Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 14
14 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS BENÓNÝ ÆGISSON UMRÆÐAN Leiklist Á fjárlögum 2008 eru alls 66,1 milljón króna ætlaðar til starfsemi atvinnu- leikhópa. Af þeirri upphæð renna 1,8 millj- ónir króna til barnaleikhúss í ár. Leiklist- arráð ákvað sem sé að úthluta tæplega þremur prósentum af ráðstöfunarfé sínu til að setja upp eina leiksýningu fyrir börn. Hvílk ofrausn! Það er greinilegt að þeir sem eiga að erfa landið og verða leikhús- gestir framtíðarinnar eru ekki ofarlega á forgangs- lista leiklistarráðs. Mér hafa oft komið úthlutanir ráðsins á óvart en í þetta sinn er ég þrumu lostinn. Hvorki Möguleikhúsið né Stoppleikhópurinn, þeir leikhópar sem lengst hafa starfað fyrir börn og unglinga, fá úthlutun og stórhætta er á að starfsemi þeirra leggist af. Ég er ekki talsmaður þess að ráðherrar hundsi álit fagráða en hér finnst mér að menntamálaráð- herra hefði átt að taka í taumana. Ráðherra menningar og menntamála hlýtur að hafa einhverjar skyldur þegar kemur að listmenntun og leiklistaruppeldi barna. Það er líka spurning um hvort ekki eigi að eyrna- merkja einhvern hluta fjárins, þriðjung eða fjórðung, til leikstarfsemi fyrir börn og unglinga. Best væri þó að stofna sérstakan sjóð sem þar til bærir aðilar véluðu um eins og raunin er annars staðar á Norðurlöndunum. Ef við erum sammála um að leikhús hafi eitthvert samfélagslegt hlutverk nú á tímum þá hljótum við að verða að bregðast við því að meðalaldur leikhús- gesta fer stighækkandi og framboð á barnaleikhúsi er með höppum og glöppum enda er allt til þess sparað og leikhóparnir búa við fjár- skort og skilningsleysi. Eða er leikhúsið kannski bara deyjandi listform og peningunum væri betur varið í leikið efni fyrir börn í sjónvarpi? Það er kannski skoðun leiklistarráðs að við eigum að planta börnunum fyrir framan sjónvarp- ið svo miðaldra og aldraða fólkið fái frið í leikhús- inu sínu. Eða kannski er ráðinu bara illa við börn. Höfundur er leikskáld og áhugamaður um leiklistaruppeldi. Er leiklistarráði illa við börn? Enn atkvæðamikill Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að í miðri kosningabaráttu hefði bandaríski forsetaframbjóðandinn Barack Obama lagt bókmenntafræð- ingi lið við að fá aðgang að gömlum skjölum bandarísku alríkislögregl- unnar um Halldór Laxness. Daginn áður var greint frá því að eitt af skilyrðum Samkeppniseftirlitsins fyrir sameiningu JPV og Máls og menningar í Forlagið væri að fyrirtækið seldi útgáfuréttinn á verkum Halldórs Laxness. Það segir sína sögu um stærð Nóbelsskáldsins að tæpum áratug eftir andlát sitt er Halldór enn virkur gerandi í íslenskri bókaútgáfu, hefur áhrif á hvernig fyrirtæki hér á landi haga rekstri sínum og setur sitt mark á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Söluandlögin Samkeppniseftirlitið setur fleiri skilyrði um „söluandlög“ en verk Halldórs Laxness, sem Forlagið þarf að selja til að samruni verði sam- þykktur, þar á meðal er Íslensk orða- bók. Óvíst er hvort nokkurt annað bókaforlag hafi efni á því og útgáfurétturinn gæti því endað hjá ríkinu. Bent hefur verið á að ekki færi illa á því að Samkeppnis- eftirlitið keypti sjálft Íslenska orðabók? Þá gætu þeir til dæmis komist að því að „söluandlag“ heitir vara á íslensku. Bjartur til Bjarts? Ekki er þó öll von úti um að „söluand- lögin“ sem Forlagið þarf að selja endi annars staðar en hjá hinu opinbera. Snæbjörn Arngrímsson forleggjari hjá Bjarti segist nú telja peningana og gá hvort hann hafi efni á að bjóða í útgáfuréttinn á verkum Laxness og mögulega Íslenskri orðabók. Það gefur auga leið að forlag Snæbjörns dregur nafn sitt af Bjarti í Sumarhúsum, einni þekktustu skáldsagnapersónu íslenskrar bókmenntasögu. Væri ekki viðeigandi að útgáfurétturinn á verkum höfundar Sjálfstæðs fólks endaði þar? bergsteinn@frettabladid.is Íslendingar eru friðlaus þjóð og eiga því erfitt með að friða hús. Reykjavík er ennþá borg innrétt- inganna. Sumir barir í bænum breyta um nafn og stíl á hálfs árs fresti. Mér datt í hug að skilta- fyrirtækin gætu framleitt séríslensk flettiskilti til notkunar yfir dyrum verslana og skemmti- staða. Þannig mætti spara