Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 50
BLS. 14 | sirkus | 28. DESEMBER 2007 Eyddu öllum síma- númer- um fyrrver- andi bólfélaga úr símanum. Jólin og áramótin eru sá tími þegar allar tilfinngar síðustu ára gjósa upp og þar getur síminn reynst hvað hættulegastur. Það að lítið mál að skrifa ein tilfinningaþrungin sms-skilaboð í slíku tilfinningarúsi og ýta á senditakkann á símanum eftir nokkur kampavínsglös og eyða þar af leiðandi nýársdegi á bömmer og í volæði. Komum í veg fyrir slysin. Farðu varlega í alla áfengisdrykkju. Það vill enginn taka á móti nýju ári ofan í klósettskálinni. Leyfðu tilfinningunum að gjósa enda er gamlárskvöld eina kvöld ársins þar sem hægt er að leyfa sér að gráta eins og alvöru fegurðardrottning en halda samt kúlinu. Af hverju þarf að halda aftur af tárunum þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri óskar landsmönnum gleðilegs árs? Vertu hömlulaus og skildu bremsurnar eftir í faðmi gamla ársins. Gerðu allt sem þig hefur einhvern tímann dreymt um að gera en aldrei þorað að framkvæma. Stingdu upp á að spila fatapóker við fjölskylduna í stað þess að horfa á áramótaskaupið og mættu nakin undir pelsinum á áramóta- brennuna. Leigðu þér karókígræjur og syngdu áramótin inn með Tom Jones-slagaranum „Sex Bomb“ og hver veit nema nýja árið verði fullt af kynþokka og skemmtileg- heitum. leiðir... ■ til að lifa janúar af Þessa vikuna spáir frú Klingenberg fyrir Freyju Haraldsdóttur sem kosin var kona ársins af tímaritinu Nýju lífi. Freyja er fædd 27.06 1986 sem lætur hana hafa lífstöluna þrjá. „Þristarnir búa yfirleitt yfir skemmtilegri og jákvæðari orku. Þeir hafa skapandi kraft og hafa oft góðan húmor fyrir hlutunum. Eins og sýnt sig hefur á Freyju er hún ákveðin sem betur fer og lætur engan vaða yfir sig. Hún er búin að vera á ári ástarinnar og ár ástarinnar er þegar vináttan blómstrar, fjölskyldan dafnar og frjósemin er í hávegum. Talandi um frjósemi því Freyja fæddi af sér bókina Postulín sem á eftir að verða gefin út víðsvegar í heiminum og Freyja á eftir að hafa nóg að gera við að halda fyrirlestra úti um allan heim. Freyja hefur mjög kappsama orku og þarf stundum að hægja aðeins á sér og hvíla sig meira. Hún er mjög tilfinningarík og seinna meir þegar hún eignast sinn eiginmann (sem ég tel að verði erlendur að uppruna) mun hún umvefja hann elsku og aðdáun. Freyja er að fara yfir á töluna sjö sem er mjög andlegt ár, hjálpar henni til að byggja upp styrk, setur það í jafnvægi sem hún hefur áhyggjur af og kemur skipulagi á það sem þarf að skipuleggja. Freyja er því að fara á alveg frábært ár þar sem hún á eftir að koma hugsjónum sínum á framfæri. Ekkert mun í raun verða henni sem hindrun, aðeins örlitlar stoppistöðvar. Mikil breyting verður á lífi Freyju árið 2010-11 því þá byrjar hún á nýjum sterkum kafla,“ segir Sigríður Klingenberg um Freyju Haraldsdóttur. Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is Mun halda fyrirlestra um allan heim FRJÓSAMT ÁR „Talandi um frjósemi því Freyja fæddi af sér bókina Postulín sem á eftir að verða gefin út víðsvegar í heiminum og Freyja á eftir að hafa nóg að gera við að halda fyrirlestra úti um allan heim,“ segir Sigríður Klingenberg um Freyju. SPURNINGAKEPPNI sirkuss Haraldur Vignir 1.Ekki hugmynd. 2.Margrét Lára 3.Capello. 4.Það veit ég ekki. 5.Kaupþing Tónlistarmaðurinn Jóel Pálsson er í miklu stuði þessa dagana og sigrar hér með þriðja mótherja sinn. Jóel hlaut sex stig af tíu mögulegum á móti fjórum stigum Haralds. Haraldur skorar á Steinar Valdimar Pálsson verslunareiganda og grafískan hönnuð til að mæta Jóel í næstu viku. 1. Hvað heitir skáldsaga Einars Más Guð- mundssonar sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna? 2. Hver var kjörin knattspyrnukona ársins 2007 af Knattspyrnusambandi Íslands? 