Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 82
38 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Í kvöld verður leikið í
undanúrslitum N1-deildarbikars
karla í handbolta þar sem Haukar
mæta Val og Stjarnan tekur á
móti Fram. Fréttablaðið
fékk Gunnar Magnússon,
aðstoðarþjálfara HK, til
þess að varpa fram
sínum spádóm-
um um leiki
kvöldsins.
Haukarnir
eru á toppi deild-
arinnar og mæta því
Val sem er í fjórða
sæti en þetta verður
í fjórða skiptið sem liðin leiða
saman hesta sína í vetur. Haukar
unnu viðureign liðanna í fyrstu
umferð N1-deildarinnar og liðin
skildu jöfn um miðjan nóv-
ember, en Valur sló svo
Hauka út úr átta liða
úrslitum Eimskips-
bikarsins í byrjun
desember. Gunnar
spáir jöfnum leik.
„Sagan segir að
þetta verði hörku-
leikur eins og
jafnan þegar
þessi lið mæt-
ast. Ég held
meira að segja
að leikurinn
fari í framleng-
ingu og verði
nóg um dramat-
ík og læti í
lokin. Ég hallast þó að sigri Hauka
að þessu sinni,“ sagði Gunnar.
Stjarnan og Fram eru í öðru og
þriðja sæti deildarinnar og hafa
unnið sinn leikinn hvort af viður-
eignum liðanna í deildinni, Fram
vann í Mýrinni og Stjarnan vann í
Framhúsinu. Líkt og Haukar og
Valur, þá mættust Fram og Stjarn-
an einnig í átta liða úrslitum Eim-
skipsbikarsins þar sem Fram hafði
betur eftir æsispennandi tvífram-
lengdan leik. Gunnar spáir því að
Fram fari með sigur í leiknum.
„Ég hef heyrt að það sé eitthvað
um forföll hjá liðunum og ég held
að Fram sé með sterkari liðsheild
til þess að höndla það. Þar að auki
segir reglan að fyrst að Stjarnan
rassskelldi Fram fyrir skemmstu í
deildinni, þá fari Fram með sigur
af hólmi í næsta leik liðanna,“
sagði Gunnar að lokum. - óþ
Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK, spáir um N1-deildarbikarleikina í kvöld:
Haukar og Stjarnan í úrslitin
BARÁTTA Sigurbergur
Sveinsson verður
líklega í eldlínunni
hjá Haukum gegn
Val í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
> Ragna upp um tvö sæti
Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir hækkaði um tvö
sæti á nýjasta heimslistanum sem gefinn var út í gær.
Hún er þar með í 53. sæti og í því 19.
á Evrópulistanum. Ragna komst
í úrslit á opnu móti í Grikklandi
á dögunum en sá fíni árangur
hækkar hana samt aðeins um tvö
sæti. Hún þurfti að gefa úrslita-
leikinn vegna álagsmeiðsla í hæl.
Næsta mót hjá henni er í Kúala
Lúmpúr 15. janúar og þaðan fer
hún til Stokkhólms á mót sem hefst
24. janúar.
Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals og íslenska
landsliðsins, hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir góða
spilamennsku með liði Rhode Island-háskólans í bandarísku
háskóladeildinni í fótbolta.
Dóra María var fyrir skemmstu valin í Úrvalslið Norðausturdeild-
arinnar en samtök knattspyrnuþjálfara í Bandaríkjunum stóðu
fyrir valinu. Enn fremur var Dóra María í þriðja sæti með 28
framlagsstig í Norðausturdeildinni á svokölluðum ALL-A-10 lista
sem reiknar út framlag leikmanna, en hún skoraði tíu mörk
og lagði upp önnur átta í deildinni.
„Liðinu gekk kannski ekki alveg nógu vel en ég er
persónulega sátt við spilamennsku mína á þessu
tímabili. Bandaríska háskóladeildin er dálítið ólík
öðrum deildum að því leyti að leikmenn liðanna í
deildinni eru vitanlega allt háskólastelpur, yfirleitt
á aldrinum 18-23 ára, þannig að það vantar
kannski ákveðna reynslu hjá þessum stelpum,
en þær eru margar hverjar í mjög góðu líkam-
legu ásigkomulagi, fljótar og tæknilega góðar.
Það er reyndar misjafnt í hvaða deild þú ert, þar sem deildirnar
eru vissulega fjölmargar og missterkar,“ sagði Dóra María sem
hyggst koma heim næsta sumar að námi loknu.
„Ég er að læra fjármálafræði og stefni á að útskrifast næsta
sumar og þá kem ég heim og sé til hvað ég geri á vinnu-
markaðnum en ég er samningsbundin Val út næsta tímabil
og bíð spennt eftir komandi verkefnum á þeim bænum.
Ég hef ekki náð að klára tímabil með Val í þrjú ár vegna
háskólanámsins í Bandaríkjunum og bíð því spennt eftir
því að geta loksins verið með frá upphafi til enda
tímabilsins næsta sumar.
Ég ætla bara að einbeita mér að því að spila vel
með Valsliðinu og sjá svo til hvað verður á boð-
stólunum. Það væri auðvitað draumur að geta
komist út í atvinnumennsku en ég er ekki farin
að hugsa svo langt ennþá.“
DÓRA MARÍA LÁRUSDÓTTIR: VAR VALIN Í ÚRVALSLIÐ NORÐAUSTURDEILDAR Í BANDARÍSKA HÁSKÓLABOLTANUM
Hlakka til að geta loksins klárað tímabil hér heima
HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Sverre Andreas
Jakobsson á ekki von á öðru en að hann snúi heim á
leið næsta sumar þegar samningur hans við þýska
úrvalsdeildarfélagið Gummersbach rennur út.