stórfé. Nýr eigandi þyrfti ekki annað en fletta fram nýja nafninu á barnum á sama gamla skiltinu. Kannski væri líka hægt að hanna innréttingar sem snúa mætti við með einu handtaki og búmm: Rex er orðinn Tex-Mex. Hið eylenska óþol gerir okkur ólík grönnum okkar. Skandína- vinn er stabílli týpa en jeppaglað- ur Frónbúinn sem alltaf er til í að skilja við konuna, krakkann og karríerinn og sigla á VISA- kortinu einu saman niður Níl og Rín og opna svo nuddbar í Amsterdam. Nuddbar sem breytist í karaoke kaffihús eftir þrjá mánuði og sæbar eftir sjö. Íslendingar eru menn framtíðar en ekki fortíðar. Fyrir nokkrum árum dvaldi ég í Færeyjum yfir ansi langa helgi. Færeyingar eiga að heita frændur okkar en eitthvað virðist vanta upp á skyldleikann. Spurning um að fara fram á DNA-próf. Þessir þokuvönu brattabúar eru íhalds- samir í meira lagi og leyfa sér enga ævintýramennsku að hætti granna sinna, njálgverjanna í norðri. Í Færeyjum eru öll ný hús byggð með gamla góða laginu og dans þeirra og matarvenjur fylgja aldagömlum hefðum. Fyrir vikið er byggðin fögur að sjá, yndisleg- ur heildarsvipur á borg og bæ, torfþök og tjullerí. Yfir að líta er Þórshöfn eins og dansleikur frá nítjándu öld, þar sem hvert hús stendur stillt á sínum þjóðbúningi, og bíður þess að dansinn hefjist. Undantekningin er hin ramm- íslenska Bónus-verslun, sem rekin er í glænýrri og ljómandi ljótri byggingu sem félli faglega inn í hvaða smiðjuhverfi okkar sem væri. Samt sem áður leið mér hvergi betur en þar. Þegar maður var orðinn þreyttur á samræmdri fegurð fortíðar var unaðslegt að koma í Bónus í Þórshöfn og svala heimþránni á bragðlausum Bónus- djús blönduðum í sviplausri skemmu í Kópavogi. Þá loks skildi maður það sem Andy heitinn Warhol sagði á sínum tíma: „Fallegasti staðurinn í Róm er McDonalds“. Að fljúga heim var eins og að sleppa burt af risavöxnu minja- safni. Það er áhugavert að líta við á slíkri stofnun en að búa þar er ekki fyrir Íslending. Að svífa inn yfir víðfeðmt land okkar eftir dagana í þröngeyjum var eins og að koma til Ameríku; vítt til veggja og langt til fjalla, og allir til í allt. Frelsi! (En fortíðarhyggju Færeyinga fylgir afturhald í menningu og þröngsýni í þjóðmálum. Þetta er þjóð sem á eftir að koma út úr skápnum, þeirri miklu danasmíð. Í samanburðinum er Ísland nýjungasjúk og hátæknivædd hommaparadís.) Mér var hugsað til þessa alls í umræðunni um Laugavegshúsin. Ég hef sveiflast út og suður í spursmálinu: verndun götumynd- ar eða nútímaleg uppbygging. Þetta er auðvitað klassískt efamál. Þegar Neró ruddi kofabyggðinni burt úr miðborg Rómar ráku húsafriðunarsinnar upp ramakvein, vildu vernda það sem keisarinn taldi heilsuspill- andi húsnæði. Þegar ný Róm var risin var hún svo glæsileg og vel heppnuð að enginn sá eftir gömlu bárujárnskoppunum. En við erum auðvitað engir Rómverjar. Og þó Davíð komist líklega næst því að hafa verið okkar Neró var hann aldrei jafn stórtækur, og átti heldur ekki arkitektana í að reisa Róm norðursins. Og þar liggur húshundurinn grafinn. Við getum aldrei treyst því að eitthvað stórfenglegt komi í stað gömlu kofanna. Lengi vildi ég láta af rómantík og gera Laugaveginn að fjögurra hæða Striki frá Hlemmi að Lækjartorgi, en í seinni tíð er ég farinn að efast. Konum nærri mér eru gömlu húsin kær og segja þau sér-reykvísk. Við eigum ekki að herma eftir öðrum heldur þora að vera við sjálf. En hvernig erum við „við sjálf“? Í því yndislega Grjótaþorpi líður mér alltaf eins og ég sé ekki í Reykjavík, eins og það sé bara eitthvert svindl í gangi. Íslendingurinn í mér fær samviskubit. Þetta er hreinlega of fallegt. Óþolið heimtar meiri óreiðu. En þegar komið er niður á Ingólfstorg er maður kominn heim. Til Íslands. Þar sem öllu ægir saman: gamalt og nýtt, ljótt og sætt. Steinhús, timburhús, Thorvaldsensfélag og hjóla- bretti. Óreiðan er okkar stíll. Hún endurspeglar kraftinn sem býr í þjóðarsálinni. Færeyjar eru sjálfar jafn áferðarfallegar og húsin sem þar standa. Ísland er hrjóstrugt. Friðlaus í Færeyjum HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Fortíðarþrá Að fljúga heim var eins og að sleppa burt af risavöxnu minjasafni. Það er áhugavert að líta við á slíkri stofnun en að búa þar er ekki fyrir Íslending GERÐUBERG www.gerduberg.is Heimsdagur á Vetrarhátíð í dag kl.13-17 í Gerðubergi og Miðbergi Fjölbreyttar listsmiðjur frá framandi löndum, sirkuss- miðja, skuggaleikhús, dans- og föndursmiðjur og fleira fyrir börn og unglinga! Kynnið ykkur dagskrána á www.gerduberg.is Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Styrktaraðili: Beco Allt í plati! Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn Kíkið í heimsókn á heimili Málfríðar, mömmu hennar, Kuggs og Mosa! Hver man ekki eftir risablómkálinu og eldflauginni? Sjón er sögu ríkari! Tekið er á móti hópum. Sími: 575 7707. Sýningin stendur til 24. febrúar. Vissir þú ... ... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. Sýningar eru opnar virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá kl. 13-16. Sími: 575 7700. gerduberg@reykjavik.is O f mikill hraði við undirbúning sameiningar Reykjavík- ur Energy Invest og Geysis Green Energy er meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu stýrihóps borgarráðs um málið. Borgarfulltrúarnir í stýrihópnum ætluðu sér greinilega ekki að falla í sömu gryfju og tóku sér sér tæpa fjóra mánuði í skýrslugerðina. Þrátt fyrir rúman tíma eru niðurstöðurnar furðu afdráttarlitlar. Eftir lestur á skýrslunni má efast um að einhverjar vikur til eða frá hefðu skipt máli þegar stóð til að sameina REI og GGE. Tími og afdráttarlausar niður- stöður virðast ekki fara saman í þessum hópi. Skýringin á mildileika skýrslunnar er örugglega sú að REI- málið er í baksýnispeglinum afspyrnuvont fyrir alla sem að því komu. Gleymum því ekki að þegar áform um framtíð REI voru afgreidd í stjórn Orkuveitunnar var enginn þeim mótfallinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar greiddu þeim atkvæði sitt og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Allir þessir flokkar bera fulla ábyrgð á samkomulaginu um rétt útvalinna starfsmanna Orkuveitunnar til að kaupa í REI. Þann sama rétt og Svandís Svavarsdóttir hefur kennt við græðgi og olli hvað mestu uppnámi í þjóðfélaginu. Á Svandís þó sinn hlut í þeim samningum. Það gerðist þegar hún og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, létu breyta listanum yfir hverjir máttu kaupa. Við þann gjörninginn skildu þær eftir óafmáanleg fingraför af gjörningnum, sem fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks voru þó sannarlega höfundar að. Kafli skýrslunnar um stjórnendur REI og Orkuveitunnar er sér- lega óþægilegur aflestrar. Vond er tilhugsunin um að starfsmenn í opinberu fyrirtæki hafi ætlað að hagnast á stöðu sinni umfram hefðbundin laun. Verra er þó að sjá kjörna fulltrúa, sem bera ábyrgð gagnvart kjósendum, reyna að beina ábyrgðinni frá sér og að þessum starfsmönnum. Ítrekað hefur komið fram að stjórnend- ur Orkuveitunnar og REI unnu náið með fulltrúum meirihlutans, sem voru að fullu upplýstir um gang mála á öllum stigum. Auð- vitað var það á ábyrgð viðkomandi fulltrúa að upplýsa sín flokks- systkini um hvað var að gerast. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son ekki síðastliðið haust og þess vegna fór borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á hliðina með þekktum afleiðingum. Og staðreyndin er sú að þótt skýrsla stýrihópsins hafi yfir sér mikinn málamiðlunarbrag, gildir það ekki um þátt Vilhjálms, þáverandi og yfirlýstan verðandi borgarstjóra. Ef sjálfstæðis- menn ætla að halda sig við þau áform að Vilhjálmur setjist aftur í stól borgarstjóra ríkir óskiljanleg sjálfstortímingarhvöt í þeirra röðum. Hann á sér ekki viðreisnar von. Erfitt er að skilja hvað tefur að koma honum frá. Ef Vilhjálmur neitar að víkja, og heldur þar með nýstofnuðum meirihluta í gíslingu, er ekki annað að gera fyrir sjálfstæðismenn en að skilja hann eftir og mynda fjórða meirihlutann á þessu kjör- tímabili. Þar gætu setið allir borgarfulltrúar nema Vilhjálmur. Við þær aðstæður væri hægt að leggja af pólitísk hrossakaup um skipu- lagsmál og húsafriðun og borgarfulltrúar snúið sér að því að vinna að bættum hag borgarbúa. Væri það tími til kominn gæti einhver sagt. Pólitískir dagar Vilhjálms Þ. eru taldir. Ráðaleysi í Ráðhúsinu JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.