Fréttablaðið - 28.12.2007, Side 56

Fréttablaðið - 28.12.2007, Side 56
 28. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR18 ● fréttablaðið ● vinnuvélar „Við erum búin að vera að selja leik- fangavélar svona meðfram stóru vélunum í nokkur ár og þetta er allt- af vinsælt,“ segir Magnús Marísson hjá Jöt- unn vélum á Sel- fossi en fyr- irtækið hefur flutt inn nokkr- ar tegund- ir leikfanga- vinnuvéla. Magnús segir leikföng af þessu tagi njóta mikill vin- sælda. „Það hefur alltaf verið dálítið spurt um þetta, sérstaklega af fólki sem tengist bransanum. Við seljum eingöngu leikföng sem eru tengd þeim merkjum sem við erum að selja. Við erum með Ferguson og aðra trakt- ora auk heyvinnu- tækja. Hönnunin á þessum tækjum er oft á tíðum ótrúleg og nær að líkja vel eftir frummyndunum.“ Hægt er að kaupa margar gerð- ir vinnuvélaleikfanga og af ýmsum stærðum. „Sumir þessara stærri eru pedalastignir og þá er hægt að hjóla á þeim. Það er algengast að fólk til sveita sé að kaupa vinnuvélaleik- föng og þá eru börnin oft að hjóla á þessu í útihúsum eða úti við.“ Magnús segir leikföng af þessu tagi vera þroskandi. „Þetta er gott upp á verkvit. Börnin skilja betur hvernig tækin vinna þegar þau hafa leikið sér með þessi leikföng.“ - öhö Vinnuvélaleikföng þroskandi Hekla rekur vélasvið í Kletta- görðum í Reykjavík. Vegna góðrar sölu og mikilla umsvifa hefur starfsemin sprengt utan af sér núverandi húsnæði og því er unnið að nýbyggingu. Vélasvið Heklu er í Klettagörðum í Reykjavík en vegna umfangs er orðið mjög þröngt um starfsem- ina í núverandi húsnæði. Nú er því unnið að nýrri byggingu á lóð Heklu sem stefnt er á að taka í notkun að ári. „Við eigum byggingarrétt að húsi sem er álíka stórt og það sem við erum í núna hér í Kletta- görðum, en það verður þó hærra til lofts svo það verður talsvert meira rými í hinu nýja húsnæði,“ segir Snorri Árnason hjá véla- sviði Heklu. „Dekkjadeildin tilheyrir véla- sviðinu og henni fylgir mik- ill lager. Við höfum því þurft að leigja húsnæði hér skammt frá sem geymslupláss. Það verður því hagræði að því að koma öllu fyrir hér á sama stað. Þá hefur sýningarsalurinn verið notaður sem lager líka vegna plássleysis. Þegar nýja húsið kemst í gagnið á næsta ári getum við því betur sýnt tækin okkar innanhúss.“ Snorri segir mest seljast af beltagröfum. „Caterpillar sækir hins vegar grunn sinn í jarðýtur og þó það sé ekki mest sala í þeim þá er það okkar sterkasta ímynd. Við höfum verið að afhenda mjög stórar og öflugar jarðýtur undan- Hekla byggir við í Klettagörðum Leikfangavélar þykja þroskandi. Myndin er af plastleikfangi en er ekki lýsandi fyrir tækin frá Jötni. 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.