Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 18
18 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR
taekni@frettabladid.is
Vefurinn: eHow
Þarftu að læra að binda bindishnút,
fjarlægja veggfóður eða leika á trommur?
eHow kennir þér að gera bókstaflega allt.
www.ehow.com
TÆKNIHEIMURINN
Hver er merkilegasta græjan sem leit dagsins ljós á árinu sem er að líða? En stærsta vísindafréttin? Mestu vonbrigðin?
Fréttablaðið leit yfir það merkilegasta sem gerðist í tækni- og vísindaheiminum árið 2007.
Tækni- og vísindaárið í hnotskurn
Steve Jobs, forstjóri Apple,
kom öllum á óvart á kynn-
ingu í febrúar og varpaði
stærstu tæknisprengju
ársins. Fyrirtækið skyldi
herja inn á farsíma-
markaðinn með iPhone,
byltingarkenndum síma
með eiginleikum iPod-
tónlistarspilarans. Sameina
átti farsíma, tónlistar- og
myndbandsspilara og
lófatölvu í eitt tæki með
stórum snertiskjá og
örfáum tökkum.
Viðtökurnar voru góðar;
síminn seldist upp
þegar hann kom út í
júní í Bandaríkjunum,
og fjölmiðlar hafa
skrifað meira um hann
en nokkurt annað
tæknifyrirbæri allt árið.
Íslendingar þurfa að
bíða örlítið lengur eftir
honum, en við megum
eiga von á honum hér
á fyrri hluta þessa árs.
Síminn sem sneri tækniheiminum á hvolf
Baráttan harðnaði á milli þeirra sem
eiga rétt til dreifingar á efni eins
og kvikmyndum, tónlist og tölvu-
leikjum, og þeirra sem vilja nálgast
efnið ókeypis. Langstærsta íslenska
skráaskiptavefnum, IsTorrent, var
lokað í kjölfar lögbannsbeiðni sam-
taka myndrétthafa á Íslandi, Smáís,
og þurftu um tuttugu þúsund not-
endur hans því að finna aðrar leiðir
til að skiptast á skrám. Forsvarsmaður
síðunnar, Svavar Lúthersson, var
kærður og bíður málið þess að vera
tekið fyrir.
Annað mál sem varðar meint brot á
höfundarréttarlögum komst einnig
í fréttirnar á árinu, en það er DC++
málið svokallaða. Þremur árum eftir
að húsleit var gerð hjá tólf manns
sem notað höfðu skráaskiptaforritið
DC++ lauk efnahagsbrotadeild Ríkis-
lögreglustjóra við rannsókn málsins,
og fer það fyrir dómstóla snemma á
næsta ári.
Smáís og IsTorrent
Tvö vinsælustu stýrikerfin hjá almenn-
um tölvunotendum fengu uppfærslu
á árinu. Úr herbúðum Microsoft kom
Windows Vista, arftaki hins vinsæla
Windows XP, og frá Apple kom Leo-
pard, sjötta útgáfa OS X stýrikerfisins.
Þrátt fyrir miklar væntingar hefur
Vista ekki náð almennilegri fótfestu á
markaðnum, og snýr gagnrýnin helst
að of fáum eftirtektarverðum nýjung-
um og óþjálu notendaviðmóti. Einnig
var reklastuðningi ábótavant fyrstu
mánuðina eftir að stýrikerfið kom út,
sem hjálpaði ekki.
Á hinn bóginn hefur Leopard selst
vel, en í mun færri eintökum enda
með margfalt færri notendur en
Windows.
Stýrikerfin uppfærð
Stríðinu milli háskerpudiskanna HD
DVD og Blu-Ray er engu nær því
að ljúka nú í lok árs, neytendum til
mikilla ama. Þeir sem hafa ekki viljað
hætta sér í fjárfestingar í annarri
hvorri tækninni af ótta við að hin
verði ofan á þurfa að bíða enn lengur.
Þessi keppni um hylli (og veski)
neytenda hefur skilað sér í nánast
fullkomnu áhugaleysi þeirra á þessari
nýju tækni. Illskiljanlegar útskýringar
á kostum háskerpudiskanna og ótti
við að borga fyrir tækni sem verður
mögulega úrelt innan fárra ára hefur
gert það að verkum að flestir láta sér
gömlu góðu DVD-diskana nægja.
Blu-Ray og HD DVD
Wii frá Nintendo er ótvíræður
sigurvegari ársins 2007 í leikja-
tölvustríðinu. Fyrirtækið hefur
ekki náð að anna eftirspurn
eftir tölvunni, rúmu ári eftir að
hún kom út. Tæplega sextán
milljónir eintaka seldust á árinu,
um það bil jafn mikið og seldist
af hinum tveimur leikjatölvun-
um, PlayStation 3 og Xbox 360,
samanlagt.
Helsta ástæðan fyrir vinsæld-
um Wii er hversu aðgengileg
hún er þeim sem ekki hafa
notað leikjatölvur áður. Í stað
hefðbundins stýripinna er
fjarstýring með innbyggðum
hreyfiskynjara, sem spilarinn
notar til að líkja eftir hreyfingum
í leikjum. Tölvan sjálf er auk
þess töluvert ódýrari en keppi-
nautarnir.
Sigurganga Wii
Árið 2007 verður að teljast árið sem
hlýnun loftslags hætti að vera kenn-
ing og varð bláköld staðreynd.
Í skýrslu sérfræðinganefndar Samein-
uðu þjóðanna um loftslagsbreytingar
(IPCC) sem kom út í febrúar sagði
að hlýnun loftslags væri ótvíræð
staðreynd, og þar væri um að kenna
mikilli notkun mannkynsins á jarð-
efnaeldsneyti — kolum, olíu og gasi.
