Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 34
 28. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Þegar vinnuvélar eru keyptar borgar sig að huga strax að tryggingum. Mörg fjármögn- unarfyrirtæki gera kröfu um að vélar séu að fullu tryggðar. Algengt er að vinnuvélar valdi tjóni og því getur trygging sparað verktökum miklar fjárhæðir. Á vinnusvæðum og þar sem unnið er á stórtækum vélum getur skapast hætta á tjóni og slysum. Það borgar sig því fyrir verk- taka og aðra þá sem reka vinnu- vélar að hafa tryggingamál öll á hreinu. Tryggingafélögin bjóða svokallaðar verktakatrygging- ar auk annarra kosta sem henta fyrir vélar og tæki. „Þeir sem eru með vinnuvél- ar eru oft að tryggja vélarnar sjálfar með svokallaðri vinnu- vélatryggingu. Hún er svipuð og kaskótrygging á bíl en er þó með hærri sjálfsábyrgð. Þá erum við með sjálfsábyrgðartrygg- ingu sem tryggir tjón sem er valdið af viðkomandi vinnuvél. Það geta verið tjón af ýmsu tagi. Til dæmis er algengt að streng- ir slitni við jarðvinnu. Það eru strengir frá orkuveitum, síma- fyrirtækjum og fleiri aðilum sem leggja strengi í jörð,“ segir Valur Páll Kárason hjá VÍS. Hann segir marga verktaka tryggja hjá VÍS og að almennt sé vel hugað að tryggingum meðal verktaka. Samkvæmt íslenskum lögum bera menn skaðabótaábyrgð á tjóni sem þeir valda öðrum með saknæmum og ólögmætum hætti. Vinnuvélar eru ekki skyldu- tryggðar eins og skráningarskyld ökutæki þessa lands. Þannig er það lagt í hendur eiganda vinnuvéla hvort hann kaupir sér ábyrgðartrygginu vinnuvéla eða ekki. Það getur því komið upp sú staða að sá sem verður fyrir tjóni af völdum vinnuvéla þurfi að sækja bætur fyrir dómstólum. „Þetta þykir okkur ekki ganga. Við hefðum viljað að það væri skylda að tryggja vinnuvélar eins og er með önnur tæki sem eru í umferðinni,“ segir Valur. „Tjónþoli getur ekki vitað hvort hann fái tjón sitt bætt ef það er vinnuvél sem veldur slysi. Ef trygging er ekki fyrir hendi er væntanlega gengið að eiganda vélarinnar og hann krafinn um bætur og er þá spurning hvort hann sé borgunarmaður fyrir skaðabótum.“ Ýmsir kostir eru í boði fyrir mismunandi gerðir vinnuvéla. „Sjálfsábyrgðartrygging hentar vel fyrir þær vélar sem ekið er á götum úti. Ef vél keyrir á eigur annarra eða veldur slysum á fólki þá bæta tryggingar tjón eða greiða kostnað vegna slysa.“ Valur segir að margar af vinnu- vélunum á Kárahnjúkum hafi verið tryggðar meðan á því verk- efni stóð en lítið hafi verið um tjón á vélum þar. Hann segir einyrkja mjög duglega að tryggja vélar sínar. „Þeir sem kaupa vélar sínar gegnum fjármögnunarfyrirtæki þurfa að tryggja vélar bæði með ábyrgðartryggingu og tryggingu á tækinu. Þetta er krafa frá þeim sem fjármögnuðu vélakaupin. - öhö Það borgar sig að huga að tryggingamálum vinnuvéla um leið og þær eru keyptar Valur Páll segir óeðlilegt að ekki sé skylda að tryggja vinnuvélar í umferðinni á sama hátt og bifreiðar. Það geti komið fólki illa sem verði fyrir tjóni af völdum vinnuvéla ef eigandi tækisins er algjörlega ótryggður. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.