Sverre á ekki von á því að verða boðinn nýr samn-
ingur hjá félaginu og sjálfur segir hann að aldrei
hafi annað staðið til en að vera aðeins tvö ár í
Þýskalandi.
„Ég var búinn að gefa í skyn að ég væri að fara og
ég hef svo rætt við Alfreð. Félagið er með
ákveðnar breytingar í huga sem gera það að
verkum að ekki er endilega pláss fyrir
hreinan varnarmann. Það liggur samt ekki
alveg ljóst fyrir hvort félagið bjóði mér
nýjan samning en mér finnst það ólíklegt.
Ég er samt ekkert að gráta ef svo verður.
Mig langaði alltaf að prófa þetta en það
stóð aldrei til að festast eitthvað í þessu.
Ég stökk á spennandi tilboð sem mig
langaði að prófa,“ sagði Sverre sem er
þegar farinn að skoða fasteignir á
Íslandi.
Sáttur við mína frammistöðu
Hann segist ekki vera spenntur fyrir
því að færa sig um set í Þýskalandi en
sér þó ekki eftir því að hafa stokkið á
tækifærið þegar það gafst.
„Þetta er búið að vera skemmtilegra en
ég átti von á og ég er mjög sáttur við mína
frammistöðu. Mér finnst ég hafa tekið
miklum framförum á milli ára. Ég er mjög
sáttur,“ sagði Sverre en fjölskylduaðstæður
gera það að verkum að næsta sumar hentar
mjög vel til þess að flytja aftur heim.
Sverre segist samt ekki vera búinn að fá leið
á handbolta og hann stefnir að því að spila
áfram eftir að hann kemur heim.
Kemur til greina að fara í Fram eins og hvað
annað
„Ég hef aðeins heyrt frá nokkrum aðilum um
hvað ég sé að spá en ég hef ekki sagt neitt
annað en að líklegt sé að ég komi heim. Ég
mun svo skoða þau mál nánar þegar þar að
kemur,“ sagði Sverre en hann útilokar
ekki neitt í þeim málum. Það voru mikil
læti í kringum brottför hans frá Fram
til Gummersbach á sínum tíma en
hann útilokar samt ekki að spila
aftur með Fram.
„Fram kemur til greina eins og
hvað annað. Það fer eftir
þjálfara og leikmönnum hvar ég
vil spila. Ég mun samt bara
gera eins árs samning í senn og
sjá til hvað ég endist lengi í
þessu enda er ég ekkert að
yngjast,“ sagði Sverre
sem verður væntan-
lega í eldlínunni
með landsliðinu á
EM í Noregi í
janúar.
henry@
frettabladid.is
Sverre er á heimleið
Handknattleikskappinn Sverre Andreas Jakobsson er að öllu óbreyttu á leið
aftur heim til Íslands. Hann stefnir á að spila handbolta áfram á Íslandi.
Hann er mjög sáttur við Þýskalandsdvölina og segist ekki sjá eftir neinu.
SVERRE JAKOBS-
SON Ævintýra-
dvöl hans í
Þýskalandi
lýkur væntan-
lega næsta
sumar og þá
stefnir hugur-
inn heim.
FÓTBOLTI Jóhann Þórhallsson segir
að hann sé ánægður hjá KR og
hann vilji helst vera áfram í
Vesturbænum. Fréttablaðið hefur
heimildir fyrir því að KR hafi
boðið öðrum félögum að kaupa
Jóhann en leikmaðurinn sagði þó
sjálfur í gær að ekkert fararsnið
væri á sér.
„Ég er búinn að tala við
þjálfarann, Loga Ólafsson, og
hann sagði mér að ég væri í
sínum plönum. Ég hef heyrt af
áhuga annarra liða en eins og
staðan er í dag verð ég áfram hjá
KR,“ sagði Jóhann, sem segist
óhræddur við samkeppnina. Hún
var mikil síðasta sumar þegar
Jóhann byrjaði sex leiki, þar af
síðustu fjóra leiki deildarinnar,
og skoraði eitt mark. Hún jókst
svo enn þegar KR keypti ungl-
ingalandsliðsmanninn Guðjón
Baldvinsson í sumar.
Ingvar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Grindavíkur sem
Jóhann yfirgaf fyrir KR, segir að
félagið hefði áhuga á því að fá
Jóhann ef hann væri á lausu. - hþh
Jóhann Þórhallsson:
Ég er í planinu
hjá Loga
JÓHANN ÞÓRHALLSSON Býst við því að
vera áfram hjá KR.
KÖRFUBOLTI Það verður stórleikur í
Grindavík í kvöld þegar nágrann-
arnir úr Njarðvík koma í heim-
sókn.
Það má búast við æsispennandi
leik ekki síst þegar haft er í huga
að tveir síðustu deildarleikir
liðanna í Röstinni í Grindavík
hafa farið í framlengingu sem og
annar af tveimur síðustu leikjum
liðanna í Ljónagryfjunni í
Njarðvík.
Samtals hefur því aðeins
munað 11 stigum á liðunum í
síðustu fjórum deildarleikjum
liðanna, Grindavík vann báða
leiki liðanna 2005-06 en Njarðvík
vann báða leikina í fyrravetur.
Njarðvík vann undanúrslita-
einvígi liðanna í úrslitakeppninni
síðasta vor en það fór alla leið í
oddaleik.
Leikur kvöldsins hefst klukkan
19.15 og þá mætast einnig Hamar
og ÍR í Hveragerði og Tindastóll
tekur á móti Stjörnunni á
Króknum. - óój
Iceland Express-deild karla:
Framlengt
einu sinni enn?
GÓÐUR Jonathan Griffin lék vel með
Grindavík gegn Njarðvík í úrslitakeppn-
inni í vor. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN