Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 36
 28. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Þegar verið er að grafa í jörð kemur stundum fyrir að strengir eða vatnslagnir rofna. Verktaki ber í flestum tilfellum ábyrgðina og getur þar verið um háar upphæðir að ræða. Eva Magnúsdóttir hjá Mílu segir mestu máli skipta að kynna sér svæðið áður en haf- ist er handa en þannig sé hægt að koma í veg fyrir óþarfa tjón og ónæði fyrir notendur. Þegar verktakar þurfa að grafa í jörð er mjög mikilvægt að kynna sér legu jarðlagna áður en hafist er handa. Ef tjón verður á strengjum eða lögnum lendir kostnaðurinn í flestum tilfellum á verktakanum. Það er hlutverk verkkaupa að tryggja að allar teikningar af svæðinu séu til staðar og því mikilvægt að verktaki sjái til þess að hann fái þær í hendur frá verkkaupa áður en hafist er handa. Fyrirtækið Míla sér um stóran hluta þeirra strengja sem liggja í jörðu hér á landi en það fyrirtæki tók við umsjón þess kerfis sem áður var rekið af Símanum. Eva Magnúsdóttir fram- kvæmdastjóri segir mikilvæg- ast að hafa aflað sér þekkingar á svæðinu áður en grafið er. „Mikilvægt er áður en fram- kvæmdir hefjast er að hafa yfirlit eða teikningar af verk- stað frá veitufyrirtækjum sem sýna hugsanlegar lagnir á svæð- inu. Þá verður að fylgjast vel með við uppgröft því oft má koma í veg fyrir tjón ef vart verður við aðvörunarborða. Í dag er lagður aðvörunarborði yfir allar lagnir sem gefur til kynna að þar séu til dæmis fjarskiptalagnir. Það ber þó að hafa það í huga að oft fara þessar merkingar forgörðum við hvers konar rask sem á sér stað í framkvæmdum sem ekki tengjast veitustofnunum.“ Eva segir auðvelt að nálg- ast teikningar ef þess er óskað. „Sumar teikningar má fá rafrænt, en aðrar hjá teiknistofum og á vef- síðu okkar, míla.is. Auk þess er hægt að fá strengi og jarð lagnir staðsetta með sónar-tæki.“ Að sögn Evu er tjón á strengj- um nokkuð algengt. „Því miður er nokkuð um það bæði innanbæjar og utan. Skemmdirnar verða yfirleitt vegna ónógs undirbún- ings og geta valdið gríðarlegum vandræðum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Ábyrgðin er hjá þeim sem tjóninu veldur og því vert að gera allar viðeigandi ráð- stafanir til að forðast tjón.“ Þegar verða á strengjum veldur það oft vandræðum því net- eða símasamband getur legið niðri þar til gert hefur verið við. Með réttum undirbúningi má forðast mörg þessara tjóna og spara bæði tíma, peninga og vinnu. - öhö Best að vita legu lagna Eva Magnúsdóttir hjá Mílu segir auðvelt að nálgast teikningar af vinnusvæðum og þannig sé hægt að komast hjá tjóni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lagnir í jörðu eru yfirleitt merktar með gulum borða sem er nokkrum sentimetrum ofan við þær. Í sumum tilfellum getur þó verið að borðar hafi færst úr stað vegna annarra framkvæmda. Það getur því verið gott að hafa aðstoðarmann sem fylgist vel með hvort eitthvað birtist óvænt í skurðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.