Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 68
24 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR ERLENDUR HJALTASON SKRIFAR UM VIÐSKIPTAÁRIÐ 2007 Það er af miklu að taka þegar litið er yfir atburði líðandi árs. Næst standa að sjálf- sögðu þær miklu væringar sem hafa átt sér stað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarna mánuði. Undanfarin ár hefur vaxtastig á heimsmörkuðum verið fremur hagstætt og aðgengi að lánsfjármagni almennt gott. Þessar aðstæður hefur íslensk- um fyrirtækjum tekist að færa sér vel í nyt sem leitt hefur til mikillar uppbyggingar og örs vaxtar á erlendri grundu. Íslenskur fjármálamarkaður er nú mun tengdari erlendum mörkuðum en áður og því ber ekki að undrast að hér sverfi að með versnandi aðstæðum erlendis. Það er þó engin ástæða til að örvænta enda skiptir meginmáli þegar horft er til lengri tíma hversu vel fyrirtæki eru í stakk búin að mæta tímabundnum þrengingum. Viðburðaríkt ár hjá Exista Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Exista og árangurinn eftirtektarverður á flestum svið- um. Félagið hefur skapað sér athyglisverða stöðu á norrænum fjármálamarkaði og er beinn eða óbeinn þátttakandi í flestum þeim hræringum sem þar eiga sér stað um þessar mundir. Snemma á árinu tilkynnti Exista að félagið væri orðinn stærsti hluthafinn í Sampo Group, sem er leiðandi vátrygginga- félag á Norðurlöndum. Sampo er jafnframt á meðal helstu hluthafa í Nordea-bankanum, stærstu bankasamstæðu Norðurlanda. Exista hefur jafnframt byggt upp umtals- verðan hlut í Storebrand í Noregi, sem með kaupum á sambærilegu félagi í Svíþjóð á árinu er að skapa sér leiðandi stöðu á sviði líftrygginga og lífeyrissparnaðar á Norður- löndum. Auk þess er Exista kjölfestueigandi í Kaupþingi banka, sem mun styrkja stöðu sína enn frekar í Norður-Evrópu með kaupum á NIBC-bankanum í Hollandi sem tilkynnt voru um mitt árið. Allt eru þetta afar öflug félög með traust- an rekstur og hið sama má segja um aðrar helstu eignir Exista, svo sem Bakkavör Group og Skipti. Grunnrekstur Exista á sviði vátrygginga og eignaleigu hefur að sama skapi gengið vel og má segja að trygginga- rekstur VÍS hafi tekið stakkaskiptum á þessu ári. Skýrsla Viðskiptaráðs um alþjóðavæðingu Nú á haustmánuðunum gaf Viðskiptaráð Íslands út skýrslu um alþjóðavæðingu íslensks fjármálakerfis og fékk til þeirrar vinnu dr. Richard Portes frá London Business School og dr. Friðrik Má Baldursson frá Háskólanum í Reykjavík. Í skýrslunni var styrkur fjármálakerfisins kannaður, sér í lagi bankanna þriggja, og metið hvort hætta stafaði af ójafnvægi í íslenska hagkerfinu og erfiðleikum á erlendum fjármagnsmörk- uðum. Skýrslan sýndi með ótvíræðum hætti að íslenskir bankar standa traustum fótum. Þar kemur í ljós að þær sviptingar sem áttu sér stað á vormánuðunum 2006 hafi reynst íslensku fjármálakerfi ákveðin viðvörunar- bjalla. Þeir þættir sem bankarnir voru helst gagnrýndir fyrir hafa verið teknir til endur- skoðunar og fyrir vikið eru þeir mun betur í stakk búnir til að mæta lausafjárþurrð og óvissu eins og nú ríkir. Í skýrslunni er einnig kannað hvort evran kunni að skapa sér sess með óbeinum hætti hér á landi og hverjar afleiðingar þess gætu orðið. Það hefur farið mikið fyrir umræðu um krónuna og hvort hún sé til gagns eða trafala fyrir okkar litla hagkerfi. Viðskipta- ráð Íslands hefur