Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 6
6 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR
RV
U
N
IQ
U
E
01
08
01
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Katrín Edda Svansdóttir,
sölumaður í þjónustuveri RV
Skrifstofuvörur
- á janúartilboði
Á tilboðií janúar 2008
Bréfabindi, ljósritunarpappír,
töflutússar og skurðarhnífur
1.398 kr. ks.
5 x 500 blöð í ks.
STJÓRNMÁL „Það segir margt um ástand-
ið í Pakistan að það voru margir hópar
sem vildu og reyndu að ráða Benazir
Bhutto af dögum,“ segir Jón Ormur
Halldórsson, dósent við Háskólann í
Reykjavík.
„Það er mjög erfitt að spá fyrir um
hvernig ástandið þróast á næstu miss-
erum,“ segir Jón. Nú þurfi að bíða og sjá
hvort kosningar verði haldnar í Pakistan
í janúar. Einnig eigi eftir að koma í ljós
hver staða Musharrafs forseta verði eftir
atburði gærdagsins.
„Ég hef ekki mikla trú á því að það
komi neitt út úr kosningum í janúar ef
þær verða haldnar, því flokkur Bhutto er
ekki samstæður flokkur heldur var hann
fyrst og fremst bandalag í kringum hana.
Það eina sem hægt er að vera viss um er
að það verður áframhaldandi mikil ólga.“
Jón segir ástandið í Pakistan eiga upptök
sín á áttunda áratug síðustu aldar, þegar
Zia-ul-Haq var við völd í landinu. Undir
hans stjórn hafi her og leyniþjónusta
hafið samstarf við fjölda ólíkra sam-
taka bókstarfstrúaðra múslíma. Það
hafi meðal annars leitt af sér hreyfingu
talibana í Afganistan og margar af rótum
Al-Kaída. Það séu því hryðjuverkasam-
tök, talibanar og kjarnorkuvöld sem geri
ástandið nú hættulegt. „Fram undan eru
alls konar vandamál, það eru tíma-
sprengjur úti um allt í þessu samfélagi.“
- þeb
Jón Ormur Halldórsson um ástandið í Pakistan:
Mikil vandamál fram undan
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
PAKISTAN, AP Benazir Bhutto,
stjórnarandstöðuleiðtogi í Pakist-
an, var ráðin af dögum í sjálfs-
morðssprengjutilræði í Rawal-
pindi í gær. Minnst fimmtán aðrir
létu lífið í árásinni, sem var gerð
er Bhutto var að yfirgefa fjöl-
mennan kosningafund flokks síns,
Þjóðarflokks Pakistans (PPP), í
Rawalpindi eftir að hafa haldið
sína síðustu ræðu.
Fráfall forsætisráðherrans
fyrrverandi setti kosningabarátt-
una fyrir áformaðar þingkosning-
ar hinn 8. janúar í algert uppnám
og skóp ótta um að út kynnu að
brjótast fjöldamótmæli og ofbeldi
sem þegar kraumaði undir niðri í
landinu.
Því var umsvifalaust nánast
slegið föstu að íslamskir öfga-
menn, bandamenn talibana, hefðu
staðið á bak við tilræðið.
Bhutto skilur líka eftir sig mikið
tómarúm í forystu stærsta stjórn-
málaflokks landsins. Morðið setti
líka í uppnám tilraunir Banda-
ríkjastjórnar til að stuðla að stöð-
ugleika í Pakistan – sem er lykil-
bandamaður Bandaríkjanna í hinu
svonefnda hnattræna stríði gegn
hryðjuverkum – með því að koma
á sáttum milli Bhutto og Mushar-
rafs forseta.
Musharraf fordæmdi strax til-
ræðið og hvatti fólk til að sýna
stillingu í kjölfar morðsins, að því
er pakistanska ríkisfréttastofan
APP greindi frá.
Þjóðarleiðtogar um allan heim,
þar á meðal forseti Íslands, for-
dæmdu tilræðið og sendu aðstand-
endum Bhutto og pakistönsku
þjóðinni samúðarkveðjur. Í
um mælum flestra leiðtoganna var
borið lof á hugrekki Bhutto og
hversu staðráðin hún var í að berj-
ast fyrir lýðræðisumbótum í landi
sínu.
