturnar 26 sem hann var inn á með 9 stigum en tapaði með 12 stigum þegar hann var á bekknum. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Blackburn varð fyrsta liðið til þess að ná í stig á heimavelli Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðin gerðu 2-2 jafntefli í gær. Darius Vassell kom City á 27 mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Martin Petrov en Paragvæinn Roque Santa Cruz jafnaði tveimur mínútum síðar. Martin Petrov lék aftur stórt hlutverk þegar City komst í 2-1 með sjálfsmarki Ryan Nelsen. Það stefndi því í heimasigur, þann tíunda í röð, en Roque Santa Cruz skallaði boltann í mark City sex mínútum fyrir leikslok og tryggði Blackburn stig. - óój Enska úrvalsdeildin í gær: Santa Cruz jafnaði tvívegis HANDBOLTI Það verða Fram og Valur sem mætast í úrslitum N1- deildarbikars kvenna. Valur lagði Íslandsmeistara Stjörnunn- ar í Laugardalshöllinni, 30-25. Valsstúlkur voru betri aðilinn lengstum og áttu sigurinn skilinn en talsvert vantaði af sterkum leikmönnum í bæði lið í gær. Svo mátti Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, gera sér það að góðu að fylgjast með úr stúkunni enda í löngu banni. Stjarnan tók frumkvæðið snemma í fyrri hálfleik en Vals- stúlkur hleyptu Íslandsmeistur- unum aldrei langt fram úr sér, náðu þeim fljótlega og leiddu með einu marki í leikhléi, 14-13. Valsstúlkur mættu mjög grimmar til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótt sex marka forystu, 19-13. Stjörnustúlkur neituðu að gefast upp, unnu sig inn í leikinn og með mikilli baráttu og þraut- seigju tókst þeim að minnka mun- inn í tvö mörk, 26-24, þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þá skellti Berglind Íris Hans- dóttir í lás í Valsmarkinu en hún átti mjög góðan leik í gær. Hlíðar- endastúlkur með Ágústu Eddu Björnsdóttur í broddi fylkingar gengu á lagið og kláruðu leikinn örugglega með fimm marka mun, 30-25. - hbg Valur lagði Stjörnuna í N1-deildarbikarnum í gær: Berglind skellti í lás EKKI LENGRA Stjörnustúlkan Elísabet Gunnarsdóttir fær hér harðar mótttökur frá Valskonunum Kristínu Guðmundsdóttur og Drífu Skúladóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.