Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 76
32 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Margt bar á góma á tónlistarárinu 2007. Fréttablaðið hefur nú þegar valið
þær plötur sem þóttu bera af á árinu, bæði hér heima og úti í hinum stóra
heimi, en hverjar voru þá uppgötvanir ársins? Hvaða nýju gestir voru
það sem komu manni í opna skjöldu með frumlegum tónum sínum? Hér
er samt ekki átt við nýliða ársins. Til dæmis var alveg nokkuð ljóst í
dágóðan tíma fyrir útgáfu platna Mika og Klaxons að þær myndu gera
allt vitlaust og svo framvegis.
Fyrir mér áttu stærstu uppgötvanir ársins sér stað innan danstónlistar-
geirans sem hlaut heldur betur uppreisn æru. Úr ranni plötufyrirtækja á
borð við Kitsune og Ed Banger tók að óma harðari og beinskeyttari
hljómur en maður hafði áður kynnst, sem byrjaði reyndar fyrst að taka á
sig almennilega mynd árið 2006. Á árinu 2007 komu samt út nokkrar
plötur sem hristu verulega upp í geiranum. Digitalism, Simian Mobile
Disco og Boys Noize voru allt sveitir sem hrærðu vel upp í eyrum manns
með plötum sínum á árinu en á toppi listans sat auðvitað dúettinn
ógurlegi Justice.
Skóglápsrokkafturhvarfið (oft nefnt new-gaze) hélt líka áfram á árinu
2007. Sveitir á borð við A Place to Bury Strangers, Maps, Soft Circle,
Deerhunter, Au og Shocking Pinks voru þannig allt nýjar sveitir í eyrum
undirritaðs úr þessari átt. Úr annarri og töluvert prog-aðri átt kom einnig
sveitin Battles en fyrsta eiginlega breiðskífa sveitarinnar, Mirrored, er
án nokkurs vafa með plötum ársins.
Svo voru líka hinar og þessar sveitir, bæði gamlar og nýjar, sem fyrir
mér persónulega voru meiri uppgötvanir en aðrar. Enda er athöfnin sjálf,
að uppgötva eitthvað, mjög persónuleg. Get ég til
dæmis nefnt sænsku sveitina The Mary Onettes,
skrautfuglinn Dan Deacon, undrabarnið Burial,
hávaðagemlingana í No Age og finnsku krúttin í TV-
Resistori. Fyrir aðra voru Amy Winehouse, Tegan
and Sara, Bat for Lashes, The Cromatics, Patrick
Wolf, Jamie T, St. Vincent og/eða The Field það mest
brakandi ferska sem árið 2007 gaf af sér. Hvað sem
því líður verður hins vegar að segjast að árið 2007 í
tónlist var einstaklega giftusamt.
Uppgötvanir ársins
BATTLES Ein af uppgötvunum ársins.
> Í SPILARANUM
Stórsveit Nix Noltes - Royal Family-Divorce
Caribou - Andorra
Páll Óskar - Allt fyrir ástina
Einar Ágúst - Það er ekkert víst það klikki
Of Montreal - Hissing Fauna, Are You the Destroyer?
OF MONTREALNIX NOLTES
Enska hljómsveitin Radiohead heldur áfram að fara
ótroðnar slóðir í kynningu á sinni nýjustu plötu, In
Rainbows. Nú hafa hljómsveitarmeðlimir tilkynnt að
tónleikar með sveitinni verði sýndir á netinu rétt
eftir miðnætti á nýársnótt. Allir þeir sem hafa
hug á geta horft á tónleikana á vefsíðunni
Radiohead.tv. Lög frá In Rainbows verða í
aðalhlutverki á nýárstónleikunum en söngvarinn
Thom Yorke hefur gefið í skyn að nokkur af
vinsælustu lögum sveitarinnar í gegnum tíðina
fái að fljóta með.
In Rainbows kemur í verslanir á geisladiski og
vínylplötu frá og með 1. janúar en sem kunnugt er
hefur verið hægt að nálgast plötuna frítt á netinu
frá því í október.