verið leiðandi í umræðunni og leitast við að draga fram sjónarmið við- skiptalífsins. Haustið 2006 var gefin út umfangsmikil skýrsla um málefnið, sem ber heitið Krónan og atvinnulífið. Í henni voru dregnar saman helstu orsakir núverandi ástands, auk þess sem fjallað var um helstu kosti sem standa til boða verði krónunni varpað fyrir róða. Viðskiptaþing tileinkað krónunni Nú hyggst Viðskiptaráð fylgja þessari vinnu enn frekar eftir og verður Viðskiptaþing 2008 tileinkað íslensku krónunni og stöðu peningamála hérlendis. Yfirskrift þingsins, Íslenska krónan: byrði eða blóraböggull?, er spurning sem nauðsynlegt er að svara. Hvert sem svarið er, þá er ljóst að við óbreytt ástand verður ekki unað. Það er alveg ljóst að íslensk fyrirtæki, sér í lagi þau sem hafa ójafnvægi á milli tekna og gjalda eftir mynt- um, geta illa búið við núverandi aðstæður. Engin augljós eða greið leið liggur að upp- töku evru eða annars erlends gjaldmiðils. Það er aftur á móti skýrt að til þess að Íslend- ingar eigi raunverulegt val í gengismálum, þarf að beita samræmdum hagstjórnar- aðgerðum til að jafnvægi komist á í þjóðar- búskapnum. Í því skyni ber ríkisstjórn og sveitarfélögum að leggja lóð á vogarskálar og sporna við frekari þenslu með samdrætti í útgjöldum. Fram undan eru áhugaverðir en jafnframt krefjandi tímar. Ljóst er að fyrirtæki jafnt sem ráðamenn þjóðarinnar munu standa frammi fyrir stórum og mikilvægum ákvörð- unum. Þetta er glíma sem ég tel okkur vel búin til að takast á við enda hafa fáir jafn mikla reynslu af ólgusjó og Íslendingar. Engin ástæða til að örvænta ERLENDUR HJALTASON Annar forstjóri Exista. ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR SKRIFAR UM VIÐSKIPTAÁRIÐ 2007 Íslenska þjóðin hefur löngum búið við miklar efnahagssveiflur. Rætur okkar liggja í bænda- og sjómannasamfélagi þar sem gæft- ir hafa lengstum ráðið afkomu okkar. Við erum ung og metnaðarfull þjóð og við leggj- um upp úr því gera vel og eigum fleiri heims- met miðað við höfðatölu en hægt er að telja upp. Við tökum hlutina með trukki. Þjóðin hefur oft á örskotstíma rifið sig upp úr mikl- um bölmóði og svartsýni yfir í mikla bjart- sýni. Þetta er arfleifðin sem við byggjum á. Það er að mörgu leyti hægt að segja að árið 2007 hafi kippt í kynið ef svo má segja, bjart- sýnin gekk kannski úr hófi fram á fyrri hluta árs. Úrvalsvísitalan náði sínum hæstu hæðum í júlí eftir mjög gjöful uppgjör fyrstu mánuði ársins. Ekki þarf þó að leita langt aftur í tím- ann til að finna viðlíka uppgang á hlutabréfa- markaði hér á landi og nægir að nefna seinni- hluta árs 2006, fyrrihluta árs 2005 og ævintýralega fyrstu 10 mánuði ársins 2004. Mörg félög fóru í hæstu hæðir á hlutabréfa- markaðnum 2007 sem og lægstu lægðir líka og slegin voru met í hagnaði, sem og í tapi. Kannski aðeins of miklar sveiflur á einu ári. Þá hafa fleiri met verið slegin á árinu, en vextir Seðlabankans hafa aldrei verið hærri, m.a. vegna verðbólgu og þenslu. Verðbólgan, sá gamli vágestur, hefur þó oft verið meiri en í ár. Sama má segja um krónuna, hún hefur oft sveiflast miklu meira en í ár en gengis- vísitalan hefur verið á milli 110 til 130. Flest- ir eru þó sammála um að hún sé heldur sterk ef til lengri tíma er litið. Hagvöxtur virðist vera hóflegur þetta árið og engin met slegin þar. Viðskiptahalli hefur hins vegar aldrei verið meiri en