Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 70
26 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR
Sjúkrahúsið Vogur tók til starfa á þessum degi
fyrir 24 árum. Samtökin SÁÁ höfðu unnið að
því að koma upp varanlegu húsnæði í Reykja-
vík og síðari hluta árs 1981 var þeim úthlutað
lóð við Grafarvog, að því er fram kemur í bókinni
Bræðralag gegn Bakkusi eftir Sæmund Guðvins-
son sem kom út árið 1997.
Í byrjun árs 1982 var skipuð byggingarnefnd og
var Othar Örn Petersen hæstaréttarlögmaður
formaður hennar. Vinnustofan Klöpp, með Ingi-
mar Hauk Ingimarsson arkitekt í fararbroddi, var
fengin til að teikna bygginguna. Framkvæmd-
ir hófust 14. ágúst árið 1982 þegar Vigdís Finn-
bogadóttir forseti tók fyrstu skóflustunguna að
henni. Vígsluhátíð sjúkrastöðvarinnar var svo
haldin þann 28. desember árið 1983.
Sama dag og hátíðin var haldin voru þrjátíu
sjúkl ingar fluttir frá Silungapolli, sem áður hýsti
sjúklinga á vegum SÁÁ, á Vog. Þá var haldin
verðlaunasamkeppni um nafn stöðvarinnar og
voru 48 sem áttu tillöguna Vogur. Nafn Hallfríðar
Brynjólfsdóttur var dregið úr potti og hlaut hún
utanlandsferð að launum.
Á þeim 24 árum sem Vogur hefur starfað hafa
þúsundir sjúklinga fengið þar meðferð.
ÞETTA GERÐIST: 28. DESEMBER 1983
Vogur tekur til starfa
BANDARÍSKI LEIKARINN
DENZEL WASHINGTON ER 46
ÁRA Í DAG.
„Leiklist er bara ein leið
til að sjá sér farborða.
Fjölskyldan er lífið.“
Washington hefur tvívegis
hlotið Óskarsverðlaunin
og er meðal annars þekkt-
ur fyrir leik sinn í mynd-
um sem byggja á sannsögu-
legum atburðum.
MERKISATBURÐIR
1612 Galíleó Galíleí er fyrstur til
að taka eftir plánetunni
Neptúnusi, en telur hana
ranglega vera fastastjörnu.
1871 Nýársnóttin, leikrit eftir
Indriða Einarsson, er
frumsýnd á skólalofti
Lærða skólans í Reykja-
vík. Skólapiltar stóðu fyrir
sýningunni.
1887 Bríet Bjarnhéðinsdótt-
ir flytur fyrst kvenna á
Íslandi opinberan fyrir-
lestur í Góðtemplarahús-
inu í Reykjavík sem hún
nefnir Um kjör og réttindi
kvenna.
1908 75.000 manns láta lífið í
jarðskjálfta á Sikiley.
1967 Borgarspítalinn í Foss-
vogi er formlega tekinn í
notkun.timamot@frettabladid.is
Fréttaþulurinn góðkunni Edda Andrés-
dóttir fagnar 55 ára afmæli sínu í
dag. Hún segist líta á daginn sem létt-
an undirbúning fyrir sextugsafmælið
en ætlar þó ekki að halda veislu. „Að
minnsta kosti ekki í dag en hver veit
nema ég geri eitthvað í janúar. Viljinn
er fyrir hendi en það er alltaf spurn-
ing um máttinn,“ segir Edda. „Ég von-
ast þó til að stjanað verði við mig frá
morgni til kvölds, að ég mæti einung-
is ljúfu viðmóti og fái nokkur sím-
töl frá fólki sem mér þykir vænt um.
Síðan förum við fjölskyldan vísast út
að borða þótt við séum nú ekki beinlín-
is illa haldin eftir jólin,“ bætir hún við
glöð í bragði.
En hvernig ætli sé að eiga afmæli á
milli stórhátíða? „Þegar ég var barn
man ég ekki eftir öðru en að hafa feng-
ið afmælisveislu eins og önnur börn.
En ég hugsa að mamma hafi tæklað
þetta betur en ég sjálf. Ég hef stund-
um verið með fyrirætlanir á prjónun-
um um að halda veislur en mér verð-
ur yfirleitt ekki neitt úr verki.“ Edda
segir ákveðið millibilsástand ríkja
á þessum tíma. „Jólin eru að baki og
áramótin að koma og það skiptir allt-
af meira máli heldur en einmitt þessi
dagur. Svo er maður alltaf vel sadd-
ur af mat og gjöfum. Það er þó viss
spenna sem fylgir afmælum og ég lít
á það sem svolítinn bónus að eiga af-
mæli á þessum tíma árs,“ segir Edda.
