Fréttablaðið - 11.01.2008, Síða 46
Á rið 2007 var ekkert venjulegt ár. Þetta var ekki ár meðaljónsins heldur lúxusjónsins
sem naut sín í botn í allri velmeguninni. Árið
hófst með þvílíkum látum. Það var þó ekki bara
hávaðinn frá tívolíbombunum sem olli ringul-
reiðinni heldur þaut úrvalsvísitalan upp eins og
raketta af stærstu gerð meðan þjóðin gapti af
undrun og aðdáun. Hlutabréfagamblarar skál-
uðu í dýrasta kampavíninu og hlógu að þeim
sem geymdu sparifé sitt í öruggri ávöxtun. Þeir
sem áttu aðeins minni peninga gátu þó ekki
verið minni menn og tóku bara lán til að geta
verið jafn arfasmart og hinir moldríku. Þeir sáu
fyrir sér að áður en árið yrði búið myndu þeir
komast í klíkuna. Velmegunin draup af hverri lif-
andi veru og það var alveg sama um hvað var
rætt, dýru hlutirnir áttu alltaf vinninginn. Kven-
peningurinn sprangaði um með Miu Miu eða
Chloé-töskur, með Gucci-sólgleraugu í hárinu, í
leggings, leðurstígvélum og í víðum stuttum
kjólum í anda sjöunda áratugarins. Svo voru það
skræpóttu fötin sem tröllriðu öllu, skærbleikar
leggings og marglit hettupeysa, sem eru að kom-
ast í flokk með Buffalo-skóm og öðrum tísku-
slysum. Þjóðin nennti þó ekki að hanga lengi í
einu á Íslandi og því urðu ferðalög til fjarlægra
landa aðalmálið. Kína og Indland já takk, helst í
fylgd með forsetanum eða ein-
hverjum stórlaxinum úr við-
skiptalífinu. Þegar leið að
sumri fór að bera á óvenju
mikilli tjaldvagnasölu enda
var enginn maður með mönnum nema eiga eitt
slíkt kvikindi, hvort sem græjan var staðgreidd
eða sett á 100% lán. Þeir allra hörðustu létu sig
hafa það að vinna aukavinnu á Skalla til að geta
borgað af herlegheitunum. Þeir sem áttu örlítið
meiri aur keyptu sér nokkra hektara með þyrlu-
palli og flugbraut. Allri velmeguninni fylgdi þó
eitt hræðilegt vandamál, sístækkandi vömb og
skvapkenndir bossar. Til þess að minnka ummál-
ið flykktist þjóðin í „Boot Camp“ en vandamálið
var bara að sökum stöðugra útlandaferða og
partíhalds varð mætingin svolítið stopul og því
minnkaði vömbin ekki neitt og bossarnir héldu
áfram að fylla allt of vel út í niðurmjóu gallabux-
urnar. Þegar kom að heimilum sammæltist
þjóðin um það að hvítar höldulausar eldhúsinn-
réttingar væru það eina sem vit væri í og ekki var
svarta granítið langt undan. Stofur landsmanna
voru fylltar af leðri, helst hvítu eða svörtu og
nauðsynlegt var að eiga flatskjá sem þakti heil-
an vegg. Og svo var það kaffihúsakaffivélin sem
var sett beint inn í innréttinguna svo hún klipi
ekki af borðplássinu, ilmandi sojalatte heima, er
hægt að biðja um eitthvað meira? Þegar líða tók
á árið fór þó að halla undan fæti og í örvæntingu
sinni byrjuðu menn á því að reyna að losna við
Reinsinn áður en bankinn tæki hann upp í hluta-
bréfaskuld meðan aðrir
drukku til að gleyma og þá
var gott að eiga sína eigin
bjórdælu í kjallaranum.
Þ jóðin var í hálfgerðu losti þegar hún tók á móti nýja árinu en lúxusjóninn vissi ekki
alveg hvernig hann gæti aftur orðið meðaljón og
því var ekkert í stöðunni en að gleyma yfirvof-
andi blankheitum með fullt fangið af flugeldum
og byrja að skjóta þessu upp með bros á vör.
Timburmenn nýja ársins gerðu þó vart við sig og
sumir ákváðu að vera undir sæng í nokkra daga
til að hugsa sinn gang. Þeir sem ekki höfðu lesið
Leyndarmálið tóku bókina úr plastinu og drukku
í sig fróðleikinn áður en þeir pöntuðu sér tíma
hjá spákonu til að athuga hvort þetta kreppu-
tímabil yrði ekki örugglega stutt. Meðan menn
lágu undir feldi komust þeir að því að andlegu
jafnvægi yrði aldrei náð innan um svart/hvít leð-
urhúsgögn og því var rokið á netið og fjárfest í
bambuspanil frá Kína til að gera húsið hlýlegra.