þó er jákvætt að heldur er að draga úr honum seinnihluta árs. Ekki þarf að fara mörgum orðum um fjárfestingar Íslend- inga erlendis, en þær hafa aldrei verið meiri en á árinu 2007. Alþjóðlega lánakrísan á seinni hluta ársins virðist ætla að draga dilk á eftir sér og mark- aðir fallið hratt nú á haustdögum. Síðustu 4- 5 mánuðir þessa árs hafa sýnt enn og aftur að það er áhætta að reka fyrirtæki og það er áhætta að eiga hlutabréf. Það getur verið erfitt að búa við lítið hagkerfi með veikan gjaldmiðil og lítt nothæfa peningamálastefnu sem er æ meira háð alþjóðlegum sveifum. Niðursveiflan hefur verið brött og það hefur reynt á þolrifin í íslensku viðskiptalífi. Fyrir- tækin og eigendur þeirra hafa sýnt að þau eru í stakk búin til að taka á þeim vanda sem slíkum sveiflum fylgir. Þær hættur sem steðjuðu að á árinu voru bæði heimatilbúnar og einnig utan okkar áhrifasviðs. Tekið hefur verið á mörgum málum hér á landi varðandi umgjörð og stöðu viðskiptalífisins í kjölfar gagnrýni erlendra aðila. Hætturnar eru enn til staðar, lánakrísan, hækkun olíuverðs, en 100 dollara olían er komin til að vera hvort sem okkur líkar það betur eða verr og í farvatninu eru enn frek- ari hækkanir á hrávöru ýmiss konar. Tími ódýrra matvæla gæti líka verið að líða undir lok. Hvernig íslenskt þjóðfélag er í stakk búið til að takast á við þessar breyttu aðstæður á eftir að koma í ljós, en ef marka má þann kraft, þor og getu sem einkennt hefur íslensku þjóðina fram til þessa, þá þurfum við ekki að kvíða miklu. Það besta sem ríkisvaldið getur gert í þess- ari stöðu er að halda áfram að skapa hag- stæðan ramma um atvinnulífið. Þar er nokk- uð ógert, hægt að lækka skatta á fyrirtæki enn frekar, lækka álögur á útflutningsgrein- ar eins og sjávarútveg sem skapa gjaldeyri, jafnframt sem ríkið á að leggja niður íbúða- lánasjóð. Ennfremur er mikilvægt að ríkis- valdið hafi hemil á útgjöldum sínum næsta árið. Það sem bar þó hæst í mínum huga var áframhaldandi og góður vöxtur þeirra fyrir- tækja sem ég starfa með. Í nóvember var liðið eitt ár frá skráningu Teymis í Kauphöll- ina og hefur félagið eflst og styrkst mikið á þessu ári. Það er fagnaðarefni fyrir mig að sjá þann góða rekstrargrunn sem byggður hefur verið. Miðað við horfur næsta árs þá finnst mér líklegt að tími aukinnar hagsýni og ráðdeildar renni upp. Frá upphafi stofnun- ar Teymis hefur það verið stefna stjórnenda, ég horfi því bjartsýn til ársins 2008. Áfram verða þó miklar sveiflur í efnahags- lífinu, og án efa ný met slegin á nýju ári! Met á met ofan ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR Stjórnarformaður Teymis og framkvæmdastjóri hjá Baugi Group. RÓBERT WESSMAN SKRIFAR UM VIÐSKIPTAÁRIÐ 2007 Það er mín lífssýn að menn eigi að láta gott af sér leiða þegar vel gengur, að skila til baka til samfélagsins. Það gerist auðvitað að hluta til í formi skatta, og að hluta til í þeim störf- um sem við sköpum. Það vinna á sjötta hundrað manns hjá Actavis á Íslandi, og um 11.000 alls. Við reynum jafnframt að láta gott af okkur leiða í samfélaginu, hvort sem er í okkar nánasta umhverfi hér heima eða í löndunum 40 þar sem við störfum. Styrktar- verkefni Actavis eru allt of mörg til að telja upp, en þau tengjast heilbrigðismálum, íþróttum og menningarsamskiptum land- anna sem við störfum í. Meðal þeirra fremstu Árangurinn skiptir okkar keppnisfólk