Nefndin hlaut friðarverðlaun Nóbels
ásamt Al Gore, fyrrum varaforseta
Bandaríkjanna og umhverfisverndar-
sinna.
Árinu lauk með loftslagsráðstefnu
í Balí í þessum mánuði, þar sem
fulltrúar þjóða heimsins hittust til
að ræða um loftslagsbreytingar.
Samþykkt var að hefja viðræður um
áætlun sem á að taka við af Kyoto-
bókuninni síðan 1997.
Hlýnun loftslagsins
Loftsteinn stefnir á Mars
Nýuppgötvaður loftsteinn
stefnir á Mars og gæti lent
á plánetunni 30. janúar
næstkomandi. Ef svo fer fá
vísindamenn gott tækifæri
til að fylgjast með nýjum gíg
verða til, og jafnvel árekstrinum sjálfum.
Steinninn uppgötvaðist við leit að loft-
steinum sem gætu mögulega stefnt á
jörðina, en líkurnar á því að hann lendi
á Mars eru um það bil einn á móti 75.
Apple yfir 200 dollara
Hlutabréf í tölvufyrirtækinu Apple fóru
yfir 200 dollara á miðvikudag, í fyrsta
sinn. Hækkunin þykir gefa til kynna
aukið traust fjárfesta á fyrirtækinu, sem
gerði það gott í ár með útgáfu á nýju
stýrikerfi og iPhone farsímanum.
Sony skilur við fortíðina
Japanska tæknifyrirtækið Sony hefur
tilkynnt að það hyggist hætta að fram-
leiða sjónvörp með myndlampa. Þess
í stað ætli fyrirtækið að einbeita sér
að LCD og Plasma-tækni í flatskjáum.
Ástæðan fyrir þessu er sögð minnkandi
eftirspurn eftir myndlampasjónvörpum.
Undirbúa næstu útgáfu IE
Tilraunaútgáfa vafrans
Internet Explorer 8
kemur út um mitt næsta
ár. Þetta tilkynnti hug-
búnaðarrisinn Microsoft á
dögunum. Meðal nýjunga í
þessari áttundu útgáfu vinsælasta vafra
í heimi er betri stuðningur við önnur
stýrikerfi en Windows og ýmsar útlits-
lagfæringar. Þessi tilkynning Microsoft
kemur aðeins nokkrum dögum eftir að
aðstandendur Firefox-vafrans, helsta
keppinautar Internet Explorer, gáfu út
aðra tilraunaútgáfu af Firefox 3.
Stal Bell símahugmyndinni?
Alexander Graham Bell, upphafsmaður
talsímans, stal hugmyndinni að sím-
anum frá keppinautinum Elisha Gray.
Þessu er haldið fram í nýrri bók eftir
bandarískan blaðamann. Samkvæmt
henni náði Bell að kíkja á
einkaleyfisskjöl sem
Gray hafði lagt fram
og koma sínum
skjölum að á
undan.
„Við erum aðallega að vinna í því að fá
Xbox Live! til landsins, en síðan erum við
með ýmislegt fleira planað fyrir næsta ár,“
segir Örvar G. Friðriksson, umsjónarmaður
xbox360.is, vefsíðu íslenska Xbox samfé-
lagsins. „Við ætlum til dæmis að gera vefinn
notendavænni og standa fyrir stefnumótum
á Xbox Live! þar sem íslenskir spilarar hittast
á netinu á ákveðnum tímum til að spila
saman.“
ÍXS, eða íslenska Xbox samfélagið, varð
til þegar Örvar fór að halda úti lista yfir
Íslendinga sem áttu Xbox 360 leikjatölvur.
Vegna þess að netþjónustan fyrir Xbox 360
leikjatölvuna, sem heitir Xbox Live!, er ekki
formlega í boði á Íslandi þurfa þeir Íslend-
ingar sem vilja spila leiki yfir netið að skrá
sig með heimili í Bretlandi eða öðru landi.
Fyrir vikið getur verið erfitt að finna aðra
Íslendinga til að spila við, en þar kemur
listi Örvars til sögunnar. Með
honum hafa íslenskir Xbox
spilarar fundið aðra
Íslendinga, bætt þeim
á vinalistann sinn og
spilað leiki við þá yfir
netið. Þó væri best
ef þjónustan stæði
Íslendingum formlega
til boða og hefur
Örvar barist fyrir því
í samstarfi við Tölvu-
virkni, Netsamskipti og
Micro soft á Íslandi.
Aðspurður hvað
hafi staðið upp úr á
árinu sem er að
líða nefnir Örvar
miðnæturopnanir á vegum ÍXS og BT, þar
sem nýir leikir fóru í sölu á miðnætti kvöldið
fyrir útgáfudaginn. „Við vorum með tvær
þannig, eina þegar Halo 3 kom út og svo
aðra þegar Mass Effect, Guitar Hero III og
fleiri leikir komu út sama daginn. Mæt-
ingin hefur verið framar vonum, það
komu rúmlega tvö hundruð manns á
Halo 3 opnunina.“
Að lokum vill Örvar koma á fram-
færi þökkum til allra íslenskra Xbox
spilara. „Það er kannski það besta við
þetta allt saman. Ég hef aldrei áður
eignast svona marga nýja og
góða vini, sem ég á í per-
sónulegum samskipt-
um við dagsdaglega,
og í gegnum Xbox
Live!“
TÆKNISPJALL: ÖRVAR G. FRIÐRIKSSON, UMSJÓNARMAÐUR ÍSLENSKA XBOX SAMFÉLAGSINS
Standa fyrir stefnumótum á Xbox Live