Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 45
ER HÚN FRAMKVÆMDASTJÓRI NOVA, STÆRSTA SKEMMTISTAÐAR Í HEIMI, SEM LEGGUR ÁHERSLU Á AÐ FÓLK ÆKNIBRANSANN, TILVERUNA OG DJ NOVA. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON Ð LÁGMÚLA því á sínum starfsferli en játar þó að barneignir hafi áhrif á stöðuveitingar til kvenna. „Það er algengt að stelpur vinni í þrjú til fimm ár eftir að þær koma úr námi en á sama tíma kemur oft að fyrstu stöðuhækkuninni. Þá færast stelpurnar aftur úr því þær fara oft og tíðum að eignast börn á þessum tíma, þá ná strákarnir for- skoti,“ segir hún og játar að hún hafi frestað barneignum vegna starfsins. „Þegar ég var að vinna hjá Tal var ég í svo mörgum skemmtilegum verkefn- um að ég ýtti barneignum alltaf á undan mér. Svo kom að þeim tíma- punkti að ég sá að verkefnunum myndi ekkert fækka og það væri í rauninni aldrei rétti tíminn til að fara í fæðingarorlof. Ég gerði mér líka alveg grein fyrir því að ég myndi ekki halda minni stöðu ef ég færi í burtu í ár,“ segir hún. Meðan á fæðingarorlof- inu stóð hugsaði hún sinn gang og naut þess að vera heima með soninn. Hjá Nova reynir Liv að hafa jafnt kynjahlutfall á vinnustaðnum því henni finnst kynjablandaðir vinnu- staðir miklu skemmtilegri. Hún segir reyndar að það sé erfitt að ráða marg- ar konur inn á tæknisviðið því konur sæki lítið um þau störf. Stærsti skemmtistaður í heimi Auglýsingar Nova hafa vakið mikla athygli og þar er DJ Nova í aðalhlut- verki en hann er karakter úr smiðju Þorsteins Guðmundssonar grínara. Umræddur DJ er kominn vel á fer- tugsaldur og heldur að hann sé mesti spaðinn í bænum, en í raun er hann svolítið mislukkaður. DJ Nova er í lykilhlutverki á heimasíðu fyrirtækis- ins og óhætt er að segja að fyrirtækið fari ótroðnar slóðir. „Það lá í loftinu að við myndum leggja áherslu á internetið og hönnunin á vörumerk- inu var höfð með það í huga. Hér áður fyrr var alltaf verið að hugsa um hvernig hlutirnir litu út á pappír og það var talið best að hafa lógó ekki í of mörgum litum. En þar sem við leggj- um áherslu á netið getum við leyft okkur litagleði því vörumerkið verður lifandi þegar það kemur á netið.“ Hver átti hugmyndina að slagorðinu, Stærsti skemmtistaður í heimi? „Það var mesti grínari landsins, Þorsteinn Guðmundsson. Okkur fannst við vera mjög framúrstefnuleg að vera sam- skiptafyrirtæki en ekki fjarskipta- fyrirtæki. Þegar við kynntum þetta fyrir Þorsteini og Degi Hilmarssyni hönnuði fannst þeim þetta ekkert sniðugt og sögðu að það væri enginn munur á þessu tvennu. Þá komu þeir með það að internetið væri ekkert annað en stærsti skemmtistaður í heimi. Þegar þeir komu með þetta þurftum við ekki að hugsa okkur tvisvar um. Okkur fannst þetta stein- liggja og föttuðum ekki að einhver myndi taka feil,“ segir Liv. Sjálf segist hún gjarnan setjast fyrir framan tölv- una á kvöldin í stað þess að leggjast fyrir framan sjónvarpið. Hún hefur gaman af því að vafra um netið og finnst það góð leið til að fylgjast með öllu því nýjasta. Spurð hvort hún kaupi mikið á netinu segir hún svo ekki vera, en það komi þó fyrir. „Í ár keypti ég nokkrar jólagjafir á netinu og svo keyptum við fatnað á starfs- fólkið meðal annars í Victoria Secret. Þegar sendingin kom í hús leit fólk hvort á annað enda leit þetta út eins og ég væri að kaupa mér prívat nær- föt og láta senda mér þau í vinnuna,“ segir hún og hlær. martamaria@365.is 28. DESEMBER 2007 | SIRKUS | BLS. 9 ANNA OG SKAPSVEIFLURNAR - kl. 18:50 CHRONICLES OF NARNIA - kl. 19:45 WAR OF THE WORLDS - kl. 22:05 Frábær og opin dagskrá í boði Byrs fyrir alla fjölskylduna á nýársdag Hafðu það gott á nýju ári BYR BÝÐUR ÞÉR GLEÐILEGT ÁR MEÐ STÖÐ 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.