Manmohan Singh, forsætisráð-
herra grannríkisins Indlands, sem
háð hefur þrjú blóðug stríð við
Pakistan, sagði engan geta fyllt
það skarð sem Bhutto skildi eftir
sig. Sagði hann hana hafa beitt sér
fyrir bættum tengslum kjarnorku-
vopnavígvæddu grannþjóðanna
tveggja.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti krafðist þess að einskis yrði
látið ófreistað til að þeir sem bæru
ábyrgð á dauða hennar yrðu látnir
svara til saka.
Ban Ki-moon, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti
enn fremur „alla Pakistana til að
vinna saman að friði og þjóðarein-
ingu“. audunn@frettabladid.is
Bhutto myrt í miðri
kosningabaráttu
Böndin bárust strax að íslömskum öfgamönnum þegar pakistanski stjórnarand-
stöðuleiðtoginn Benazir Bhutto var ráðin af dögum í skot- og sjálfsmorðssprengju-
árás eftir kosningafund í gær. Morðið veldur uppnámi í stjórnmálum landsins.
© GRAPHIC NEWS
ÆVIFERILL BENAZIR BHUTTO
21. júní 1953:
Benazir Bhotto fæðist í
Karachi í Pakistan
1969: Lýkur háskóla-
námi við Harvard í Boston
1973: Faðir hennar,
Zufikar Ali Bhutto,
stofnandi Þjóðarflokks
Pakistans (PPP), verður
forsætisráðherra
1977: Lýkur annarri
gráðu frá Oxford-háskóla
á Englandi. Rétt eftir
heimkomu hennar til
Pakistan steypir Zia-ul-
Haq hershöfðingi föður
hennar og tekur völdin
1979: Zulfikar Ali Bhutto tekinn af lífi af
herforingjastjórn Zia-ul-Haq
1979-84: Ítrekað handtekin fyrir mótmæli
gegn herforingjastjórninni, í stofufangelsi
í þrjú ár
1984: Leyft að fara úr landi. Verður leið-
togi PPP í útlegð í Lundúnum. Berst gegn
Zia-stjórninni.
1985: Herlögum aflétt í Pakistan
1986: Þúsundir fagna Bhutto er hún snýr
aftur úr útlegð; er ásamt móður sinni kjörin
til forystu fyrir PPP
1988: Kjörin forsætisráðherra, fyrst
kvenna í múslímaríki
1990: Rekin frá völdum vegna spillingar-
ásakana
1993: Endurkjörin
forsætisráðherra en
íslamistar veita henni
harða stjórnarandstöðu.
Eiginmaður hennar, Asif
Ali Zardari, ákærður fyrir
spillingu
1996: Svipt völdum
vegna spillingarásakana
1997: Eiginmaðurinn
fangelsaður. Bhutto
snýr aftur til Bretlands í
sjálfskipaða útlegð
1999: Pervez Musharraf
hershöfðingi rænir völd-
um án blóðsúthellinga
2001: Dómstóll í Pakistan dæmir Bhutto
í þriggja ára fangelsi fyrir að mæta ekki fyrir
rétt í spillingarmáli
2004: Dómstóll í Sviss dæmir Bhutto og
eiginmann hennar í hálfs árs skilorðsbundið
fangelsi fyrir peningaþvætti
Okt. 2007: Bhutto snýr aftur til Pakistans
í aðdraganda kosninga. Musharraf forseti
veitir henni friðhelgi fyrir spillingarákærum
19. okt: Lifir af sjálfsmorðssprengjutilræði
í Karachi. 150 manns deyja.
27. des: Benazir Bhutto ráðin af
dögum í skot- og sjálfsmorðssprengju-
tilræði eftir kosningafund í Rawalpindi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
HARMDAUÐI Stuðningsmaður Bhutto
grætur dauða hennar við tilræðisstaðinn
í Rawalpindi í gærkvöld.
STJÓRNMÁL „Benazir Bhutto hafði
djúpan skilning á sameiginlegum
hagsmunum Vesturlanda og ríkja
sem aðhyllast múhameðstrú. Með
dauða hennar hafa sáttaöflin misst
öflugan forystumann,“ segir í
tilkynningu frá forseta Íslands,
Ólafi Ragnari Grímssyni, vegna
morðsins á Bhutto.
Þar segir jafnframt að morðið á
henni sé hörmuleg áminning um
fórnirnar sem færðar eru þegar
reynt sé að festa lýðræði í sessi.
Ólafur Ragnar hefur hitt Bhutto
og segir í tilkynningunni að hann
hafi kynnst baráttukrafti hennar,
hún hafi verið hámenntuð og
víðsýn. - þeb
Ólafur Ragnar Grímsson:
Áminning um
fórnir lýðræðis
SLYS Tveir menn, Íslendingur og
Marokkóbúi, létust á jóladag í
vinnuslysi um borð í togskipi sem
fyrirtækið Fleur de Mer gerir út
frá Marokkó. Íslendingurinn hét
Helgi Jóhanns-
son, var 59 ára
gamall og lætur
eftir sig eigin-
konu og fjögur
börn.
Að sögn
Magnúsar
Guðjónssonar,
framkvæmda-
stjóra Fleur de Mer, voru engin
vitni að slysinu en svo virðist sem
skipsfélagi Helga hafi orðið fyrir
súrefnisskorti þegar hann fór
niður í lest. Talið er að Helgi hafi
látist þegar hann reyndi að koma
honum til bjargar.
Málið er til rannsóknar hjá
þarlendum yfirvöldum en Jón
Arilíus Ingólfsson, forstöðumaður
rannsóknarnefndar sjóslysa, segir
að þegar henni ljúki muni nefndin
fá skýrslu til meðferðar. - jse
Tveir menn létust í skipalest:
Íslendingur lést
á sjó í Marokkó
HELGI
JÓHANNSSON
STJÓRNMÁL „Þetta er einn sorgleg-
asti dagurinn í pakistanskri sögu.
Benazir Bhutto var leiðtogi stærsta
flokksins í Pakistan og hefði getað
komist til valda í þriðja sinn,“ segir
Sheikh Aamir Uz-
Zaman, eigandi
veitingahússins
Shalimar. Sheikh
Aamir er
Pakistani en býr
á Íslandi. Hann
var í sambandi
við fjölskyldu
sína í Pakistan í
gær. „Ég talaði við bróður minn
sem rekur veitingahús þar. Um leið
og fréttirnar bárust lokaði hann
staðnum, og það gerðu það allir
aðrir. Fólk heldur sig heima og það
er líkt og útgöngubann sé komið á.
Það er ekki gott ástand þar núna.“
Hann segir óvissuástand ríkja í
Pakistan og enginn viti hvað gerist
næst.
Sheikh Aamir ætlaði að fara til
Pakistans eftir nokkrar vikur en
hefur nú ákveðið að fresta ferðinni.
„Maður veit ekkert hvernig
ástandið verður þá,“ segir hann.
„Ég held að ef af kosningunum
verði muni margir sniðganga þær.
Fólk sleppir því bara að fara að
kjósa núna. Flokkurinn hennar var
stærsti flokkurinn og sá eini sem
hægt var að treysta. Þetta er ekki
bara sorglegt fyrir okkur heldur
fyrir allan heiminn.“ - þeb
Segir áhrifa munu gæta víða:
Einn sorglegasti
dagur í sögunni
Handtekinn á Sauðárkróki
Einn var handtekinn fyrir líkamsárás
á Sauðárkróki í fyrrinótt. Réðst hann
á dyravörð eftir að honum hafði verið
vísað af skemmtistað fyrir ólæti. Var
hann látinn sofa úr sér áfengisvímu í
fangageymslu. Málið telst upplýst.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Fórst þú í jólaköttinn?
Já 24%
Nei 76%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Fékkst þú jólagjöf frá vinnu-
veitandanum?
Segðu skoðun þína á visir.is.
SHEIKH AAMIR
UZ-ZAMAN
KJÖRKASSINN