Nýárstónleikar Radiohead á netinu
NOTA NETIÐ Thom Yorke og félagar í Radiohead eru
duglegir að notfæra sér nýjustu tækni til að koma
sér á framfæri á nýstárlegan hátt.
> HÆTTIR HJÁ DEF JAM
Rapparinn Jay-Z ætlar að hætta sem
forstjóri plötufyrirtækisins Def Jam
um áramótin. Hann tók að
sér stöðuna fyrir tveim-
ur árum, þegar hann til-
kynnti að hann væri
hættur að gefa út
tónlist. Síðan
þá er Jay-Z
aftur kominn
á fullt í rapp-
inu og sér
sér ekki fært
að sinna
stöðunni að
fullu.
Á þessum árstíma keppast
tónlistarfjölmiðlar við að
gera upp árið og flest tíma-
rit og vefmiðlar hafa þegar
birt árslista sína. Trausti
Júlíusson skoðaði nokkra
þeirra og velti fyrir sér
niðurstöðunum.
Eins og þegar hefur komið fram
eru nokkrar plötur sem standa upp
úr þegar uppgjör alþjóðlegra tón-
listarmiðla yfir bestu plöturnar
árið 2007 eru skoðuð. Arcade Fire-
platan Neon Bible, sem var hlut-
skörpust í vali tónlistarsérfræð-
inga Fréttablaðsins sem birt var
fyrir jól, er mjög víða hátt á listum
og það sama er hægt að segja um
plötuna sem varð í öðru sæti í því
vali, Sound of Silver með LCD
Soundsystem. Af öðrum plötum
sem eru nefndar víða má nefna In
Rainbows með Radiohead og
Person Pitch með Panda Bear, en
sem kunnugt er fer þar sólóverk-
efni Noah Lennox úr Animal
Collective, en plötu þeirrar sveitar,
Strawberry Jam, má líka víða sjá
hátt á listum. Allt eru þetta frá-
bærar plötur sem eiga fyllilega
skilið það lof sem á þær er borið. Á
heildina litið virðist indí og rokk-
skotin danstónlist vera nokkuð
áberandi á listunum þetta árið.
M.I.A. vinsæl vestanhafs
Annars er töluverður munur á árs-
listum breskra fjölmiðla og þeirra
bandarísku. Fyrsta plata Íslands-
og Airwaves-vinanna í Klaxons,
Myths of the Near Future, er til
dæmis mjög hátt á listum í Bret-
landi og það sama má segja um
plötu Alex Turner og félaga í
Sheffield-sveitinni Arctic Monk-
eys, Favourite Worst Nightmare,
en breskir fjölmiðlar virðast síður
en svo hafa fengið leið á þeim.
Í bandarísku miðlunum kemur
sterk útkoma Tamílatígra-skæru-
liðaprinsessunnar Mayu Arulp-
ragasam nokkuð á óvart, en platan
hennar Kala er á toppnum bæði hjá
Rolling Stone og Blender og í þriðja
sæti á lista Pitchforkmedia. M.I.A.
er undir miklum áhrifum frá
bandarísku hipphoppi sem kannski
skýrir að einhverju leyti aðdáun-
ina vestanhafs, en svo er þetta líka
frábær plata, nútímalegt popp þar
sem blandað er saman á snilldar-
legan hátt áhrifum frá tónlist víðs
vegar að úr heiminum, Evrópu,
Ameríku, Asíu, Afríku og Ástralíu.
Frávikin athyglisverð
Þó að það séu nokkrar plötur sem
mest ber á í áramótauppgjörun-
um eru undantekningarnar oft
athyglisverðastar. Observer
Music Magazine velur til dæmis
plötu Damons Albarn og félaga í
The Good The Bad & The Queen
bestu plötu ársins, franska
tónlistarbiblían Les Inrock upt-
ibles setur plötur Airwaves-
Svíans Loney Dear, Sologne og
Loney Noir saman í þriðja sætið,
Uncut setur White Chalk með PJ
Harvey í þriðja sætið, hjá Q
Magazine er Icky Thump með
White Stripes næstbesta plata
ársins og hið ný-örenda Stylus
Magazine setur plötu kántrí-söng-
konunnar Miröndu Lambert,
Crazy Ex-Girlfriend, í annað
sætið. Þegar neðar dregur á list-
unum eru frávikin ennþá meiri.