hjá Actavis miklu máli. Actavis hefur náð þeim undraverða árangri að vera númer fimm í heiminum, og við erum afar stolt af því. Við höfum haft að leiðarljósi að verða meðal þriggja stærstu og það hefur ekki breyst þótt eignarhaldið á félaginu hafi breyst á árinu. Yfirtökutilboðið frá Novator, félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar stjórnarfor- manns, barst í maí. Í lok júlí óskaði félagið eftir afskráningu úr Kauphöllinni. Actavis hefur haldið áfram að vaxa og dafna í einka- eigu og það er mikið að gerast. Við erum að byggja upp starfsemi á Ítalíu, undirbúa sókn í Frakklandi, erum nýbúin að opna í Austur- ríki og Sviss og svo mætti áfram telja. Acta- vis er vissulega ekki jafn sýnilegt og áður, enda var það meðal annars tilgangurinn með því að taka félagið af markaði – skráningu fylgja kvaðir um upplýsingagjöf. Breytt eignarhald einfaldar því málin að mörgu leyti og gefur okkur kost á að vinna hraðar en ella. Við erum ekki á markaði lengur og grein- um ekki reglulega frá afkomunni, en ég get upplýst að við erum við á áætlun og sátt við það. Reksturinn er ekki ólíkur því sem var, en við getum tekið meiri áhættu því við berum ekki lengur þá ábyrgð að ávaxta sparifé nokkur þúsund hluthafa. Björgólfur Thor er aðaleigandinn en ég á sjálfur um 10% hlut í Actavis og nokkrir aðrir lykil- stjórnendur hafa einnig keypt hlut. Króna eða evra Fyrir 8-9 árum var Actavis alíslenskt félag, en nú er undir 1% af veltu félagsins á Íslandi. Allt tekjustreymi og hagnaður er í erlendri mynt og íslenska krónan hefur truflað erlenda fjárfesta. Ef þeir kaupa hlutafé í krónum þá þurfa þeir annaðhvort að kaupa sér mjög dýrar varnir til að tryggja sig fyrir gengisáhættu, eða taka gengisáhættuna. Það hafa verið gríðarlegar sveiflur í krónunni og þetta hefur fælt fjárfesta frá. Umræðan í þjóðfélaginu að undanförnu, um evru eða krónu, er að mörgu leyti skiljanleg. Krónan er hagstjórnartæki, notuð til að slá á verð- bólgu og reyna að stýra hagkerfinu hérna heima. En fyrir menn eins og mig sem standa í að reka fyrirtæki í flóknu alþjóðlegu umhverfi er krónan enn eitt flækjustigið. Þróun fyrir allan heiminn á Íslandi Það tekur um tvö ár að þróa nýtt samheita- lyf, og við erum með nærri 400 slík verkefni í vinnslu. Við lögðum 14-15 milljarða króna í þróun á nýjum lyfjum á árinu og erum það samheitalyfjafyrirtæki í heiminum sem eyðir hvað mestu í ný lyf. Íslendingar hafa ekki síst notið góðs af þessu því hér á landi koma ný samheitalyf oft á markað löngu áður en í löndunum í kringum okkur. Við höfum byggt upp starfsemi á alþjóða- vettvangi, samþætt reksturinn og störfum undir Actavis-nafninu um allan heim. Við samnýtum verksmiðjurnar, þróunareining- arnar og öll fjármál. Það má í raun líkja þessu við eitt málverk, þar sem hver eining fyllir út í myndina. Þetta eru allt einingar með skilgreindan tilgang og hlutverk, sem allar eiga sitt pláss í stóru myndinni. Malta gegnir til dæmis lykilhlutverki í framleiðslu fyrir alla Vestur-Evrópu og á Íslandi þróum við lyf fyrir allan heiminn. Það var okkur því mikil ánægja þegar Félag viðskipta- og hag- fræðinga veitti okkur Þekkingarverðlaunin fyrr á árinu fyrir samruna og yfirtökur — því þar liggur okkar helsti styrkur. Málað á striga í fimm heimsálfum RÓBERT WESSMAN Forstjóri Actavis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.