Á meðan meðaljóninn beið eftir sendingunni
hugsaði hann um hvernig hann gæti náð sér á
strik án þess að þurfa að vinna eitthvað sjálfur,
eða minnka við sig á einhvern hátt.
Árið 2008 verður mikið heilsuár þótt Boot
Camp detti algerlega úr tísku.
Þeir sem voru á mestri
fartinni 2007 ættu að búa sér
til matjurtagarð til að ná
innri friði. Það verður nefnilega „inn“ að vera
meðvitaður um umhverfið og eigin heilsu og
það er hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Það
mun ekkert jafnast á við að geta labbað berfætt-
ur út í garð eftir eigin hveitigrasi í pressuna áður
en hugleiðsla morgunsins hefst. Þeir best stæðu
munu halda til Indlands í leit að innri friði á
jógasetri en hinir munu láta sér nægja að labba
Fimmvörðuhálsinn í útivistarfötunum frá því í
fyrra. Þegar heilsan verður komin í lag, maginn
fullur af vítamínum, grænum mat og bætiefn-
um, verður ekkert annað í stöðunni en að gramsa
í geymslunni eftir skvísufötunum sem voru orðin
allt of lítil en munu smellpassa í sumar. Til að
poppa gömlu skvísufötin upp verða allar ger-
semarnar úr Tiffany‘s, Bulgari og Cartier dregn-
ar fram og öllu blandað saman. Þegar kreppir að
mun glamúrinn blómstra og því verður 2008 eitt
mesta glysár áratugarins ef árið 2000 er mínusað
frá. Þegar þjóðin verður komin í svona gott form
mun hún ekki hika við að skokka á milli staða og
nota umhverfisvæna smábílinn í neyð. Það mun
líka algerlega detta úr tísku að
fá far með einkaþotum því
hugsandi fólk tekur ekki
þátt í svona vitleysu.
Flíkin: Allt sem hægt
er að setja axlapúða í
og nóg af glingri.
Innanstokksmunurinn: Panill,
gamlir fataskápar og speglahús-
gögn.
Aðalverslunin: Bónus kemur
sterkur inn í blankheitunum.
Mesti lúxusinn: Að eiga
húsnæði og þeir allra efnuðustu
munu láta „event“-fyrirtæki
skipuleggja fermingar.
Bíll ársins: Vel pimpaður og
stífbónaður Range Rover.
Flík ársins: Skræpóttu fötin úr
Nakta apanum, eins og þau
leggja sig. Fara hiklaust í sama
flokk og Buffalo-skórnir frá
síðasta áratug og satínskikkjurn-
ar með herðapúðunum frá
áratugnum þar á undan.
Taska ársins: Stærsta týpan af
Miu Miu.
Hárgreiðslan: Það
var enginn töff
nema að státa af
klippingu í anda
Viktoríu
Beckham og
strákarnir
notuðu allt of
mikið af hárgeli.
Innanstokksmun-
urinn: Hvít
höldulaus
eldhúsinnrétting og
kristalsljósakróna.
Ferðalagið: Kína og Tenerife.
Aðalverslunin: Saltfélagið og Kisan.
Mesti lúxusinn: Einkaþotan, sem varð svo að
táknmynd umhverfissóðaskapar þegar leið á
árið. Flugferð með einkaþotu aðra leiðina til
London mengar jafn
mikið og jeppi á heilu
ári.
Líkamsræktin: Boot Camp.
Drykkurinn:
Kampavín og
Mojito.
Græjan:
Kaffihúsakaffivél
fyrir heimilið og
bjórdæla fyrir
heimilisföðurinn.
LúxusjóninnÞegar nýtt ár gengur í garð er ekki úr vegi að skoða fyrir hverju þjóðin féll árið 2007 og hvað mun verða aðalmálið 2008. Sirkus leitaði til fjölda fólks úr öllum kimum þjóðfé-
lagsins og bað það um að nefna það sem
hæst bar á liðnu ári og hvert þjóðin myndi
stefna 2008. Lúxuskerran Range Rover fékk
flest stig sem bíll ársins 2007 og voru flestir
sammála um að ansi margir þyrftu að gíra sig
niður og skipta föðurskipinu út fyrir ódýrara
og umhverfisvænna farartæki 2008.
verður að meðaljóni
Bíllinn: Fíat 500 eða umhverfisvænn
og sparneytinn smákaggi.
Klippingin: Permanent í heimahúsi.
Ferðalagið: Fimmvörðuhálsinn og þeir
allra múruðustu munu fara til Afríku og
ættleiða barn í leiðinni.
Græjan: Tveggja hestafla blandari
og endurbætt útgáfa af iPhone.
Líkamsræktin: Hugsandi einkaþjálfari og
hlátur rope-jóga.
Drykkurinn:
Kókosvatn og
vítamínbætt diet-
kók.
BLS. 10 | sirkus | 11. JANÚAR 2008