Fjölbreytnin í heimspoppinu árið
2007 kemur í ljós og maður tekur
eftir alls konar plötum sem maður
hafði ekki gefið gaum.
Það besta við öll þessi áramóta-
uppgjör er einmitt að þau vekja
athygli manns á plötum sem
maður hafði ekki heyrt og vissi
jafnvel ekki af.
Volta víða á listum
Að lokum má geta þess að þó að
hlutur íslenskra tónlistarmanna
sé frekar rýr á árslistunum þetta
árið þá er plata Bjarkar Volta á
nokkuð mörgum listum (númer 11
hjá Uncut, 15.hjá Mixmag, 19 hjá
Q, 24 hjá Mojo...) og plata Amiinu,
Kurr, er númer 41 á lista Mojo...
Dansrokk og indí á árslistum
M.I.A. Vinsæl hjá gagnrýnendum vestan-
hafs.
Les Inrockuptibles (FR)
1. LCD Soundsystem – Sound of
Silver
2. Justice – Cross
3. Loney Dear – Sologne & Loney,
Noir
4. Animal Collective – Straw-
berry Jam
5. Klaxons – Myths of the Near
Future
NME (UK)
1. Klaxons – Myths of the Near
Future
2. Arctic Monkeys – Favourite
Worst Nightmare
3. Radiohead – In Rainbows
4. Arcade Fire – Neon Bible
5. Les Savy Fav - Let’s Stay
Friends
Rolling Stone (US)
1. M.I.A. – Kala
2. Bruce Springsteen – Magic
3. Jay-Z – American Gangster
4. Arcade Fire – Neon Bible
5. Kanye West – Graduation
Uncut (UK)
1. LCD Soundsystem – Sound of
Silver
2. Arctic Monkeys – Favourite
Worst Nightmare
3. PJ Harvey – White Chalk
4. Robert Plant and Alison
Krauss – Raising Sand
5. Wilco – Sky Blue Sky
Mixmag (UK)
1. LCD Soundsystem – Sound of
Silver
2. Justice – Cross
3. Burial – Untrue
4. Digitalism – Idealism
5. Gui Boratto – Chromophobia
Mojo (UK)
1. Radiohead – In Rainbows
2. Arcade Fire – Neon Bible
3. Bruce Springsteen – Magic
4. Arctic Monkeys – Favourite
Worst Nightmare
5. LCD Soundsystem – Sound of
Silver
Pitchforkmedia (US)
1. Panda Bear – Person Pitch
2. LCD Soundsystem – Sound of
Silver
3. M.I.A. – Kala
4. Radiohead – In Rainbows
5. of Montreal – Hissing Fauna,
Are You the Destroyer?
Undertoner (DK)
1. Radiohead – In Rainbows
2. Panda Bear – Person Pitch
3. Arcade Fire – Neon Bible
4. Okkervil River – The Stage
Names
5. The National – Boxer
Blender (US)
1. M.I.A. – Kala
2. Arcade Fire – Neon Bible
3. Lil Wayne – The Carter 3
Sessions
4. Kanye West – Graduation
5. Against Me! – New Wave
Stylus (US)
1. LCD Soundsystem – Sound of
Silver
2. Miranda Lambert – Crazy X
Girlfriend
3. Panda Bear – Person Pitch
4. Lil Wayne – Da Drought 03
5. The National – The Boxer
Tíu erlendir árslistar
KLAXONS Heitir í Bretlandi. LONEY DEAR Sænskur Íslandsvinur.
50-70%afsláttur
smáralind
opið á gamlársdag
frá kl. 10-13