3. Hver er landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu? 4. Hverjir ritstýra tímaritinu Nýju lífi? 5. Hvaða fyrirtæki auglýsir í auglýsingahléi áramótaskaupsins í ár? 6. Hvaða íslenski leikari leikur á móti breska leikaranum John Cleese í nýrri auglýsinga- herferð Kaupþings? 7. Hver flutti lag Svölu Björgvinsdóttur The Wiggle Wiggle Song sem bar sigur úr býtum í þættinum Laugardagslögin 15.desmber? 8. Hver er lögreglustjóri höfuðborgarinnar? 9. Hvað heitir geisladiskur Páls Óskars sen kom út fyrir jólin? 10. Hver leikstýrir sakamálaþættinum Pressunni sem hefur göngu sína á Stöð 2 í lok mánaðarins? 6 RÉTT SVÖR 4 RÉTT SVÖRJóel Pálsson 1.Rimlar hugans. 2.Margrét Lára. 3.Ian Rush. 4. Man það ekki. 5. Remax fasteignasalann. 6. Randver Þorláksson. 7. Nonni í Quest. 8. Stefán Eiríksson. 9. Allt fyrir ástina. 10. Ragnar Bragason. 6. Randver Þorláksson. 7. Ágúst eitthvað. 8, Verða að segja pass. 9. Allt fyrir ástina. 10. Ragnar Bragason. Rétt svör 1.Rimlar hugans. 2.Margrét Lára Viðarsdóttir. 3. Ítalinn Fabio Capello. 4.Ásta Andrésdótir og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. 5.Fasteignasalan Remax. 6.Randver Þorláksson. 7.Haffi Haff. 8.Stefán Eiríksson.9.Allt fyrir ástina. 10.Óskar Jónasson. SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR GÖNGU SINNI ÁFRAM. JÓEL PÁLSSON TÓN- LISTARMAÐUR MÆTIR HÉR HARALDI VIGNI SVEINBJÖRNSSYNI TÓNSKÁLDI. Brynjulfur er einkaþjálfari og jógakenn- ari í World Class. Hann mælir með því að fólk stundi hreyfingu allan ársins hring. Þegar hann er spurður að því hvernig sé best að koma sér á réttan kjöl eftir ofát jólanna nefnir hann ferska ávexti og safa. „Til að hreinsa líkamann er gott að nærast á ferskum safaríkum ávöxtum, drekka mikið vatn og mögulega grænmetissafa. Fá inn í líkamann fljótmelta og trefjaríka fæðu til að hjálpa honum að hreinsa burt of mikið salt og þess háttar,“ segir hann og segist þó ekki luma á neinum töfralausnum nema því kannski að koma líkamanum í jafnvægi. „Ég er mjög hrifinn af því að ná sem mestu jafnvægi í heilsuræktina. Það er til dæmis mjög sniðugt að setja jógatíma inn í rútínuna, með styrktar og þrekþjálf- uninni, til að fá bæði ró í hugann og aukinn hreyfanleika í líkamann.“ Hvað er það versta sem þú getur gert eftir ofátið? „Ætli það sé nú ekki að halda bara áfram að troða í sig. Mér finnst líka ekki sniðugt að skamma sig endalaust eða vera með samviskubit yfir góða matnum sem var borðaður. Frekar bara að fara yfir í hreinsunina með þakklæti fyrir liðnar góðar stundir.“ Hann segir að algengustu mistökin sem fólk gerir sé að fólk fari of geyst af stað og sumir gefist upp áður en raunverulegur árangur næst. „Að gera heilsurækt sem hluta af lífstíl virkar best og það þarf alls ekki að vera alltaf inni á æfingastöð. Gera það sem hverjum og einum finnst skemmti- legt.“ Hvaða leikfimisæfingar er best að gera til að örva brennslu? „Til að fá sem mestu brennslu í líkamann við æfingar, er best að virkja sem flesta vöðva í hreyfingu. Gera stórar margliðamóta æfingar og taka nokkuð vel á því. Æfa til dæmis allan líkamann í styrktaræfingum 2-3 í viku. Fyrir þá sem geta þá er áköf þrekþjálfun með sprettum inn á milli mjög góð til að örva brennsluna.“ Nú er bara að koma sér í æfingagallann og taka Brynjulf sér til fyrirmyndar. martamaria@frettabladid.is BRYNJULFUR JÓNATANSSON, EINKAÞJÁLFARI OG JÓGAKENNARI, KANN RÉTTU TRIXIN ÞREKÞJÁLFUN OG SAFARÍKIR ÁVEXTIR BRYNJULFUR JÓNATANSSON, JÓGAKENNARI OG EINKAÞJÁLFARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.