Síðla hausts sendi Edda frá sér bók-
ina Í öðru landi og er hún henni ofar-
lega í huga á þessum tímamótum. Í
bókinni segir hún frá því hvernig er að
fylgjast með föður sínum hverfa inn
í óminnisland Alzheimers-sjúkdóms-
ins ásamt því að rifja upp minningar-
brot úr fortíðinni. Edda er afar sátt við
bókina og alla vinnuna í kringum hana
en hún skrifaði hana að mestu síðast-
liðið sumar. En var ekki erfitt að fást
við jafn viðkvæmt efni? „Tilefnið var
auðvitað ekki gleðilegt og ég hef ein-
mitt verið spurð að því hvort þetta hafi
ekki verið erfitt. Í fyrstu vafðist mér
tunga um tönn af því að mér fannst
að ég ætti að svara því játandi. Stað-
reyndin er hins vegar sú að þetta var
ekki erfitt. Kannski er það vegna þess
að ég var stödd í gömlum og góðum
tíma á meðan ég skrifaði hana. Til að
fá innblástur spilaði ég gamla tón-
list og skoðaði gamlar myndir og mér
fannst í raun bara mjög gott að skrifa
bókina,“ útskýrir Edda.
Þetta er í þriðja sinn sem hún tekur
þátt í jólabókavertíð. Fyrir tveimur
árum voru hún og Auður Eir á ferð
með Sólin kemur alltaf upp á ný og
svo kom bókin um Auði Laxness, Á
Gljúfrasteini, út fyrir jólin 1984.
„Ég get vel hugsað mér að róa á þessi
mið aftur. Þegar ég vaknaði á aðfanga-
dag og horfði á bókina mína fann ég til
saknaðar eftir þessum tíma. Skrifin,
samstarfið við fólkið hjá gamla JPV,
sem breyttist í Forlagið einn daginn,
og líflegur og lærdómsríkur desem-
ber þegar ég var á fleygiferð að lesa
upp úr bókinni á höfuðborgarsvæð-
inu og utan þess gerir þennan tíma
mjög eftirminnilegan,“ segir Edda.
Hún segir jólavertíðina hafa verið
býsna skemmtilega hvort sem hún var
ljósum prýdd eða ekki. „Ég keyrði til
dæmis út fyrir bæinn eitt sunnudags-
síðdegið til að lesa upp í góðu húsi og
rann þá upp fyrir mér í blárri birtu
undir fullu tungli að jólin búa ekkert
síður í landinu, þögninni og fjöllunum
þótt þar sé ekki ein einasta ljósapera,“
lýsir Edda dreymin. vera@frettabladid.is
EDDA ANDRÉSDÓTTIR: 55 ÁRA OG HORFIR Á EFTIR ÞRIÐJU BÓKINNI SINNI
Langar til að skrifa meira
AFMÆLISBARN Afmæli Eddu Andrésdóttur, rithöfundar og fréttaþular á Stöð 2, fellur í skuggann af tveimur stórhátíðum en hún segir þó alltaf
ákveðna spennu fylgja deginum og lítur á hann sem bónus. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLI
Einar Örn Jónsson
handboltamaður er 31
árs í dag.
Björk Jakobsdóttir leik-
kona er 41 árs í dag.
Helga Elínborg Jóns-
dóttir leikkona er 62
ára í dag.
Gullbrúðkaup
Elsku mamma og pabbi,
Þórður Magnússon
og
Hrönn Hannesdóttir,
innilega til haming ju með gullbrúðkaupið í dag,
28. desember 2007.
Ykkar dætur,
Hanna, Ósk, Guðbjörg, Elín og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstur-
faðir, tengdafaðir og afi,
Stefán K. Arnþórsson,
Karlsbraut 21, Dalvík,
sem lést á Dvalarheimilinu Dalbæ 21. desember, verður
jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 28. des-
ember kl. 13.30.
Guðrún Benediktsdóttir
Arna Stefánsdóttir Bjarni Valdimarsson
Benedikt Hilmarsson Matthildur Óladóttir
Jórunn Hilmarsdóttir Ólafur Schram
Sigtryggur Hilmarsson Guðný Hansen
Stefán Hilmarsson Kristin Arngrímsdóttir
og barnabörn.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar systur okkar og frænku,
Elsu Ingvarsdóttur
Balaskarði
sem lést þriðjudaginn 11. desember síðastliðinn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinn
ar á Blönduósi.
Fyrir hönd systkinabarna og annarra aðstandenda,
Björg Ingvarsdóttir
Geirlaug Ingvarsdóttir
Signý Gunnlaugsdóttir
Sigfús Ingimundarson
húsasmíðameistari
er látinn.
Unnur Elísdóttir
og synir hins látna.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, dóttir og systir,
Birna Björnsdóttir
Endurvarpsstöð, Eiðum,
lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn
27. desember. Útförin verður auglýst síðar.
Júlíus Bjarnason
Magnfríður Júlíusdóttir
Bjarni Már Júlíusson Jóna Björg Björgvinsdóttir
Björn Starri Júlíusson
Ragna Valdís Júlíusdóttir
Katla Þorvaldsdóttir
Kolbrún Birna Bjarnadóttir
Júlíus Freyr Bjarnason
Jónína Guðmundsdóttir
Páll Björnsson
Kolbrún Björnsdóttir